miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Dagurinn mikli er að kveldi komin.
Já loksins rann hann upp, 24. ágúst. Ég er búin að bíða eftir þessum degir í MJÖG langan tíma. Að sjálfsögðu gerðist ekkert markvert í lífi mínu í dag. Það er að segja Júpíter ákvað ekkert að skella sér í heiminn. Núna er bið samt formlega hafin. Hver dagur gæti verið minn síðasti sem ólétt kona.
Ég gerði nú samt margt og mikið í dag. Meira en ég hef gert í marga daga. Ég fór til Reykjavíkur í klippingu. Er sem sagt voða fín um hausinn núna. Fór líka á kaffihús og fór svo í óþarflega langan göngutúr. Áttaði mig ekki alveg á vegalengdinni sem um var að ræða þegar lagt var af stað. Ég lifði það samt alveg af. Þurfti reyndar að pissa aðeins of oft en það er nú svo sem ekkert nýtt.
Núna er ég samt komin aftur á Skagann. Hér mun ég vera þangað til yfir lýkur.
Fann heimilislausan útlending og plantaði honum í íbúðinni minni á meðan. Hann ætti að geta viðhaldið ferska loftinu.
Vonandi koma fréttir bráðum :)
Gó nó

mánudagur, ágúst 22, 2005

Í dag keypti ég mér litla dollu af picnic og át allt innihald hennar alein. Picnic er fullt af salti. Yes, I am a wild wild woman. :)

laugardagur, ágúst 20, 2005

jamm og jamm og jú.
Er á Skaganum og býst við að vera hér þangað til Júpíter verður komin í heiminn. Í augnablikinu er ég samt ráðskona á heimilinu þar sem móðir mín er í Noregi og fóstufaðir minn á Grænlandi að vinna.
Já, ég er húsmóðir yfir 4 börnum. Elsti er reyndar 17 ára svo ekki þarf mikið að hugsa um hann. Hann segir stöku orð stöku sinnum og fer heim til vina sinna á kvöldin að spila nintendo. Spennandi, eftir því sem hann segir sjálfur.
Svo er einn 13 ára sem fékk að gista hjá vini sínum í kvöld og þá eru bara 2 eftir heima. 11 ára Sigrún og 7 ára Patrekur. Yndisleg börn allt saman . Ég var alveg búin að gleyma hvað þau eru góð. Kannski mamma hafi lesið þeim lexíurnar áður en ég kom. Þau gera allt sem ég bið þau um og rúmlega það. Ekkert vesen og engin leiðindi. Ég hreinlega öfunda sjálfa mig af svona systkinum.
Stundum masa þau heldur mikið en það liggur víst bara í ættinni. Þau virðast vera vön að hjálpast að og passa hvert annað. 17 ára unglingurinn fór meira að segja möglunarlaust og tók innaf snúrunni fyrir mig. Alveg ótrúlegt finnst mér.
Sigrún (11ára) fór að keppa í fótbolta í dag. Svo sem ekki í frásögu færandi. Eeenn þær unnu einn leik 21-0!!!!!!! Skil eiginlega ekki hvernig það er hægt. Svo get ég varla hugsað um hvernig stelpunum í liðinu sem tapaði líður. Þess má geta að hver leikur er 2x 20mín.
Magnað.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005















Alheimur Júpíters.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hér sit ég á brókinni og peysu. Líður alveg hreint ágætlega. Merkilegt hvað mér er samt endalaust heitt. Mér er bara alltaf heitt, alveg sama hvað gengur á. Helga kom í heimsókn um daginn og sakaði mig um að búa í frystikistu. Hún sat hér og skalf í þessa smástund sem hún dvaldi við. Mér líður hins vegar mjög vel þarf eiginlega ekkert á fötum að halda. Það er nú kannski bara gott vegna þess að ég hef ekkert úr svo mikið af fötum að velja.
Ég er að bilast á því að finna alltaf svona mikla lykt alls staðar. Ég er líka ótrlega ógeðisgjörn. Mér finnst allt meira og minna ógeðslegt. Ókunnugt fólk (sérstaklega rónar), dýr, hryllingur í sjónvarpinu, allt svona tal um sjúkdóma og svo held ég alltaf að allt sé skítugt og eitrað. Ég er orðin dáldið leið á þessu. Svo ef ég sé e-ð sem mér finnst ógeðslegt þá fer ég alltaf að hugsa um e-ð sem er ennþá ógeðslegra og þá líður mér ennþá verr.
Fáránlegt. Ólétta gerir mann dáldið fáránlegan stundum.
Nú eru samt bara síðustu metrarnir eftir. Síðustu metrarnir eru samt gjarnir á að vera þeir erfiðustu.
Þessi óléttukafli er samt orðin dálítið langdregin. En þessu lýkur víst að lokum.
Veit að maður á ekki að segja svona en...
Mér finnst feiti gaurinn í lost svo mikill hryllingur að ég get varla horft á þáttin vegna nærveru hans.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Spennandi tímar.
Nú er ég hætt að vinna og sit bara heima og hugsa um hvað ég þarf nú að gera. Ég er samt svo hrædd um að ég þurfi að bíða í óratíma eftir Júpíter þannig að mér finnst eins og það sé best að fresta. Þannig að það er alltaf ýmislegt sem ég ætla að gera á morgun. Svo ligg ég heima heilu dagann og stari út í loftið og hugsa um hvað ég ætla nú að gera mikið á eftir, bráðum, seinna eða jafnvel á morgun.
Fór samt aðeins út áðan. Fór og borðaði stórkostlegt læri hjá Ósk og svo kíktum við á kertafleytingu á tjörninni. Það var voða fallegt allt saman. Veðrið úti er alveg ótrúlega yndislegt. Sérlega hlýtt og svona undarleg útlandalykt í loftinu. Mikið af fólki og af einhverju ástæðum hvísluðu flestir.
Já... á morgun ætla ég að gera e-ð. Kaupa. Ég fer allavega í klippingu á fimmtudaginn.
Hey já... Júpíter var svo ekkert sitjandi eftir allt saman heldur er bara í höfuðstöðu með höfuðið pikkfast ofan í grindinni og bíður þess bara að fæðast. Svo allir eru sáttir og svo ég tali nú ekki um að farast úr spenningi...
Mér þykir vænt um vini mína.