sunnudagur, janúar 02, 2005

nú árið er liðið í aldanna skaut, jarí jarí jar.
Ég er búin að vera útafliggjandi svo lengi sem elstu menn muna. Lítið annað að gera yfir jólin. Þetta er búið að vera helvíti fínt. Kannski maður ætti frekar að segja kristilega fínt, svona til að halda í jólaandann. Núna er ég samt byrjuð að súpa seyðið af þesari legu, farin að fá í bakið og gott ef það er ekki að myndast legusár. Held samt að jólamaturinn komi í veg fyrir að beinin geti myndað legusár svo nokkru nemi.
En jæja ... ég eyddi áramótunum heima hjá Soffíu og fékk það stórkostlegan mat og ennþá betra meðlæti. Nammi namm. Ég fór svo í vinnuna á barnum klukkan 1 og var þar til að verða 9!!! Ég get eiginlega ekki sagt annað en að það hafi verið mjög leiðinlegt. Ég var farin að halda að það væri búið að dæma mig í eilífa vist í helvíti fyrir eitthvað sem ég hef gert á árinum sem er að líða. Ágætis helvíti að vera edrú innan um fullt fólk til eilífðar. Sem betur fer var þetta ekki helvíti heldur bara gamlárskvöld. Því lauk sem betur fer að lokum en þetta var mér næg viðvörun svo að ég heiti því að vera betri manneskja á nýju ári.
Verð að koma með eitt nöldur svona í lokin: "hvurn fjárann er skjár einn að pæla með því að sýna allann þennan helv.. fótbolta daginn út og daginn inn. Ég mótmæli af öllum kröftum, frá mínum dýpstu hjartarótum. Og hana nú!!!!!".
Njótið lífsins kæra fólk. Hugsum fallga til þeirra sem minna mega sín. Við ættum að lúta höfði í auðmýkt og þakka fyrir lífið.
yfir.

Engin ummæli: