mánudagur, desember 27, 2004

Hjördís heimtar meira slúður...
Það er af svo miklu að taka að maður bara veit ekkert hvar á að byrja. Humm.. Sumt er samt svo djúsí að það er ekki hæft til birtingar á alnetinu.
Sá Kiefer Sutherland. Æsispennadi

miðvikudagur, desember 22, 2004

jamm og jæja.
ég er víst byrjuð í nýrri vinnu. Mér finnst sú vinna alveg hundleiðinleg verð ég að segja. Ég er að vinna frá 8-17 og það má ekki reykja í vinnuni!!! Ég get nú alls ekki sagt að ég sé mjög hress með það. Læt mig nú samt hafa það þar sem ég ætla bara að vera í þessari vinnu í tvær vikur. Veit samt ekki alveg hvað ég mun gera eftir það ... en ég mun finna e-ð, er meira að segja búin að fara í tvö viðtöl og ætla að sækja um á einum stað í fyrramálið. Ég er eiginlega alveg viss um að ég á eftir að enda með að vera með alltof mikla vinnu. Bla bla bla djöfull er þetta leiðinlegt.
Það kom eitthvað undarlegt upp í mér þessa helgina og ég nennti hreinlega ekkert að vera á barnum. Sat bara heima og dofnaði upp.
Þessir heilögu eru alltí einu ekkert svo heilagir lengur. Því fleiri bjórar því minni heilagleiki, það gerir dæmið samt bara skemmtilegra.
Helga gerir góða kókossúpu

föstudagur, desember 17, 2004

svona er nú stundum gaman að vera ég!!!


Þessi kisa er ótrúlega sæt. Það er engum vöfflum að fletta með það :)
shitt, fokk ... ég á engan pening !!!

þriðjudagur, desember 14, 2004

Ég ætla að vera sammála Soffíu. Ég er algjörlega á móti því að sýna fótbolta á skjá einum á nóttunni. Það er mjög leiðinlegt.
Annars hef ég það bara fínt. Sama verður ekki sagt um sjálfið mitt sem þykist vera í skóla. Það sjálf er í rjúkandi rúst. En jæja ... maður verður að klára það sem maður byrjar á.
Ég komst líka að því að það er betra að laga planið að mér heldur en að laga mig að planinu. Þannig að ég bjó bara til nýtt plan sem ég get fullkomnlega staðið við án þess að leggja neitt á mig sem mér finnst leiðinlegt. Já það þykir mér notalegt.
Annars hef ég það mjög notalegt núna. Mér er dálítið kalt á puttunum en það er nú ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég er með kaffi, sígó, tölvu og góða tónlist.
Njóti þessa alls. Ekki gleyma...

sunnudagur, desember 12, 2004

Stundum, eiginlega oft, er gaman að vera til. Það er gaman núna.

föstudagur, desember 10, 2004

hmmmm....
Hvað getur maður svo sem sagt?

föstudagur, desember 03, 2004

Hmpf.
Jæja, ætti ég að byrja á þessu núna? Nei, fyrst þarf ég að hella uppá kaffi, drekka kaffið, reykja eina sígó og kannski pissa.
Ok, búin að þessu öllu, best að setjast niður og byrja... Nei það er ekki alveg nógu gott karma í herberginu. Kannski það sé best að ryksuga aðeins. Já það er góð hugmynd. Fyrst ég er byrjuð að ryksuga þá er eins gott að þrífa eldhúsið líka. Já kannski þarf líka að þurrka af, vökva blómin, skreyta fyrir jólin. Hmmm... er leiðarljós að byrja? Já, ég horfi á það og byrja svo.
Leiðarljós búið, nú er ég svöng. Langar ekki í ristað brauð. Kannski er góð hugmynd núna að elda góða matinn sem ég eldaði ekki þegar ég átti afmæli. Það tekur bara smá stund, já geri það.
3 tímum síðar. Æji nú er ég svo södd að ég get ekkert byrjað á þessu strax. Horfi á einn þátt í tv og byrja svo. Já, það er besta hugmyndin.
Nokkru síðar. Æji, klukkan er orðin svo margt að dagurinn er eiginlega búin. Kannski ég fái mér einn bjór, get hvort sem er ekki byrjað á þessu í dag, tekur sig ekkert að byrja svona seint.
Já, ég læri á morgun.
Batnandi mönnum er best að lifa, er það ekki?

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ég þekki of mikið af skemmtilegu fólki.
Málið er að ég þarf að læra og gera sitthvað sem krefst þess að ég sitji ein einhvers staðar og hugsi mitt mál. Það virðist vera óskaplega erfitt í kringum allt þetta yndislega fólk. Sjálfsagi. *hóst*
Ég vil nota tækifærið og þakka færeyingum fyrir að vera svona skemmtilegir. Yndislegra fólk er vanfundið. Ég fór á mjög skemmtilega útgáfutónleika hjá Eivöru á sunnudaginn. Eftir tónleikanna var líka gaman. Ég stóð uppi á stól. Ég horfði á fólk syngja blús. Ég dansaði og skemmti mér í alla staði konunglega. Mér sýndist hinir gera það líka.
Í morgun leið mér eins og heilinn á mér væri ein lítil baun umlukin svörtu skýi. Núna er baunin óðum að stækka og hver veit nema ég verði búin að ná fyrri virkni áður en langt um líður.
Njótið.
p.s. Föstudagur = thíhí!

föstudagur, nóvember 26, 2004

Föstudagur.
Jamm og já þá er komin helgi enn einu sinni. Hvað skyldi maður nú gera mikla vitleys um þessa helgi?? jah, maður spyr sig. Takmarkið er að vinna í kvöld, ætla meira að segja að reyna að halda mig á hinni merku mottu. Á morgun er takmarkið að gera ekki neitt nema læra. Ég ætla rétt að vona að ég muni standa við þessu merku plön. Æji ég veit ekki....
Stundum er bara svo óskaplega leiðinlegt að sitja ein heima eða að heiman og læra. Jafnvel þó að efnið sé skemmtilegt.
Mig langar að hitta ykkur hin í óminninu. Hunskist nú út í lífið og veitið mér þá skemmtun sem mér er nauðsynlegt að fá til að lifa af á þessum síðustu og verstu tímum.
Eða bara étið það sem úti frýs.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ái
Ég heiti Marta og mér er illt í hálsinum. Ég er með svo undarlega hálsbólgu að ég er orðin pínu hrædd við hana. Er búin að upphugsa alls kyns sjúkdóma sem ég gæti mögulega verið með. Ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og panta tíma hjá lækni á morgun. Núna bíð ég spennt eftir að morgundagurinn renni upp og ég fái bót meina minna.
Vann í gær. Dundaði mér í smástund við að skoða óskilamuni. Ég fann: gallabuxur, boli, peysur, hlíraboli, debetkort, síma og að sjálfsögðu húfur, vettlinga og sjöl. Mér finnst dálítið gaman að sjá hvað fólk skilur eftir.
Því miður fann ég hvorki fjólubláa húfu né debetkortið sem mig langaði að finna.
jæja... njótið lífsins kæra fólk.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Maður uppsker víst eins og maður sáir.
Tíminn sem fer í að hugsa hvað betur mátti fara er heldur mikill. Ég ríf í hár mitt og eyru (er ekki með skegg) og er alltaf svöng. Mér finnst dáldið eins og kaffi sé lausn allra vandamála. Bara einn bolla í viðbót.
Vitneskja: þvagrás kvenna 4cm á lengd og 6 mm á breidd. Þvagrás karla um 20 cm.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Það var nú bara gaman. Að sjálfsögðu var gaman á fimmtudag. Vorum heillengi á Priki að fagna því að prófið drap okkur ekki. Fös var heim í vidjóglápi. Gott að vakna snemma og hress á laugardagsmorgni. Við Birta fórum á Jagúar tónleika. Það var gaman. Við keyptum diskinn og fengum hann áritaðan til Birtu bestu. Mjög ánægulegt, bæði fyrir mig og barnið.
Vann á laugardagskvöld. Sá fullt af fólki. Sá suma í úbersleik, suma fara glaða út með félagsskap í annarri og bros í hinni. Sá fólk dansa uppi á borðum og stólum. Svo leið tíminn, barinn lokaði og allt var búið. Þá sá ég tvöfalt og fór heim.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

chatterbox
Congratulations! You're Mr. Chatterbox!


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla

Þetta er hægt að gera á meðan maður er að læra. Held meira að segja að það verði spurt úr svona könnunum í prófinu á morgun ;)
Undarleg þessi þreyta sem virðist alltaf koma um leið og ég fer að lesa skólabækur. Nú sit ég á bókhlöðu og mig syfjar meira og meira með hverri blaðsíðunni sem ég les. Mig langar í kaffi en það á ekki eftir að bæta neitt þar sem ég er búin að drekka marga marga bolla af þeim ólukkans vökva í dag. Ég ætti kannski að drekka Magic?!!? Já! það er fín hugmynd, ef ég trúi því þá virkar það.
ætla að hlaupa niður og fjárfesta í einni dós

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Mig langar pínulítið að fara að gráta yfir því að ég á afmæli og ég get ekki gert mér neinn dagamun. Mér finnst það leiðinlegt. Í augnablikinu er ég MJÖG súr yfir þessu. Mig langar heim og gera mér e-ð gott og láta mér líða eins og ég eigi afmæli. Ég veit alveg að ég get gert e-ð sniðugt á fimmtudaginn en það er ekkert eins.... þá á ég ekkert afmæli.
Helvítis skóli með slæmar tímasetningar!
Í dag á ég afmæli!!! Mikið er það nú skemmtilegt :) Líkami minn virðist ætla að bregðast ágætlega við aldrinum, hef ekkert hrörnað að ráði í nótt.
Afmælið er haldið hátíðlegt hér á bókhlöðunni. Merkilega gaman að eiga afmæli hér. Hér er alltaf svo mikið líf og fjör...
Heilsufélagsfræði er víst skemmtileg!

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég er búin að vera í skónum síðan klukkan 7 í morgun. Nú er tími til komin að reima frá. Það er betra. Smá loft.
Annars er ég búin að vera á bókhlöðu þjóðar vorrar heillengi og hef meira að seja verið að læra svotil allann tímann. Það er gott. En nú líður senn að því að ég þurfi að koma mér héðan út til að skunda í afmæli til hennar Helgu sem fagnar 29 ára áfanga í dag. Til hamingju með daginn Helga og megir þú lengi lifa, húrra, húrra, húrraaaaa!!!!

sunnudagur, nóvember 14, 2004

helgin búin.
Það var voðalega gaman í gær fannst mér. Núna er komin sunnudagur og mér líður vel. Komin uppá Skaga og ætla að vera hér að borða þangað til .... jah hver veit, kannski get ég borðað endalaust.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Ég á nýja skó!!!! Sagði söguna af nýju skónum svo oft í gær að ég er eiginlega komin með leið á henni og þar með hefur sagan misst skemmtanagildi sitt. Ekkert gaman að hlusta á mig segja sögu sem ég er komin með leið á. Í stuttu máli fékk ég nýja skó sem eru ótrúlega flottir. Ég gat meira að segja skilað gömlum skóm sem komið hafði í ljós að voru gallaðir og fyrir þá fékk ég 5000 kr innleggsnótu svo gaf mamma mér rest uppí stórkostlega strigaskó sem kostuðu 10 þús. Ég elska nýja skó. Það er ótrúlegt hvers konar lífsfyllingu nýjir og flottir skór gefa manni. Ennþá betra er að skórnir eru converse, háir og uppreimaðir, svartir með rauðum saumi og úr rúskinni. Alveg hreint rosalega flottir segi ég nú bara.
Barinn í gær. Var reyndar að vinna en það var bara fínt. Alveg fullt af fólki og fleir skemmtilegir en leiðinlegir. Ég ætla samt að segja ykkur frá leiðinlega fólkinu.
Marta: "jæja kæra fólk nú er búið að loka. Mér þætti vænt um að þið færuð svona að undirbúa heimferð."
Fólk:"en við ætlum að klára bjórinn, við erum búin að kaupa bjór og við eigum rétt á að klára hann. Við skulum fara út þegar allir hinir fara út:"
Marta:" nei,nei svoleiðis virkar það ekki. Þið verðið að fara að drífa ykkur."
Ég fer og geri e-ð annað. Korteri síðar, klukkan orðin hálf 2(þess má geta fyrir ykkur sem ekki vitið að barinn lokar klukkan 1)
Marta: "jæja...."
Fólk:"Sko við erum búin að kaupa bjór.... "
Marta:"já þið getið fengiði plastglas"
Fólk:"nei, við höfum rétt á að drekka bjórinn bla bla bla"
þau byrja að tala útum endarþarminn á sér.
Marta: "það væri allavega rosa fínt ef þið gætuð staðið upp svo ég geti haldið áfram að vinna"
Fólk: "það er ekki möguleiki"
Svo varð þetta nú ekki mikið meira en þau fóru út að lokum eftir mikið japl, jaml og fiður.
En ég var kurteis. Það er alltaf gott.
En allavega... í galli er kólesteról og galllitarefni.
Snjórinn er komin.
lifið í lukku en ekki í krukku :)


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Fór í göngutúr í morgun með barnið og hundinn.
Skemmst frá því að segja að við röltum niður skólavörðustíg í makindum. Ég, 7 ára gamalt barnið og hundurinn. Þegar við löbbuðum fram hjá búð nokkurri á leiðinni sá ég hvar Birgitta Haukdal stóð fyrir innan gluggann Ég sagði barninu að líta inn um gluggann. Barnið gerði það og andlitið gjörsamlega datt af henni. Það kom einn mesti undrunarsvipur sem ég hef séð og svo hvíslaði hún:" Marta, þetta er Birgitta Haukdal". Ég jánkaði því og svo héldum við áfram að labba. En eftir smástund kom Birgitta út úr búðinn og gekk í smá stund nokkrum skrefum fyrir aftan okkur. Blessað barnið vissi ekki hvert hún átti að snúa sér, hún gat ekki einu sinni talað á meðan á þessu stóð. Hún labbaði bara áfram stíf og strokin. Við fórum svo á Prikið og þegar barnið sá mömmu sína stóðst hún ekki mátið heldur hljóp inn hálf-grátandi og sagði:"mamma mín, mamma mín, mamma mín. Veistu hvað ég sá?!?!?!!?".


laugardagur, nóvember 06, 2004

Gamla góða eða...
Ég er að vinna. Vinna í gömlu góðu vinnunni. Með hressa og félagslynda fólkinu í seli sem kennt er við jökla. Vinna í gær og í dag, allir veikir og bráðvantaði aukavakt. Svo sem fínt að vinna svo að helv.. innheimtumaður ríkissjóðs geti hirt af mér það sem ég var talin skulda í skatt. Æji ... peningar smeningar, tal um peninga finnst mér niðurdrepandi. Niðurdrepandi og leiðinlegt. Kannski smá hallærislegt, ekki get ég verið þekkt fyrir að tala um e-ð sem er ekki hip og kúl. Ég er hip og kúl. Hálf tími þangað til ég verði búin hér. Einn og hálfur tími þangað til ég fer í hurða-vinnuna mína. Samt er ég manneskja sem er á námslánum og vinn ekki.
Fór út í gær. Yfirgaf barinn svona 3x með þeim orðum að nú væri ég farin heim. Það gekk einhvern vegin ekki upp. Ég komst ekki svo langt að fara heim fyrr en ég hljóp út klukkan 5 og náði leigubíl og fór heim áður en heilanum gafst tími til að skipta um skoðun. Það var hundleiðinlegt úti. Hitti samt Leif, það bjargaði heilmiklu.
Jæja er að spá í að greiða mér eða bara bora í nefið þangað til strætó kemur og ég þarf að hlaupa....
Sjáumst vonandi í kvöld

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þjóðarbókhlaðan. Klukkan er 17:10. Það segir mér að ég hef einn klukkutíma (60 mín) og 50 mín til viðbótar til að fanga vitneskju uppúr sérlega áhugaverðum skólabókum mínum.
Er samt alveg viss um að heili minn getur ekki tekið á móti nýrri vitneskju fyrr en ég er búin að innbyrða eins og eitt plastmál af drullupollalituðu skólpi sem kennt er við kaffi og er selt á okurprís á kaffistofu hússins. Kannski ég fái mér sígó með, svona til að hressa andann.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Tími í sálfræði.
Hugsið um hvað sem þið viljið í eina mínútu. Allar hugsanir eru leyfðar nema hugsanir sem snúast um bláan ísbjörn. Ekki hugsa um bláan ísbjörn.
Marta hugsar:" hmmm.. hvað á ég að hugsa um?? Barinn? Já það er fínt, fólk á barnum. Hver er þarna að kíkja á mig, andskotans þarna er blái ísbjörninn kominn. Ok,. hugsa um e-ð annað, Mývatn, þar er sól og gott veður. Þar er sumar. Hvur andskotinn!! Þarna kemur blái ísbjörninn uppúr vatniu og fær sér flugu".
Hressandi sálfræðitími.

Helgin var öðruvísi. Fór ekkert út. Sat heima og horfði á sjónvarpið þar til sófinn vaggaði mér í svefn. Það var óskaplega notalegt.
Í gær byrjaði ég daginn á Prikinu í góðum félagsskap. Ég hitti svo systkini mín og fór með þeim í leikhús, við sáum "hinn almáttuga". Það var skemmtilegt. Geimverur sem deyja ef þær fá mr. propper á sig. Amerísktir trúboðar. 11 ára strákur og gelgjuleg stóra systir. Já, mér fannst gaman og börnunum fannst ennþá skemmtilegra.
Eyddi svo kvöldinu í að dæla bjór , þurrka af og brjóta saman kassa á litlum bar á Klapparstíg. Skemmtilegt fólk kom og sá mér fyrir góðum félagsskap. Ein stelpa sat á barnum og veitti mér félagskap mjög lengi. Hver skildi það nú hafa verið?!? Jah, for my to kvow and you to find out !
Frétti í gær að það hefði verið sofandi kona á sirkus þegar skúiringarfólkið mætti á sunnudagsm0rgun. Kom í vinnuna í gær og hitti ungan vinnufélaga minn og fór að segja honum þessa sögu. Hann greip snarlega fram í fyrir mér og sagði: "nei, þetta var ekki kona þetta var ég!!". Þá hafði manngreyið farið á klósettið uppi og fundið þar fyrir skyndilegri þreytu sem hann gat með engu móti ráðið við svo hann brá á það ráð að leggja sig á klósettinu. Maðurinn vaknaði svo einhverjum tímum síðar og fannst eitthvað undarlegt andrúmsloft. Sér til mikillar skelfingar komst hann að því að það var búið að loka og allir farnir. Ekki nóg með það heldur var líka allt lokað og læst. Hann gerði hið eina sem var skynsamlegt í stöðunni, færði sig í sófa, fann sér peysu til að ylja sér, lagðist niður og hélt áfram að sofa. Vissi svo ekki fyrr en skúringarkonan kom og tók hann í misgripum fyrir konu. Þess má geta að drengurinn er ekki skegglaus með öllu. Góð saga finnst mér. Fegin er ég samt að vera ekki í aðalhlutverki.
Jamm og já, kannski er sniðugt að fara að hlusta á kennarann. Hann gæti verið að segja e-ð af viti. Eitthvað sem ég má alls ekki missa af!
Yfir - Grip!

laugardagur, október 30, 2004

jahérna hér!!
Ótrúlegt en satt þá sit ég á bókhlöðu þjóðar vorrar og rembist eins og rjúpan við staurinn við að læra lífefnafræði. Var meira að segja komin hingað fyrir 12!!!! Ég vil minna ykkur, kæru lesendur, á að það er laugardagur og ég heiti Marta. Mér tókst ætlunarverk mitt í gær, ég kíkti út. Já rétt kíkti og fór svo heim fyrir 2!!!! mér finnst þetta alveg stórmerkilegur árangur. Mér fannst alveg ótrúlegt að það var ennþá dagskrá í sjónvarpinu þegar ég kom heim. En mikið er nú gott að vakna hress og vera með um það bil jafnmargar virkar frumur í kollinum í dag og í gær. já já...
Ég er samt með hálsbólgu, ætli það sé útaf því að ég drakk ekki nógu mikið áfengi í gær til að drepa sýklana sem eru í hálsinum?? kannski hálsinn á mér sé orðin vanur því að fá e-ð sterkt á föstudögum til að drepa uppsafnaða sýkla vikunnar. Jah, maður spyr sig.
En jæja best að halda þessu áfram.

fimmtudagur, október 28, 2004

Það er alveg ótrúlegt hvað það er hressandi og skemmtilegt þetta líf. Ástin blómstrar í hverju horni og allir eru hamingjusamir og brosandi! Eða eitthvað svoleiðis, kannski er allt öfugt og vitlaust.
Mér svona sýnist það.
Alveg finnst mér það vera ótrúlegt hvað fólk getur komið manni á óvart, bæði og góðan og slæman hátt.
Það er vont að vera vonsvikin.
Fyrir ykkur mun ég vaða eld og brennistein.

mánudagur, október 25, 2004

Jæja...
Nú hefst raunveruleikinn aftur. Hann skellur á mig með fullum krafti í dag. Airwaves er búið. Ég er með dálítinn lopa í höfðinu og kroppurinn er aumur eftir erfiða helgi. Nú verður samt tekið á þessu öllu af krafti. Úff.....

gaman að læra um anoraxíu og svoleiðis hluti. Kannski gaman sé ekki rétta orðið, frekar spennandi. En nú erum við að þræta um hvort spice girls voru mjóar eða ekki.
Það er nú bara gott að vera komin aftur í skólann. Nú er stefnan tekin á að vera hér þangað til jólin koma.
Vantar nýtt dót.

þriðjudagur, október 19, 2004

æji þetta er allt saman hálf ömurlegt.
Ég nenni ekki að læra. Ég er ekki í vinnu, nema stundum, og hvað hef ég þá annað að gera en að læra?!? Búin að skoða allt sem ég gæti skoðað á netinu. Allavega allt sem mér dettur í hug að fara að skoða. Er búin að taka lífefnafræðibókina uppúr töskunni en mér verður bara illt af því að horfa á hana. Ég er búin að vera mjög löt við að læra og er komin með samviskubit. Það er ömurlegt, samt nenni ég ekki að læra til að losna við samviskubitið því ég veit að ég þarf að læra svo mikið til að allt verði í lagi.
Svo eru airwaves um helgina og ég ætla að fara á marga tónleika og líka vinna. Þá er enginn tími til að læra. Allt bara frekar ömurlegt.
Hef ekki séð neitt merkilegt síðan á föstudaginn. Það er líka ömurlegt.
Það er kalt úti. Það er líka rok. Arg og garg!!!! ég leyfi mér að blóta, helvítis djöfulsins vesen er þetta allt saman. Stundum væri svo gott að fljóta bara með og gera ekkert í þessu.
Ég á engan andskotans pening, kannski það sé rótin að þessu öllu saman.
Ok nú verð ég að gera e-ð í þessu.
Ég get verið glöð yfir því að það er ekki rigning.
Ég get verið glöð yfir því að ég á armband á airwaves.
Ég get verið glöð yfir því að það verður vonandi ekki svona kalt alltaf.
Ég get verið glöð yfir því að ég er í hlýrri flíspeysu með stórum kraga.
Ég get verið glöð yfir því að einu sinni gaf þorgerður mér peysuna.
Ég get náttúrulega haldið áfram að vera glöð yfir jakkanum.
hmmmm.... hvað meira
Ég get verið glöð yfir að þurfa ekki að labba í hálftíma til að komast heim.
Glöð yfir því að vera ekki að vinna úti núna.
glöð yfir góðum vinum og fjölskyldu.
Svo verð ég bara að koma á friði í heiminum og sjá til þess að allir hafi í sig og á. Þá verður allt betra.
og hana nú!!!

mánudagur, október 18, 2004

Ég er í skólanum.
Mig langar út. Nei, kannski ekki út en mig langar út úr þessari skólastofu(bíósal) . Mig langar að sitja einhvers staðar og drekka kaffi eða kakó með rjóma. Gott útsýni mundi ekkert skemma fyrir.
Naut með eindæmum góðs útsýnis á fimmtudaginn. MJÖG fínt. Síðan hefur það ......
æji bla bla bla... Nenni ekki að tala um þetta.
Njóta á meðan varir.
Ský.
Missti mig aðeins á föstudaginn. Fór langt fram úr sjálfri mér. Minnið er meira að segja hálf stopult. Mér finnst það ógeðslegt og leiðinlegt. Enda var ég mjög óhress á laugardaginn. Var í vinnu og var alls ekki hress. Kannski ég ætti bara að segja að ég hafi verið frekar óhress eða kannski mjög. Þetta er nú aldeilis hressilegt og skemmtilegt.

Kuldinn er bara hressandi. Mér finnst hann betri en rigning á hlið. Svolítið erfitt að ganga á móti vindi samt. Komin með ástæðu til að vera í ullarsokkum daginn út og daginn inn. Það er gott.
Ég er andlaus. Mig langar að góna meira.

þriðjudagur, október 12, 2004

Ég kem sjálfri mér á óvart.
Nú er samt komið nóg, farin út í ferska loftið.

mánudagur, október 11, 2004

Jakkinn
Veit ekki hvort ég var nokkurn tíma búin að deila með ykkur hvað ég á yndislegan jakka. Ég fékk lánaðan jakka um daginn. Gamlan, bláan leðurjakka. Ótrúlega flottan. Síðan eru liðnir þónokkuð margir dagar. Jakkinn verður alltaf fallegri og fallegri. Nú er svo komið að ég á í ástarsamband við jakkann. Hann hefur allt sem þarf. Hann er flottur, þægilegur og passar fullkomnlega. Hann er líka hlýr og bara allt. Hann hefur allt sem góður jakki þarf að hafa. Góðir vasar prýða hann. Það er jafnvel svo að mér finnst ekki hægt að lýsa því hvað þessi jakki er góður og frábær og yndislegur. Hann gerir allt betra.
Mér finnst gaman að tala um jakkan með miklum eldmóði. Sá eldmóður skilar sér ekki nógu vel í orð.
Ætli það sé til of mikils ætlast að vilja hitta manneskju sem toppar jakkann?

föstudagur, október 08, 2004

Fékk dömubindi sent í pósti!!!!! kynnning frá always ultra... ég get ekki annað sagt en að mér hafi fundist ógeðslegt að opna einhver bækling og þar var bara álímt eitt dömubindi Það leit einhvern vegin út fyrir að vera í notkun. Ég vil hafa þetta almennilega pakkað inn ef það þarf endilega að plata mann til að setja sveppasýkingavaldandi gerviefna ógeðis hrylling innan í nærbuxurnar einu sinni í mánuði !!!!
ÉG ER ALFARIÐ Á MÓTI ÞESSU!!!!!!
harmaklám í öllum hornum.
Lægð yfir landinu og kuldi á miðunum. Það er þó að birta sums staðar. Sumir hafa gott skyggni aðrir alls ekkert. Já, já þetta er nú spennandi tímar sem við lifum á.

Mig er farið að langa til að kveikja í háskólabíó. Kannski ekki alveg kveikja í því en mig langar í aðra stofu. Alla virka daga nema fimmtudaga sit ég hér í sal 3 frá kl 12:45 til 16:30 í sama sætinu. Mig langar allaveg ekki í bíó hér, ég get ekki ímyndað mér að kaupa mér miða á einhverja góða mynd og svo bara stendur á miðanum: "salur 3" ég hugsa að það mundi fara illa með geðheilsuna og kannski annars góða bíómynd.

Er ekki frá því að sæti strákurinn sé ekki lengur sætur. Sem er helvíti merkilegt þar sem sætleiki hans hefur haldist nánast óbreyttur í langan tíma. Undarlegt!

Kolvetni eru aldehýð eða ketónar með mörgum hydroxýl hópum (-OH) eða efni sem mynda slíkar sameindir við vatnsrof
Æsispennandi!

þriðjudagur, október 05, 2004

Eymd og volæði.
Með hor í nefi, hóst í hálsi og almennt ógeð. Hvers á maður að gjalda??!? Mér er kalt. Ég hef engan tíma til að standa í þessu, ég vil vera skýr í kolli og anda djúpt án átaka. Það er víst ekki í boði í dag.
Ég get samt verið glöð yfir því að ég þarf ekki lengur að keyra Akranes-Reykjavík- Reykjavík -Akranes á hverjum degi.
Í gær var ég handviss um að lífi mínu væri að ljúka þegar ég keyrði Kollafjörðin í 44 m/sek og brjáluðum sandstormi. Sem betur fer er ég hér til að segja þessa sögu... já ég get víst verið glöð yfir því líka.

Var vakin fallega í morgun af 7 ára gömlum höndum sem komu og knúsuðu mig. Þá áttaði ég mig á að ég hef saknað Birtunnar.

Ætlar þetta rok aldrei að fara og feykja einhverjum öðrum en mér útí veður og vind?

sunnudagur, október 03, 2004

Sundum skil ég ekki.
Hvað segiru gott? Allt fínt.
Bar um helgi.
Fékk leiðindakomment úr mjög óvæntri og harðri átt. Varð aðeins fúl svo meira fúl og svo bara pissed, þá fór ég að öskra. Öskraði, leyfði fólki að skammast sín, hætti að vera fúl, fór heim, sofnaði, vaknaði í m0rgun aftur orðin fúl. Kannski frekar vonsvikin. Svekkt. Súr.

Dagurinn í gær var samt góður. Kaffihúsa/bar/billjard hangs allann daginn.
Æji kollurinn er tómur. Allt fast. Mórallinn er á hægri leið inní kollinn minn.

Ég sá ekki margar perlur eftir 2.


fimmtudagur, september 30, 2004

hér gerast undarlegir hlutir.
Það er þráðlaust net heima hjá mömmu. Við erum með 3 fartölvur núna. Við sitjum 4 inní sama herberginu og erum að tala saman á msn. Það er gjörsamlega útí hött en svo fyndið að ég get ekki hætt.
Ég ætlaði að hafa foreldaðar kjúklingabollur, pizzu og franskar í matinn. Allt saman beint úr frystikistunni. Þegar ég byrjaði að elda meintar kjúklingabollur gaus upp fiskilykt. Þetta eru fiskibollur. Nú bíðum við eftir kvöldmatnum sem eru fiskibollur, pizza og franskar, ekki má gleyma kokteilsósunni.

Ég er alfarið á móti þessu veðri.

miðvikudagur, september 29, 2004

verð að deila þessu.
Líffærafræðikennarinn var að stinga uppá því að e-r gaur sem er íslandsmeistari í vaxtarrækt eða e-u álíka kæmi og sýndi okkur vöðvana sína til að auðvelda okkur lærdóminn. Get ekki sagt annað en að mér finnst það vera ágætis hugmynd. :)
Barnapössunin.
Já já ég er að passa börn þessa viku. Blessuð börnin eru yndisleg. Þau eru ein heima þegar frá 7 á morgnanna til rúmlega 5 á daginn. Mér finnst þau ótrúlega duglega að geta það þar sem þau eru 6, 10 og 12 ára gömul. Í gær þegar ég kom heim voru Sigrún (10) og Patrekur (6) búin að búa um, sópa gólfin og taka úr uppþvottavélinni. Ég á ekki til eitt einasta orð mér finnst þau svo sæt og duglega að hjálpa systur sinni að hugsa um þetta stóra heimili. Unglingurinn sem er 16 ára, honum datt að sjálfsögðu ekki í hug að gera nokkurn skapaðan hlut nema borða allt sem að kjafti kom og hanga í tölvuleik.
Já þetta er skemmtilegt. Tíminn er byrjaður.

mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur
Þessi helgi fór öðruvísi en hún átti að fara. Hún fór eiginlega bara í vitleysu. Helvíti gaman samt sem áður. Vann á Sirk á föstudaginn. Það var fínt og skemmtilegt. Einungis einn gaur með vesen og hann var með MJÖG mikð vesen og réðst bara á fólk en þá kom Gulli súperman og bjargaði öllu. Henti gaurnum út og lagði hann fallega og á jörðina og hélt honum þar. Gulli fékk um það bil milljón plúsa fyrir þetta múv, ég er ekki frá því að hann geti hreinlega fl0gið. :)
Já þetta var fyndinn föstudagur. Eyddi öllu laugardeginum í mjög gáfulegt hangs heima hjá Helgu, Við ræddum lífsins gagn og nauðsynjar og komumst að því hvernig við gætum gert heiminn að betri stað ef fólk bara leyfði okkur að tala. *hóst*
Laugardagskvöldið var .... fórum á tónleika með Hjálmum, mér fannst alveg gaman en andinn kom ekki yfir mig. Gat einhvern vegin ekki dansað, allavega alls ekki í takt við eitt eða neitt þannig að ég sat bara á gólfinu og ruggaði hausnum.
Við Heiður stungum af og fórum á Sirkus. Við vissum að fólki mundi aldrei detta í hug að leita að okkur þar! Við brussuðums þar um og leyfðum bakkusi að hertaka hjarta okkar. Sátum upp, það kom einhver svíi og settist hjá okkur, við ákváðum að fá okkur skot og bjóða grey svíanum með okkur. Svo gat svíinn ekki klárað skotið. Var greinilega ekki fyrir svona sterkt vín. Við gátum alls ekki sætt okkur við það og spurðum hann hvort hann væri nokkuð kelling og aumingi fyrst hann gæti ekki drukkið eitt skot, og það svona aumingja skot eins og vodka beilís... aumingja maðurinn skammaðist sín bara og fór!!!!! Aumingja maðurinn hann hefur örugglega bara orðið hræddur við lætin í okkur.
Ég dansaði líka eins og vitlaus manneskja. Fór í eltingarleik í krigum tvo útlendinga. Eyddi hálftíma í að vera fúl yfir að vera að passa einhvern jakka fyrir Heiði en svo var hún horfin og ég fann ekki jakkann. Svo kom Heiður bara til baka í jakkanum!!! Ég hefði átt að passa hann soldið betur!!!
Þetta var samt helvíti skemmtilegt. Finnst samt eins og ég hafi verið með mikil læti og kannski dálítinn brussuskap. Mórallinn er ekki enn komin og mér finnst ólíklegt að hann láti sjá sig héðan af.
Fékk smá panik-kast á föstudaginn þegar mér tókst að læsa mig úti á Sirkus. Alltí einu hafði lykillinn bara beyglast og passaði ekki í skrána. Það var fullt af fólki í röð úti og líka fullt af fólki inni að reyna að komast út. Ég stóð úti í um það bil 10 mín að reyna að opna. Gekk sem betur fer að lokum þegar ég var alveg að missa það og var farin að sjá fyrir mér að ég þyrfti að klifra uppá þak til að komast inn. Eða að allir inni væru komnir með innilokunarkennd frá helvíti og byrjaðir að berja hvern annan.
Jæja já.. kannski ég ætti að fara að vinna upp slux helgarinn og gera e-ð !!!
nú er ég samt orðin foreldri 4 barna í viku á meðan foreldrar mínir skemmta sér á Krít. Það gæti verið smá vinna þar sem börnin hafa lítið að gera á daginn nema drasla til ein heima á meðan ég er í skóla en þau í verkfalli.
jæja læra núna ...

miðvikudagur, september 22, 2004

þriðjudagur, september 21, 2004

Ágætu gestir, núna vantar klukkuna fimmtán mínútur í sjö. Díng, díng, díng. Ég er alfarið á móti því að bókhlaða vorrar þjóðar loki klukkan 19:00. Ég er rétt byrjuð að læra og þá þarf ég að hlaupa út. Ef ég næ ekki þessu klásus þá verður það alfarið niðurskurði Háskóla Íslands að kenna. og hana nú!!!!
Annars sá ég mann í einni af tölvunum hér áðan, svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að maðurinn var með LATEX HANSKA!!!! og það á báðum höndum. Ætli lyklaborðin séu eitruð? Það er náttla ógeð að koma við lyklaborð sem aðrir eru búnir að nota!!! Nú er ég alltí einu komin með brennandi áhuga á því hvernig þessi maður fer að því að opna hurðir, skrúfa frá krana og hvað ætli hann geri ef hann þarf að fara á salernið á þessum volaða stað.....
thíhí.
farin út í rokið og kuldann, eins gott að ég er í flottasta jakka í geimi :)

mánudagur, september 20, 2004

Ég held að þvottavélin mín sé biluð. Allavega minnka gallabuxurnar mínar stöðugt. Til að vega á móti þessu ætla ég að drekka mikið kaffi í dag.
Fór í líkamsrækt í morgun. Það eykur allavega líkurnar á að ég eigi eftir að geta verið í buxunum og andað djúpt um leið. Að krossleggja fætur fer að verða fjarlægur draumur.
Helgin fór í sukk og svínarí. Nú er þetta komið gott. Framundan er lærdómur. Svo koma jól.

fimmtudagur, september 16, 2004

Það er erfitt hjá smáfuglunum núna....
æji... mér finnst erfitt að hugsa og erfitt að skrifa. Hún á svo bágt greyið. Þessi stelpa sem ég þekki sem á erfitt líf um þessar mundir. Það er erfitt að vera til þegar lífið er endalausar brekkur, þegar maður er þreyttur þá verða litlar brekkur stundum eins og fjöll.
Það er vont að geta ekkert gert. Ég get samt verið vinkona hennar og staðið mig í því.
Jæja...
Svona er víst lífið í öllum sínum fjölbreytileika.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ljóðakvöld. Grand Rokk. Gaman. Já. Fólk lesa ljóð fínt já. Marta drekka bjór gaman já. Marta líkamsrækt í morgun dugleg já. Marta alltaf mikið dugleg já. Marta kona já. Marta maður nei....
Múhahahahahahah... Langt síðan ég hef talað svona. thíhí...
Dagurinn er að verða búin og ég get ekki sagt að ég sé búin að liggja yfir bókunum í dag. En jæja, góðir hlutir gerast hægt sagði einhver. blehhh...
Óvæntur hittingur setti hlutina pínu úr skorðum. Veit ekki alveg hvort fiðrildin koma af tilhlökkun eða kvíða. En þau eru allaveg til staðar sem er gott. Alltaf gaman að fiðrildum. Þau koma samt við undarlegar aðstæður, aðstæður sem mig hefði aldrei grunað að mundu kalla fram fiðrildi. En tímarnir breytast og mennirnir með.
Það er svo gaman að tala loðið.
Það var allvega sól í gær þó það sé rigning í dag. Skitir ekki máli.
Ætli maður geti ekki bara reynt að hafa sólina í hjartanu, jú jú...
Stefnan tekin á kveðjubjór til heiðurs Þuríðar/Þuríði... Marta ekki nógu góð í íslensku. Allavega gott að hafa ástæðu.
Smartfríður kveður.....

mánudagur, september 13, 2004

við erum að tala um að viðhorf og væntingar til launa séu mismunandi milli kvenna og karla, konur meta laun ekki eins mikið og karlar sem heildarmat á því hvað er gott starf, allavega segja sumir það. Svo er líka um að ræða beina kynbundna mismunun.
Æsispennandi. Þetta er ég búin að hlusta á í 3 klukkutíma, bara með mismunandi orðalagi. Orðin dálítið þreytt og mig langar út. Nenni ekki, nenni ekki. Verst að ég sit í miðjunni og ekki nokkur leið til að komast út. Andskotanst djöfull.
Ég komst að því að ég á engan pening, skulda alltof mikið og mun ekki eiga pening það sem eftir er af mínu jarðneska lífi. Það er dáldið depressing tilhugsun.
Námslánin mín verða 60.000 á mánuði ....GRENJ!!!! 30.000 í leigu, 10.000 í e-ð helvítis lán. Það skilur eftir 20.000 í allt hitt. ÞAÐ ERU EKKI NÓGU MARGIR PENINGAR!!!!!!
92% frambjóðenda á listum einhvers staðar voru karlmenn....

Skapið er einhvern vegin ekki upp á sitt besta. Mig langar eiginlega að fara út og röfla í einhverjum sem nennir ekki að hlusta. En nennir samt að sitja og látast vera að hlusta.

Ég þarf líka að gera hreint. Búin að hafa mikið fyrir að fá það sem mig langar í en svo bara datt það burt.

Fer ekki tíminn að verða búinn.

Ljósið í myrkrinu er að Ómar kenndi mér efnafræði í gær og ég tel mig skilja allt miklu betur.
Ég var líka sæt í rauðu pilsi á laugardaginn. Allavega svona fram að 17 bjór.
Ósk eldar góða fiskisúpu.
Það var gaman að fá hluta af sveit í borg.
Ég komst á netið eftir klukkutíma af puði.
Ætla að drekkja sorgum mínum í kaffi á eftir.
Það er einum geitungnum færra í heiminum, þökk sé asintoni og Óskinni. Held samt að hann hafi náð að senda vinum sínum skilaboð, það kom allavega annar inn stuttu seinna.
Dreymdi skrítna kanínu sem hundur skar á háls.... Undarlegt.
Það er víst bannað að bölva sólinni. Einu sinni var maður sem bölvaði sólinni svo mikið að hann varð blindur.
Jæja þetta er að verða komið gott bara.
Hressilegt og fínt.
Bara 10 mín eftir, best að fara að setja sig i startholurnar og hlaupa svo út í lífið.
BLE!

miðvikudagur, september 08, 2004

árans, fjárans og skollans...
ég skrifaði hér mjög hressandi og skemmtilega færslu og hún hvarf. $%&#"$#"
Kannski er hægt að reyna að byrja aftur... en nú er ég ekkert hress lengur, hlutirnir eiga að ganga upp.
ehem
ok ég get nú ekki látið þetta ósagt! Í morgun klukkan 6 fór ég í líkamsrækt!!!! nánar tiltekið fór ég í fitness box, held ég. Ég sem sagt hamaðist og sprikalaði í klukkutíma. Ég er óendanlega stolt af þessu afreki mínu. Hún Heiða systir mín á heiðurinn af þessu, hún gabbaði mig með og sótti mig í morgun. Núna bíð ég bara þess að ég fái allra meina bót. Kroppurinn var farin að hóta öllu illu ef ég færi ekki að gera eitthvað í þessu.
Nú er stefnan tekin að fara aftur á föstudaginn. Býst fastlega við því að það takist, sjáum samt hvað ég segi þegar strengir fara að gera var við sig :)
Í augnablikinu er ég samt ennþá svona frekar fersk.
Nýtti ferskleikann í morgun til að hringja og kvarta yfir því að við fáum ekki helv... fréttablaðið. Er búin að einsetja mér að hringja í hverjum degi þangað til blaðið er farið að bíða eftir mér þegar ég fer á fætur á morgnanna. Allavega, hringdi um 8 í morgun og fékk símsvarann:"allir þjónustufulltrúar uppteknir, gjöriði svo vel að bíða" svo kom lag, alltí lagi með það en þegar það kom loksins hringingartónn þá kom önnur rödd sem sagði: "þjónustuverið er lokað, opnum aftur klukkan 9". Það er skemmst frá því að segja að ég missti næstum því vitið. Ákvað þá að það væri ekki hægt að losna við mig svona auðveldlega svo að ég hringdi og hringdi og hringdi þangað til það kom alvöru rödd í símann. Mér tókst meira að segja að nota kurteisistón meðan ég var að bera upp kvartanir mínar. Mér var einhvern tíma sagt að maður ætti ekki að drepa sendiboðann. Ég var svo ánægð með sjálfa mig að góða skapið sem þjónustuleysi fréttablaðsins var búið að hrekja burt kom hlaupandi til baka. Hér er ég ánægð og glöð og meira en til í að fara að lesa félagsfræði....
*andvarp*

þriðjudagur, september 07, 2004

jæja já!
Skólinn er bilun. Endalaus lærdómur bara. Ég hef samt verið þokkalega dugleg og geri litið annað en að læra. Það er ágætt.
Nú eru tvær mínútur eftir af pásunni.
Ferskleikinn umlykur mig og ég er farin að stunda það að fara að sofa um ellefu og er vöknuð klukkan 7, að sjálfsdáðum. Það finnst mér undarlegt. Mér finnst dáldið eins og ég sé ekki ég lengur heldur einhver heiðarleg ung kona. Það er samt gott að vera heiðarleg.
Kíkti aðeins út á laugardag og ætlaði aldeilis ekki að drekka neitt áfengi og vera bara heiðarlega konan sem ég er. Ég hélt það út til 3, þá ákvað ég að skella í mig einu tequila og þá varð ekki aftur snúið. Skemmti mér konunglega. Langt síðan ég hef stundað Reykvískt djamm. Hitti skemmtilegt fólk og ennþá skemmtilegra fólk.
Endirinn dáldið skringilegur, ehem...
Skollans!! Pásan er búin fyrir 4 mín síðan!!! helv...
Lífefnafræðin kallar ....

föstudagur, september 03, 2004

afskaplega óþægilegt!
kom aðeins of seint í tíma. Sem borgun fyrir það þarf ég að sitja á gólfinu. Trúið mér, gólfið í háskólabíó er alls ekki það besta sem ég hef setið á. Eftir tæpa 2 tíma er mér farið að líða eins og ég sé ekki með rass og enn síður með bak.
Við erum 3 sem sitjum hér á gólfinu. Anskotans, þarna losnaði eitt sæti en nei ég var ekki nógu fljót að hlaupa.
Í morgun fór ég að hitta Ernu. Fór í Kringluna til að hitta hana. Kringlan er ógæfustaður. Ég kom út rúmlega 10.000 kr fátækari og með tvö pör af skóm.
Hver segir svo að maður geti ekki lifað hátt á námslánum!
Jæja best að hvíla afturhluta líkamans fyrir næstu törn á gólfinu.

fimmtudagur, september 02, 2004

komin suður...
kom heim í gær í mesta drasl sem ég hef séð um ævina, mér féllust hendur svo ég fór bara aftur út og drekkti sorgum mínum í kaffi.
Skólinn er byrjaður og það er fínt, ég er búin að fá flestar bækurnar og sit núna og dáist að fegurð þeirra, sérstaklega þykir mér líffærafræðibókin vera falleg.
Við Svandís fórum akandi til Akureyrar eldsnemma í gærmorgun, tókum tvo nýja pajero jeppa og keyrðum um eins og þær prinsessur sem við erum.
Ég lét næstum því lífið í flugvélinni, flugfreyjan bjargaði mér og leyfði mér að fara í flugstjóraklefann og sitja þar það sem eftir lifði ferðar. Þá var ég alltí einu alltí lagi. Svona er heimurinn skrýtinn.
Annars er hálf undarlegt að vera komin í bæinn og vera byrjuð í skólanum. Það hlýtur að venjast fljótt,ég vona þó að ég nái að halda stressinu í skefjum og halda áfram að vera í sveitagírnum. Er samt strax byrjuð að hlaupa á eftir strætó.
Hef haldið vel við mín plön. Ætti að geta sent gömlum vini bréf eftir um það bil tvær vikur. Finnst eins og stóra skýið hafi verið tekið af hausnum og nú er bara að muna að halda sér við efnið.
Bráðm get ég munað allt!
Aumingjablogg.
Smartan biður að heilsa í bili, bless á meðan!

mánudagur, ágúst 30, 2004

smá ...
Fór í Öskju á föstudag, það var alveg stórkostlegt. Alveg ótrúlega skemmtilegt. Hálendið er frábær staður til að vera á. Labbaði slatta og skoðaði fullt. Synti um í Víti, ALLSBER!! það var MJÖG gaman!
..

Kom aftur til byggða á laugardag. Síðan er ég eiginlega ekki búin að gera neitt nema vinna og njóta síðustu daganna hér.

Fer suður á morgun ... í flugvél... shittt!!!!!
En Svandís kemur með mér svo að það verður alltí lagi, vona að hún sé góð í að halda í höndina á mér.

jæja best að fara að drekka bjór og njóta sveitarinnar á meðan það er hægt.

Það gerast ótrúlegir hlutir í sveitinni, hlutir sem ég ætti bágt með að sjá gerast í Reykjavík... En núna veit ég ekkert, held að enginn viti það.
yfir og út.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

sveitasögur.
hér kom ung kona í gær og sagðist heita Twiggy, hún leigði sér herbergi og svaf þar í nótt. Svo sem ekki í frásögu færandi. Hún kom í morgun í morgunmat um það bil einni mínútu eftir að morgunmat lauk en ég sá aumur á henni og færði henni á borðið allt sem hana vanhagaði um. Hún sat og dundaði sér við að borða meðan við hin biðum með óþreyju eftir að geta gengið frá almennilega þar sem það var von á um 200 manns í mat klukkutíma síðar. Jæja alltí lagi með það. Twiggy fer inní lobbý og spyr hvort það sé ekki í lagi að hún fái gest á herbergið sitt í ca klukkutíma. Jú,jú segir grandalaus lobbystarfsmaðurinn og eftir smástund kemur maður inn sem tekur í höndina á T. og segist heita James. Þau fara inní herbergi. Um klukkutíma síðar fara þau bæði út en þó hvort í sínu lagi. Þegar farið er að þrífa klósettin kemur í ljós að Twiggy hefur stungið af frá ógreiddum reikning og skilið lykilin eftir á klósettinu. Sagan segir að James hafi verið mjög fullnægður á svip þegar hann fór héðan út. Eftir miklar pælingar höfum við komist að þeirri niðurstöðu að T hótelið hefur verið notað sem vændishús. Verst þykir mér þó að stúlkan sá sér ekki einu sinni fært að greiða fyrir herbergið :)
Ég fór í sund seinnipartinn og það fyrsta sem ég sé er umrædd Twiggy að sóla sig á bekk í mestu makindum!!!!
Alveg stórmerkilegt. Nennti þó ekki að synda á eftir stúlkunni og rukka fyrir herbergið, hefði kannski átt að gera það og stinga peningunum í vasann.
Ég sver að innbyggður björgunarhringurinn minn er að stækka. Skil ekkert í þessu þar sem ég kann alveg að synda.
Skemmtilegt að það skuli enn vera sumar.
Finnst eins og eitthvað mjög skemmtilegt hljóti að fara að gerast.
út!!!

laugardagur, ágúst 21, 2004

thí hí :)
Þetta finnst mér dálítið fyndið. Í sveitinni gerast hlutir sem koma mér á óvart og rugla í öllu kerfinu. Það er samt bara skemmtilegt.
Staupaði fullt af viskí í gær....
*fliss*
ótrúlegt hvað eitt leiðir af öðru.
Í morgun fór ég á fætur, fann óléttupróf inni á klósetti. Það hlýtur að hafa verið hin, allavega var það ekki ég. Hvíslið hefur farin eins og eldur í sinu um sveitina. Það er eiginlega ekki lengur hvísl. En prófið var neikvætt svo það er ekkert spennandi að tala um það og sú sem á í hlut er farin.
Síðasta vígið í dalnum er fallið.
Sama hvað ég reyni þá næ ég ekki í berin, þau eru hvort eð er bara súr og vond.
Menningarnótt!
thí hí...
yfir og út.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Hér er ég.
Mikið er nú gott að vera í sveitinni. Ég vinn við að bera fram morgunmat. Það er ágætt. Eini gallinn er eiginlega að ég þarf að vera mætt í vinnuna klukkan 6 að morgni til. Góði parturinn er hins vegar að ég er búin að vinna klukkan 11 og þá er allur dagurinn eftir og það er gott að þurfa ekki að vera að vinna inni í svona góðu veðri. Merkilegt að ég náði alveg að skrifa 3 línur áður en ég fór að minnast á veðrið. Gott,gott, gott það er það eina sem hægt er að segja um það. 21 gráða segir tölvan núna. FÍNT! Skólinn nálgast óðfluga og það er að gera mig dálítið stressaða. Kunningjakona mín hér er búin að bjóða mér efnafræðibækur til aflestrar og að sjálfsögðu þáði ég boðið. Ég þori hins vegar ekki að sækja bækurnar því mér finnst mjög líklegt að ég muni fá sjokk og ekki skilja neitt. Ó vell, það mun reddast.
Ég sá pínulitla kínverska konu í lóninu, hún var með handakúta. Þess má geta að lónið er um 140 cm þar sem það er dýpst. Ég sá sömu kínversku konuna í sturtu þar sem hún skrúbbaði sig eins og hún væri rétt að stíga uppúr mannaskítsbaði. Ég fór í vinnuna og viti menn, sat ekki sama pínulitla kínverska konan að borða morgunmat. Síðan er ég búin að sjá hana á sirka klukkutíma fresti. Kannski þetta sé útsendari að njósna um mig. Ég meina, maður veit aldrei.
Þuríður finnur bara lykla að númer 27 en það er ekki inni heldur bara eitthvað allt annað.
Birta kom skreppitúr með flugvél frá ísafirði. Óskaplega gaman að því.
Við fórum út á vatn um daginn á bát. Rerum út á minnsta sker sem ég hef séð. Það var meira að segja heimatilbúið. Skerið var um það bil hálfur metri á kant. Nei kannski ekki alveg svo stórt. Það var dálítið undarlegt að vera á skeri úti á miðju vatni. Það var sól og mikill hiti og þetta var alveg yndislegt. Ósk tilkynnti með miklum látum að hún ætlaði sko að vera Kleoparta í þessari ferð og ekki snerta á árum. En áður en við vissum af var hún farin að róa ein og gerði það af stakri snilld. Hitti á skerið og allt saman. Nenntum ekki að róa til baka þannig að Bjarni setti mótorinn í gang og skutlaði okkur þetta. Gerði góða bátsferð enn betri með því að far í hringi og búa til öldur. Þurftum reyndar tvær tilraunir til að komast í land, en hvað er það á milli vina.
Jæja einhver er farin að bíða eftir tölvunni svo það er bara best að fara að bora soldið meira í nefið. Kannski ég smakki smá hor.
hey gleymdi einu. Mér tókst að fara í sveitina með fulla tösku af dóti. Í töskunni var enginn brjóstahaldari og bara tveir stuttermabolir. Ég er mestmegnis búin að vera í sama stutta kjólnum síðan ég kom hingað og sundfötum innan undir til að halda blessuðum brjóstunum á sínum stað. Múhahahhaahah!!!! Hin fötin eru bara inní skáp en það er eins gott að ég kom með þau því ég gæti mögulega kannski þurft að nota þau......
ohh einhver annar vill nota tölvuna :(
HMmmmm jæja hef hvort eð er ekkert meira að segja. Bið að heilsa í sorann.
Yfir og út.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

