föstudagur, júní 30, 2006

Grunnt

Árið 2006

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt. 2.

Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu

þriðjudagur, júní 27, 2006


Það þarf náttúrulega ekkert að ræða það neitt frekar. Þetta var dásemd.

föstudagur, júní 16, 2006

Ég er búin að vera að vanda mig við að bölva þessu ekki. Búin að vanda mig við að hugsa að þetta hljóti nú að fara að lagast... jú jú þetta lagast.
En nú er bara komið nóg!!!!!! Ég get ekki orða bundist lengur!!!! Hvað er málið með þetta helv...&$%%& veður??!?!?!!? Á bara að rigna endalaust??!
ok, svo sem alltí lagi að það sé rigning og rok. En það er ekki einu sinni hlýtt úti!!! það er 8 gráður á celsíus (segir mogginn).
Fnæs! Já ég er svekkt. En ég nenni ekki neinu í þessu veðri.
Mér rétt tókst að rífa mig frá heiladauðu-internetshangsi og setja í nokkrar þvottavélar. Svo hengdi ég upp þvottinn. Jú ég bakaði köku og vaskaði upp.
Kakan er nú í ofninum og ég er að fara að sækja barnið. Svo gæði ég mér á kökunni og fæ sól í magann.
Allir alltaf velkomnir í kaffi.
Æji já kannski er þetta alltí lagi.

mánudagur, júní 12, 2006


Einhver sem hefur meiri völd en ég hefur lesið síðustu bloggfærslur. Af þeim sökum hef ég úðað í mig mjókurvörum síðustu daga og ekkert bólar enn á þeim leiðindaafleiðingum sem búist var við. Svo enn sem komið er eru allir glaðir.
Þessir hamborgarar voru í matinn fyrsta dag mjólkur. Þeir voru með gráðosti, beikoni og grænmeti. Alveg hreint dásamlegir.
Ég borðaði nú samt bara einn, Þuríður borðaði hinn.
Ég er líka búin að fá mér lifrapylsu, þeyttan rjóma, súkkulaðibúðing, camenbert og brauðost.
Þetta er allt saman alveg ljómandi gott.
Núna er mér illt í eyrunum og komin með smá hálsbólgu. Ég er alveg viss um að það sé mjólkinni að kenna. Ég ætla að halda áfram að vera á móti mjólk. Því þótt margar afurðir hennar séu alveg hreint unaður á bragðið þá er kúamjók fyrir kálfa.
Samsæri.