föstudagur, október 07, 2005




Já Svala. Bara svo þú hafði eitthvað að gera í vinnunni :)
Sit heima. Búið að klæða mig og barnið í útifötin en ég nenni ekki út. Verð samt eiginlega að fara út því ég þarf að fara í búð. Mér finnst samt gjörsamlega óþolandi að það sé engin Bónus búð í nágrenninu. Það er annað hvort að fara á Laugaveg eða út á Seltjarnarnes. Hvurslags rugl er það eiginlega?!!? Ég hefði nú haldið að námsmenn þyrftu Bónus í nágrennið en nei, hér er bara 10-11. Ekki þykir mér undarlegt að allir námsmenn lepji dauðann úr skel ef þeir neyðast til að verlsa í 10-11. Um daginn varð ég að fara þangað þar sem ég hélt að ég væri orðin bleiulaus, keypti pakka með 36 bleium á 1100kr. Daginn eftir kom mamma í heimsókn með kassa sem innihélt 3 x 54 bleiur sem hún hafði keypt í Bónus á 2000kr!!!! Þetta finnst mér rosalegt. Já, svona er ég nú orðin mikil húsmóðir.
Setti drenginn í fína Moby wrapið og þar svaf hann eins og engill eins og myndirnar sýna. Gott að hafa hann þarna þegar maður þarf að hafa hendurnar lausar.
Af einhverjum fáránlegum ástæðum vilja myndirnar ekki var hlið við hlið... en jæja tækni smækni.
Ætla að hunskast út áður en ég svitna og fæ kvef af því að vera of vel klædd inni ;)
Þangað til næst ...

Engin ummæli: