sunnudagur, júlí 31, 2005

æji já ...
Mest lítið bara ... ekkert merkilegt svo sem.
Er búin að vera að vinna alla helgina og er að fara að vinna á morgun. Fæ svo frí í einn dag og vinn svo mið og fim og svo er ég HÆTT! Mikið óskaplega verður það ljómandi fínt. Mig er farið að langa til að gera svo margt annað en að vinna. Mig langar bara að vera að skipuleggja. Skipuleggja og raða. Það hljómar skemmtilega. Er búin að þvo eina þvottavél af fötum og nú þarf bara að strauja og raða. Mig vantar líka eiginlega kommóðu til að setja fötin í. Það hlýtur að birtast hérna kommóða áður en ég veit af.
en já. Júpíter hefur það gott eftir því sem ég best veit. Hann virðist þó ennþá sitja sem fastast. Það verður gerð tilraun til að snúa honum á föstudaginn en þangað til reyni ég bara að segja honum að snúa sér við og skríð reglulega um á fjórum fótum til að hvetja hann áfram.
Jámm verslunarmannhelgin er algjörlega að fara fram hjá mér. Einu merkin sem ég er búin að sjá voru þegar ég var að fara í vinnuna í gærmorgun. Þá lá áfengisdauður maður/strákur undir póstkössunum í andyrinu. Þegar ég opnaði hurðina á hann og klofaði yir hann lét hann rifa í augun og mér fannst ég sjá að hann hugsaði:"shitt fokk .. hvar er ég ... ónei". Þá var ég fegin að vera bara heiðarlega ólétta konan á leið í vinnuna.
yfir

Engin ummæli: