þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Spennandi tímar.
Nú er ég hætt að vinna og sit bara heima og hugsa um hvað ég þarf nú að gera. Ég er samt svo hrædd um að ég þurfi að bíða í óratíma eftir Júpíter þannig að mér finnst eins og það sé best að fresta. Þannig að það er alltaf ýmislegt sem ég ætla að gera á morgun. Svo ligg ég heima heilu dagann og stari út í loftið og hugsa um hvað ég ætla nú að gera mikið á eftir, bráðum, seinna eða jafnvel á morgun.
Fór samt aðeins út áðan. Fór og borðaði stórkostlegt læri hjá Ósk og svo kíktum við á kertafleytingu á tjörninni. Það var voða fallegt allt saman. Veðrið úti er alveg ótrúlega yndislegt. Sérlega hlýtt og svona undarleg útlandalykt í loftinu. Mikið af fólki og af einhverju ástæðum hvísluðu flestir.
Já... á morgun ætla ég að gera e-ð. Kaupa. Ég fer allavega í klippingu á fimmtudaginn.
Hey já... Júpíter var svo ekkert sitjandi eftir allt saman heldur er bara í höfuðstöðu með höfuðið pikkfast ofan í grindinni og bíður þess bara að fæðast. Svo allir eru sáttir og svo ég tali nú ekki um að farast úr spenningi...
Mér þykir vænt um vini mína.

Engin ummæli: