mánudagur, október 24, 2005

Urg..
Tölvan mín er í algjöru rugli. Ég get ekki gert neitt í henn nema farið á netið. Í augnablikinu kemst ég ekki einu sinni inná msn. Þeas ég get ekki opnað msnið frekar en nokkuð annað forrit í tölvunni.
Held ég komist ekki hjá því að fara með tölvuna í viðgerð á morgun. Jæja það verður allvega gaman að fá hana til baka hreina og fína :)
Ætli það sé vírus að reyna að drepa tölvuna? ahh.. þarna komst ég á msn.
Ég fékk eitthvað tiltektar/skipulagskast áðan og ég getit ekki hætt. Það eina sem stoppar mig núna er að maður má víst ekki negla í veggi á nóttunni.
Ég tók mig meira að segja til og lagði stóra veggteppið í bleyti í baðið. Er búin að skipta 2x um vatn því vatnið varð hryllingur eftir að teppið hafði legið í því í svona 3sek. Hef einhvern vegin aldrei haft rænu á að þrífa teppið. Oj bara hvað það hlýtur að vera skítugt. Það hékk á veggnum í Frostaskjólinu í 4 ár!!!!
Þa'ð verður allavega gaman að sjá hvernig það verður á litinn þegar það kemur uppúr baðinu á morgun. Ég er nebbla að hugsa um að hengja það á vegginn hér, það er eitthvað svo tómlegt hérna. Held að ekkert geti fyllt uppí svona tóma veggi nema þetta stóra teppi.
Jæja nú er ég búin að jarma nóg um þetta teppi.
Góða nótt.

Engin ummæli: