mánudagur, október 31, 2005


Fallegastur!

sunnudagur, október 30, 2005


Ljómandi líf.
Gott að vera til í svona góðu veðri. Kalt og fallegt. Mér líkar það vel. Fór í göngutúr í gær með Patreki, Sigrúnu og Birtu. Agalega skemmtilegt. Við löbbuðum niðrí bæ og vorum endalaust lengi á leiðinni því börnin þurftu svo mikið að leika sér í snjónum en það var alltí lagi því veðrið var svo fallegt og gott.
Dagurinn var svo góður, byrjaði með bakaríis bakkelsi og pönnsum í Sigtúininu og lauk með Royal súkkulaðibúðing og þeyttum rjóma á Eggertsgötunni.
Vandaði mig sérstaklega við að gera ekki neitt í dag. Pantaði mér kínamat í kvöldmatinn svo þegar kallinn kom með matinn þá var hann ekki með posa. Hann lét mig samt fá matinn og sagði mér að koma bara við á morgun og borga. Dásamlegt að rekast á fólk sem treystir öðru fólki. Ég komst nú aldrei svo langt að borða kínamatinn því Ósk hringdi í mig og bauð mér að koma og borða og hitta Færeyinga í Sigtúninu. Kínamaturinn fór bara í ískápinn og verður alveg jafn góður á morgun eða jafnvel á eftir .. slurp..
Færeyingar eru svo dásamlegt fólk og það var voðalega gaman að hitta foreldra Sunnevu og Eivöru sem ég hef ekki séð í langan tíma. Merkilegt hvað það var auðvelt að tala við Færeyingana, þau töluðu færeysku og ég íslensku. Við bara hlustuðum vel og töluðum hægt og þá var bara orð og orð sem ekki skildist...
Sunneva er lika svo mikill snillingur í að gera fallegt í kringum sig.
Drengurinn dundaði sér bara við að horfa í kringum sig og taka við hrósum. Stóð sig vel eins og alltaf. Það sem ég er skotin í þessum litla strák.
Njótið þessa alls.
p.s. áður en ég náði að publisha þessari færslu þá hakkaði ég í mig kína mat. Borðaði að sjálfsögðu aðeins of mikið.

föstudagur, október 28, 2005

Í gær var ég ótrúlega dugleg og þvoði fullt af þvotti og hengdi út á snúru. Í dag er snjókoma og ég horfi á þvottinn minn verða hvítari og hvítari. Samt voru tvær mislitar vélar.
Ég labbaði í 10/11 og verlsaði ekkert fyrir fullt af peningum. Það virðist vera komin vetur. Þó það sé pínu leiðinlegt þá finnst mér það líka notalegt. Mér leið dáldið eins og ég væri hörkutól þegar ég setti undir mig höfuðið og keyrði vagninn í gegnum smá skafl á leiðinni í búðina. Það var svo notalegt oft í gamla daga þegar það var svona veður á Ísafirði, oft klæddi ég mig í fullt af fötum og fór út að leika í vonda veðrinu - það var gaman. Nú er ég víst of stór til að fara út að leika. Ég hlakka til næsta vetur þegar sonur minn verður orðinn stærri og ég get farið út að leika með honum. Börn gefa manni ástæðu til að ganga aftur í barndóm á sumum sviðum. Það er ótrúlega gaman.
Urg. Ég verð að sækja eitthvað af þessum þvotti og setja hann á ofn. Ástæðan fyrir að ég þvoði var nefnilega að ég þarf að nota fötin og taubleiurnar.
Lifðu í lukku en ekki í krukku.

mánudagur, október 24, 2005


Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til pabba og co í Hafnarfjörðinn. Svo skutlaði pabbi mér heim. Þegar hann var búin að yfirgefa mig fattaði ég alltí einu að síminn minn lá í aftursætinu á bílnum hans. Ég var alein heima með engan síma!!!
Ég eyddi þónokkrum mínútum í að upphugsa allt það hræðilega sem gæti gerst nóttina einu sem ég var sambandslaus við umheimin. Hugsaði hvort ég mundi banka hjá fólkinu við hliðan. Þau eru útlensk... Mundu þau koma til dyra?
En við erum bæði enn hress og kát. Sem betur fer.
Guði sé lof og dýrð fyrir alnetið. Ég náði sambandi við umheimin í gegnum það og Þuríður sá aumur á mér og skutlaði mér í Hafnarfjörðinn að sækja símann. Það var dásamlegt og að sjálfsögðu líka dásamlegt að hitta Þuríði. Við lentum að sjálfsögðu í smá hrakförum þegar við vorum að leita að bakarí en það var nú alltí góðu.
Við Hjörtur skunduðum niðrí bæ til heiðurs öllum konum. Hittum fullt af fólki. Alltaf gaman að hitta fullt af fólki. Ennþá skemmtilegra að hitta fólk eftir að barnið fæddist, það er svo gaman að eiga svona fín verðlaun til að sýna.
Þegar við vorum búin að rölta með göngunni niður Skólavörðustíginn og standa kjurar í smástund þá var mér alveg að verða kalt á tánum. Allir vita að mjólkandi konum má ekki verða kalt á tánum svo við Svala flúðum inná kaffihús og yljuðum okkur þar við kaffidrykkju.
Agalega notalegt allt saman. Svo kíktum við á torgið og örkuðum heim. Hjörtur rumskaði ekki allann tímann. Þrátt fyrir mikinn hávaða. Ég er búin að uppgvöta að hann virðist sofa best þegar við erum á þvælingi í miðbænum :)
Þetta var ljómandi fínn dagur.
Kannski ég ljúki honum með tiltekt.
Urg..
Tölvan mín er í algjöru rugli. Ég get ekki gert neitt í henn nema farið á netið. Í augnablikinu kemst ég ekki einu sinni inná msn. Þeas ég get ekki opnað msnið frekar en nokkuð annað forrit í tölvunni.
Held ég komist ekki hjá því að fara með tölvuna í viðgerð á morgun. Jæja það verður allvega gaman að fá hana til baka hreina og fína :)
Ætli það sé vírus að reyna að drepa tölvuna? ahh.. þarna komst ég á msn.
Ég fékk eitthvað tiltektar/skipulagskast áðan og ég getit ekki hætt. Það eina sem stoppar mig núna er að maður má víst ekki negla í veggi á nóttunni.
Ég tók mig meira að segja til og lagði stóra veggteppið í bleyti í baðið. Er búin að skipta 2x um vatn því vatnið varð hryllingur eftir að teppið hafði legið í því í svona 3sek. Hef einhvern vegin aldrei haft rænu á að þrífa teppið. Oj bara hvað það hlýtur að vera skítugt. Það hékk á veggnum í Frostaskjólinu í 4 ár!!!!
Þa'ð verður allavega gaman að sjá hvernig það verður á litinn þegar það kemur uppúr baðinu á morgun. Ég er nebbla að hugsa um að hengja það á vegginn hér, það er eitthvað svo tómlegt hérna. Held að ekkert geti fyllt uppí svona tóma veggi nema þetta stóra teppi.
Jæja nú er ég búin að jarma nóg um þetta teppi.
Góða nótt.

miðvikudagur, október 19, 2005Útstáelsi
Skemmtilegt orð. En í dag er búið að vera ógurlegt útstáelsi á okkur mæðginum. Við fórum í morgun ásamt Ragheiði og Steinunni Evu á mömmumorgun í Neskirju. Rifum okkur á lappir til að vera mætt þar klukkan 10. Eða ég reif drenginn á fætur, honum finnst voða gott að sofa á morgnanna. Við Hjörtur kíktum svo til Drífu eftir hádegið og héngum þar fram eftir degi. Skutluðumst aðeins í Baby sam og ég keypti stórkostlegt leikteppi :) nú get ég lagt Hjört frá mér þar og glápt á hann skoða dótið.
Eftir Drífu-heimsókn fórum við í göngutúr og kíktum niðrí bæ. Hittum Hjördísi og ég spilaði við hana backgammon og drakk hálfan lítinn bjór. Laaangt síðan blóðið mitt hefur komist í kynni bjór og var þessi svona líka ljómandi góður. Hjörtur var samt ekkert á því að mamman ætti að drekka bjór svo hann gerði sitt til að koma í veg fyrr það með því að neita að sofa í vagninum nema honum væri ruggað. Við brugðum á það ráð að sitja í garðinum á Sirkus og spila bara þar. Hjörtur gat ekki sagt neitt við því og sofnaði bara :) Svaf nú samt ekkert lengi svo við fórum heim til Hjördísar og reyndum að þreyta drenginn með blaðri. Hann virðist vera vanur og varð ekkert þreyttur en sættist þó á að sofna í vagninum á leið niður laugavegin svo ekki var úr vegi að kíkja aðeins á stóra svið þjóðleikhússins og horfa á Svía spila tónlist til styrktar Tíbet. Það var fámennt en góðmennt á tónleikunum en tónlistin var alveg ljómandi og gott betur en það.
Hjörtur svaf eins og steinn í vagninum þangað til mamman fékk þá snilldarhugmynd að taka af honum vettlingana. Þá held ég að hann hafi fattað að hann var ekki lengur úti og vaknaði.
Ég endaði útstáelsið eins og bjáni arkandi niður Bankastræti með grátandi barn í vagni. Tókum strætó heim og vorum bæði mjög fegin þegar heim var komið.
Á morgun ætla ég að gera mjög lítið. Mesta lagi að fara í göngutúr.

laugardagur, október 15, 2005

Í vikunni fór ég með drenginn í skoðun. Ljósmóðirin tók líka smá blóð úr mér til ath hvort ekki væri allt í orden. Ég reyndist vera of lág í járni. Ég var voðalega hissa en þegar ég fór að hugsa um það komst ég að því að ég er búin að vera óttalega þreytt undanfarið. Mér hefur fundist sérlega erfitt að opna augun á morgnanna og svo hefur mig langað að leggja mig í tíma og ótíma.
Ég hef bara lifað í þeim misskilningi að maður ætti að vera svona þreyttur þegar maður á lítið barn. Ég er búin að heyra svo mikið af hryllingssögum að ég hélt bara að þó að barnið væri rólegt og yndislegt í alla staði þá væri móðirin alltaf að leka niður.
Mikið óskaplega er ég fegin að þetta er misskilningur. Ég þarf bara að innbyrða meira af járni og þá er málinu bjargað. Svo ég fór í apótekið í gær og keypti mér járn. Fór svo í búð og keypti cheerios og lifrapylsu. Bæði sérlega járnríkar matvörur. Keypti mér líka ávaxtasafa en hann ku hjálpa líkamanum að vinna úr járninu.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir orkunni minni og rjóðu kinnunum sem ég á skilið að vera með þar sem ég er svo dugleg að fara út að labba.
Eini gallinn er að drenguinn gæti fengið í magann af járninu. En það á víst að ganga fljótt yfir. Ég krossa fingur.
Annars er Hjörtur komin með sitt fyrsta kvef svo við höfum bara verið heima í dag. Er með stíflað nef en að öðru leyti hinn hressasti. Steinsefur núna í vöggunni sinni.
Jæja ég ætla að taka til á meðan það er hægt.
Gangði hægt um gleðinnar dyr.

fimmtudagur, október 13, 2005

Var að horfa á Newlyweds.
Samræður á milli Jessicu og Nicks:
Jessica: "...fois gras gæti verið eistu af lömbum".
Nick:"lömb eru ekki með eistu, lamb er kvenkyns kind"
Jessica: " nú er það? ó ... ég hélt að lamb væri bara kindabarn"
Nick: "nei það er kvenkyns kind, eða er það ekki...? "
Jessica: "hmmm.. ég veit það ekki. En hvað er þá ær?"

Tek fram að þetta er bara brotabrot af stórkostlega fróðleiknum sem kemur fram í þessum þætti. Stórkostlegt bara..
Annars mæli ég bara með þessu.
Stórkostleg afþreying :)

þriðjudagur, október 11, 2005


Ef Hjörtur kvartar einhvern tíma yfir nafninu sínu þá get ég sagt honum að þakka bara fyrir að ég nefndi hann ekki: Dufþakur Dufgus eða Skæringur Smiður.
Fór með bréfið góða í dag. Fékk dáldið í magann við að senda það. Nú er bara að bíða og vita hvort það verið einhver viðbrögð við því.
Fór í bað með drengnum í kvöld. Að sjálfsögðu kúkaði hann í baðið. Annars var þetta allt saman dásamlegt.

