sunnudagur, júlí 17, 2005

Nú er ég allt í einu farin að skilja hvernig gamalmennum líður. Eitt sem ég hef fram yfir gamalmennin er að ég sé fram á að þetta ástand mun taka enda og að öllum líkindum mun ég lifa til að segja frá því.
Ég hlakka til þegar ég get staðið upp án vandræða.
Ég hlakka til þegar ég get sest niður án vandræða ;)
Ég hlakka til þegar ég get snúið mér í rúminu án þess að vakna.
Ég hlakka til þegar ég get legið á sömu hliðinni í smástund án þess að fá verk einhvers staðar.
Ég hlakka til þegar ég get sofið heila nótt án þess að fara á klósettið.
Ég hlakka til þegar ég get misst hluti í gólfið án þess að kvíða fyrir því að taka þá upp.
Ég hlakka til þegar ég hætti að sulla endalaust niður á mig.
Ég hlakka til að geta borðað ógeðslega mikið af snakki og skola því niður með kóki án þess að vakna daginn eftir eins og uppblásin blaðra.
Ég hlakka til að fara í gallabuxur (hvenær sem það mun gerast!)
Ég hlakka til að eiga föt til skiptana.
Og ég hlakka ótrúlega mikið til að sjá þessa manneskju sem buslar þarna inní mér. Hlakka til að sjá hvernig hann/hún lítur út.
Hlakka til að kynnast Júpíter.

Engin ummæli: