mánudagur, október 10, 2005

Veturinn virðist vera komin. Af því tilefni ákvað ég að gera mér ferð í Ellingsen í dag. Keypti mér föðurland þar og föðurlandspeysu úr ull. Peysan er með kraga. Í þessu innanundir get ég staðið keik úti í hvaða veðri sem er. Ég kíkti svo í heimsókn til Drífu og co og fór í föðurlöndin innan undir áður en ég arkaði af stað heim. Ég sver það að það var hlýrra úti þegar ég labbaði heim klukkan 21 heldur en í hádeginu þegar ég fór út :)
Keypti líka varmasokka fyrst ég var að þessu. Núna er miklu skemmtilegra að fara út. Nú vantar mig bara almennilega úlpu eða hlýjan jakka... já og húfu. Húfan sem ég notast við er svo ljót að ég lít út eins og afdalabóndi sem á engan spegil. Ég þori bara að vera með hana þegar það er hryllilega kalt eða þegar það er komið kvöld. Það getur verið næsta mission, að finna húfu.
Merkilegt hvað það er hægt að finna sér mikið að gera. Á hverjum degi fer ég út með fullt af verkefnum, sinni svona einu og fresta hinu svo til morguns.
Á morgun er ég með eitt mission : klára að skrifa bréfið, skrifa myndir á disk og fara með þetta í póst.
Skyldi það takast?

Engin ummæli: