fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það virðist vera mun erfiðara að blogga þegar maður er ekki í skóla. Það gerist nú svo sem ekki margt. En jæja... ég fór aftur í sund. Get nú ekki sagt að ég hafi synt ógurlega mikið en ég er að minnska kosti hrein og fín og sérlega ilmandi. Þannig var mál með vexti að ég setti á mig ógurlega fína ilmvatnið mitt. Svo vildi nú ekki betur til en svo að ég missti glasið á steingólfið í klefanum og þegar ég tók það aftur upp kom í ljós að það var risavaxið gat á botninum og þar lak ilmurinn út. Ég endaði sem sagt MJÖG ilmandi. Fannst þetta nú samt heldur mikið af því góða svo ég ákvað að labba niður í bæ og láta lyktina fjúka af á meðan. Það tókst held ég bara ágætlega. Allavega vildi fólk alveg tala við mig og ég sá engan sérstakan "þú ert með of mikið af ilmvatni" svip. Enda sagði ég öllum sem heyra vildu hvað hafði komið fyrir til að koma í veg fyrir allann misskilning.
Nú sit ég á Sirkus með kaffibolla í annarri og tölvuna í hinni og hef það bara ljómandi gott í góðum félagsskap. Lífið er nú bara fínt. Nema ég vil ekki spila meira bakgammaon við Hjördísi því að hún svindlar.
og hana nú!!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Loksins tókst það. Eftir margra mánaða pælingar og upphitun. Er oft búin að standa upp og ætla að fara af stað en aldrei hefur það gengið. Ég fór í sund. Mikið déskoti var það nú gott.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Jæja þá er komið að því að játa...
Djöfull er ég komin með nóg af helv... köttunum!!!!!! Alveg gjörsamlega komin með uppí háls og eiginlega uppí eyru. Jafnvel svo að það flæði útum eyrun á mér ógeðið. Sko, mínar læður eru allar geldar en það kemur víst ekki í veg fyrir að það komi (heimsk) fress og breimi og spræni merkipissi útum allt hús. Þeir sem þekkja ketti vita að breim ef ógeð og lyktin af merkipissi er hreinn og beinn viðbjóður. Viðbjóður!!!!! Ég gekk svo langt að hafa opinn gluggann í herberginu mínu í einn fokkings dag og næst þegar ég kom heim var búið að míga í gluggann. Um daginn ætlaði ég að fara að sofa þá var einn kötturinn búin að skíta, já skíta, á rúmið mitt. Núna er varla hægt að sofa fyrir einhverjum bláókunnugum ketti sem heldur að hann fái að gera dodo með náttúrlausu læðunum mínum. Eitt af geldu fressunum á efri hæðinni tekur meira að segja þátt í þessu góli!!! Djöfull er ég orðin viðbjóðslega þreytt á þessu. Þetta er ógeð. Mig langar stundum að senda öll þessi dýri í fínu hálsasveitina þar sem er nóg af músum fyrir alla til að elta og gaman að leika sér.
Og hana nú!!!

laugardagur, janúar 15, 2005

Stundum langar mig að brosa framan í allt og alla og vera skemmtilegust. Hitta fólk og spjalla og vera hress. Skemmtilegt og gaman og æsispennandi í alla staði.
Stundum langar mig bara að vera leiðinleg. Vera leiðinleg við fólk, segja því hvað mér finnst og bara láta allt flakka. Það er nú víst ekki viðeigandi. Maður á ekki að vera svona eða hinsegin. Fólk verður víst að passa í hin og þessi hlutverk. Láta sig hafa það og vera ekki að þessu væli. Harkan, maður verður að harka þetta af sér. Ekki kvartaði konan í sveitinni með öll börnin og kallinn, svo ég tali nú ekki um gestina sem heimta sitt. Líklega hugsaði hún nú samt sitt þessi kona. Alveg eins og ég hugsa mitt. Hugsi hugs.
Stundum þykir mér svo óendanlega vænt um alla. Alla vini mína og fjölskyldu. Alla sem ég þekki ekki. Stundum finn ég fyrir svo svakalegum samhug að mig langar til að fara að gráta yfir öllu heimsins böli og gera eitthvað, bara eitthvað til að laga. Svo fallast mér bara hendur. Hvar á maður eiginlega að byrja. Kannski ég byrji á því sem mér stendur næst. Kannski ég geri eitthvað fallegt. Kannski ekki. Kannski hugsa ég bara um mig og geri það sem ég þarf að gera til að mér og mínum líði vel. Maður veit aldrei. Ég brosi stundum til gamals fólks og býð ókunnugum góðan daginn. Maður veit aldrei ... kannski gerir það daginn betri fyrir einhvern.
Já, lífið mallar eftir því sem ég best veit.

laugardagur, janúar 08, 2005

sit í seli jökla. Kunnuglegar slóðir. Kunnuglegar aðstæður líka. er búin að vera að vinna í allann dag og fer svo að vinna á sirkus á eftir. Æsispennandi og skemmtilegt. Það vona ég að minsta kosti. Sat bara heima í gær og talaði í símann og góndi á sjónvarpið. Fékk svo góða gesti í góða heimsókn, gaman að því.
Ég er dálítið á milli vita núna. Get einhvern vegin ekki byrjað á neinu fyrr en á þriðjudaginn. Finnst eins og þá muni framtíð mín koma í ljós. Hmmm... kannski er það dálítið sterkt til orða tekið en samt... Ég krosslegg fingur og vona að þetta fari allt saman vel annars er ég í mjög djúpum skít sem ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því að moka mig uppúr.
Ding dong...

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Illu er best aflokið sagði einhver. Mér tókst að ljúka því. Fjúff... Nú er bara að bíða 10 febrúar. Gangi mér vel.

sunnudagur, janúar 02, 2005

nú árið er liðið í aldanna skaut, jarí jarí jar.
Ég er búin að vera útafliggjandi svo lengi sem elstu menn muna. Lítið annað að gera yfir jólin. Þetta er búið að vera helvíti fínt. Kannski maður ætti frekar að segja kristilega fínt, svona til að halda í jólaandann. Núna er ég samt byrjuð að súpa seyðið af þesari legu, farin að fá í bakið og gott ef það er ekki að myndast legusár. Held samt að jólamaturinn komi í veg fyrir að beinin geti myndað legusár svo nokkru nemi.
En jæja ... ég eyddi áramótunum heima hjá Soffíu og fékk það stórkostlegan mat og ennþá betra meðlæti. Nammi namm. Ég fór svo í vinnuna á barnum klukkan 1 og var þar til að verða 9!!! Ég get eiginlega ekki sagt annað en að það hafi verið mjög leiðinlegt. Ég var farin að halda að það væri búið að dæma mig í eilífa vist í helvíti fyrir eitthvað sem ég hef gert á árinum sem er að líða. Ágætis helvíti að vera edrú innan um fullt fólk til eilífðar. Sem betur fer var þetta ekki helvíti heldur bara gamlárskvöld. Því lauk sem betur fer að lokum en þetta var mér næg viðvörun svo að ég heiti því að vera betri manneskja á nýju ári.
Verð að koma með eitt nöldur svona í lokin: "hvurn fjárann er skjár einn að pæla með því að sýna allann þennan helv.. fótbolta daginn út og daginn inn. Ég mótmæli af öllum kröftum, frá mínum dýpstu hjartarótum. Og hana nú!!!!!".
Njótið lífsins kæra fólk. Hugsum fallga til þeirra sem minna mega sín. Við ættum að lúta höfði í auðmýkt og þakka fyrir lífið.
yfir.