mánudagur, október 10, 2005

Veturinn virðist vera komin. Af því tilefni ákvað ég að gera mér ferð í Ellingsen í dag. Keypti mér föðurland þar og föðurlandspeysu úr ull. Peysan er með kraga. Í þessu innanundir get ég staðið keik úti í hvaða veðri sem er. Ég kíkti svo í heimsókn til Drífu og co og fór í föðurlöndin innan undir áður en ég arkaði af stað heim. Ég sver það að það var hlýrra úti þegar ég labbaði heim klukkan 21 heldur en í hádeginu þegar ég fór út :)
Keypti líka varmasokka fyrst ég var að þessu. Núna er miklu skemmtilegra að fara út. Nú vantar mig bara almennilega úlpu eða hlýjan jakka... já og húfu. Húfan sem ég notast við er svo ljót að ég lít út eins og afdalabóndi sem á engan spegil. Ég þori bara að vera með hana þegar það er hryllilega kalt eða þegar það er komið kvöld. Það getur verið næsta mission, að finna húfu.
Merkilegt hvað það er hægt að finna sér mikið að gera. Á hverjum degi fer ég út með fullt af verkefnum, sinni svona einu og fresta hinu svo til morguns.
Á morgun er ég með eitt mission : klára að skrifa bréfið, skrifa myndir á disk og fara með þetta í póst.
Skyldi það takast?

laugardagur, október 08, 2005

Ef einhver hefði sagði við mig fyrir ári síðan að ég yrði heima hjá mér rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldi að raða myndum í albúm þá hefði ég talið viðkomandi bilaðan. Aldrei hefði ég trúað því að ég mundi sitja hér, heiðarleg húsmóðirin. Í dag er ég búin að vaska upp og skúra. Heimilið mitt er hreint og í augnablikinu sefur blessaður drengurinn.
Svei mér þá ef ég fer ekki bara að skríða í ból og lesa bók. Það eru líka farnir að heyrast skruðningar úr herberginu. Þeir gætu verið vísbending um að herra Hjörtur ætli bráðum að vakna og þá muna hann vilja kúra hjá mömmu sinni. Þá gæti verið gott að vera komin í rúmið. Svo notalegt að taka hann uppí, næra hann og sofna svo saman...
Á þessum degir fyrir ári síðan. Þá var ég stödd á Klapparstíg 30. Kannski var ég ekki komin þangað á þessari mínútu en þá var ég allavega á leiðinni... það get ég verið viss um. En meiri vissu hef ég um að ég var með bjór í annarri og sígó í hinni. Nú er ég með vatnsglas.
Núna er betra.
:) Skemmtið ykkur...

föstudagur, október 07, 2005
Já Svala. Bara svo þú hafði eitthvað að gera í vinnunni :)
Sit heima. Búið að klæða mig og barnið í útifötin en ég nenni ekki út. Verð samt eiginlega að fara út því ég þarf að fara í búð. Mér finnst samt gjörsamlega óþolandi að það sé engin Bónus búð í nágrenninu. Það er annað hvort að fara á Laugaveg eða út á Seltjarnarnes. Hvurslags rugl er það eiginlega?!!? Ég hefði nú haldið að námsmenn þyrftu Bónus í nágrennið en nei, hér er bara 10-11. Ekki þykir mér undarlegt að allir námsmenn lepji dauðann úr skel ef þeir neyðast til að verlsa í 10-11. Um daginn varð ég að fara þangað þar sem ég hélt að ég væri orðin bleiulaus, keypti pakka með 36 bleium á 1100kr. Daginn eftir kom mamma í heimsókn með kassa sem innihélt 3 x 54 bleiur sem hún hafði keypt í Bónus á 2000kr!!!! Þetta finnst mér rosalegt. Já, svona er ég nú orðin mikil húsmóðir.
Setti drenginn í fína Moby wrapið og þar svaf hann eins og engill eins og myndirnar sýna. Gott að hafa hann þarna þegar maður þarf að hafa hendurnar lausar.
Af einhverjum fáránlegum ástæðum vilja myndirnar ekki var hlið við hlið... en jæja tækni smækni.
Ætla að hunskast út áður en ég svitna og fæ kvef af því að vera of vel klædd inni ;)
Þangað til næst ...