ein ég sit og sauma inní stróru "rað" húsi með þjónustukjarna hinumegin við götuna... múhahahahahahahahah.....
Fór á barinn, drakk bjór hitti fólk fór heim hitti annað fólk. Ótrúlega spennandi. Allt sem ég geri er svo spennandi.
Núna er ég að vinna, á eftir fer ég í hina vinnuna og svo aftur í fyrramálið í þessa vinnu. Það sem ég segi, þetta eru æsispennandi dagar.
Eftir morgundaginn breytast hlutirnir. Þá verð ég ekki lengur að vinna í íbúðakjarna fyrir fólk sem ber með sér fötlun ;) Verð ekki heldur dyrakona á (skemmti)stað. Verð í staðinn kona sem sér um morgunmat fyrir útlendinga sem eiga peninga til að gista á hóteli norður í landi. Kannski fæ ég að vera í pilsi í vinnunni og get verið svona þokkalega örugg um að enginn ráðist á mig. Maður veit samt aldrei .......
ding dong, "maðurinn" kallar.... berj berj og bank shit... og Martan sprettur uppúr stólnum og hleypur af stað!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja já....
Vinnuhelgi dauðans liðin undir lok og ég er enn á lífi. Ég á eftir 4 vaktir í Selinu. Það er dáldið skrýtið að sjá nýtt vaktaplan sem er ekki með nafninu mínu á. Held samt að þetta sé að verða komið gott. Hlakka til að þurfa ekki að vinna á hátíðisdögum.
Já já, fer væntanlega norður í næstu viku. Það er ágætis hugmynd. Skólagjöldin settu mig gjörsamlega á hausinn. Núna er 3 ágúst og ég á ekki krónu, það er óhætt að segja að það er ÖMURLEGT!!! Svona er að vera ríkisstarfsmaður með lélegt peningavit.
Ein vika og þá breytist allt. Ég hætti að vinna. Ég hætti að vinna. Það verður undarleg tilfinning. Ég er orðin vön því að vinna og vinna og vinna.
Það verður góð tilbreyting að fara í skólann og hafa tíma til að mæta í hann og líka tíma til að læra, hvaða afsökun á ég þá að nota til að sleppa frá lærdómnum. Kannski verður íbúðin mín óaðfinnanlega hrein í allann vetur.... Nei það verða engar afsakanir, ég verð bara að læra þegar ég þarf þess, það er að segja alltaf. Nei ég hef aldrei sagt þetta áður.
Skál fyrir góðum fyrirheitum!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

já já þetta er alveg ágætt.
Er á leið uppá Skaga í menninguna. Kannski það sé fullt af fólki þar að skemmta sér konunglega yfir þessu lífi múhahahah...
Okkur Heiði tókst að fara í sund í gær og synda 500m víjjj!!! Kannski ég fari aftur í sund og syndi meira. hmmm... veit ekki.
Mottukeppnin á Sirkus var algjör snilld, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel á þessum bar.  Vann svo á föstudagskvöld og það var ekkert gaman, fór aðeins út á laugardag og það var ekki heldur gaman. Eftirlitið að tala rugl á sirkus og sjór af fólki á kaffibarnum, ég gleymdi sundgleraugunum heima svo ég nennti ekkert að vera þar í hitanum og svitanum.
Stutt þangað til ég hætti að vera vinnandi kona. Ég hlakka til. 
Það er sumar. 
Tveir eru kompaní en þrír eru krád.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

já já...
komin heim aftur. Er á næturvakt núna, ótrúlega gaman. Mývatnssveit stóð að sjálfsögðu fyrir sínu og mig langaði ekkert að fara heim. Það var auðvitað sól og blíða allann tímann, alltaf gott veður fyrir norðan :) Það var ótrúlega gaman að hafa Heiði og Hjördísi í sveitinn og svo að sjálfsögðu Ósk og fullt af fleira fólki. Ég baðaði mig endalaust og setti nýtt persónulegt met þegar ég var, ásamt Þórði, í 4 klukkutíma í lóninu marandi í hálfu kafi. Dásamlegt. Við fórum líka í stelpuferð í gjána, slepptum sundfötum :) það var ótrúlega skemmmtilegt. Við grilluðum og grilluðumst. Við bjuggum til varðeld á tjaldstæðinu og sátum þar og drukkum bjór. Hjördís hljóp í gegnum runna. Við lékum okkur í hakkí og frispí og líka með e-ð dót sem var júnit og bolti og var ótrúlega skemmtilegt. Við sáum þýska túrhesta sem gátu ekki sagt neitt nema:"wúnderbar". Ég vann í 7 tíma og labbaði svo mikið að það kom gat á báða sokkana mína. Ég svaf í kofa. Birta kom og klifraði í tré og dundaði sér við að blása sápukúlur. Við sátum í sólbaði í hrauninu.
Yndislegt að vera í sveitinni.
En jæja það er nú líka ágætt að vera hér í selinu að vinna sér inn peninga í staðinn fyrir að eyða þeim.
Planið er að stunda sundlaugar Reykjavíkur grimmt á meðan ég er hér. Planið er líka að þrífa heima hjá mér og kaupa klósettpappír og kattasand í Bónus. Kannski maður kíkji svo á Sirkus og fái sér einn bjór.....
En jæja best að fara að góna á sjónvarpið eða á veggina eða bara góna á Einar sem situr hér bakið aðra tölvu.
Áfram KR :)

föstudagur, júlí 09, 2004

ég á bara ekki til orð yfir góða veðrinu í sveitinni!!! Sól og 20 stiga hiti dag eftir dag... dásamlegt :) úff það er ekki hægt að sitja hér við tölvu, verð að fara út.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Gaman
Að sjálfsögðu er gaman í sveitinni. Nú er ég rétt að skríða á fætur. Það er sól úti og hitamælirinn sýnir tæpar 17 gráður. Yndislegt. Veit samt ekki hverstu gott húðin á mér hefur af frekari sólböðum, ég missti mig aðeins í gær og var úti allann daginn. Já ég er dálítið rauð. Má ekki vera alveg ber í sólbaði í dag :)
Ljúfa lífið í sveitinni er alveg fínt og nú sef ég í kofanum úti í garði ásamt Birtu og Ósk. Það er fínt.
Hausinn er ekki almennilega vaknaður. Farin að finna mér einhverjar spjarir.

mánudagur, júlí 05, 2004

jahá!
Ég er á Akureyri, sit á kaffihúsi að bíða eftir að tíminn líði. Hér er að sjálfsögðu stórkostlegt veður. Mig svíður samt dálítið í augun þar sem ég er alls ekki búin að sofa nóg. Byrjaði að pakka niður eftir miðnætti, fór að sofa um 3 og var mætt á flugvöllin klukkan 7, duglega stelpa segir maður bara. Ég var voða fegin að komast með þessari flugvél, ég var meira að segja síðasta manneskjan til að komast með hoppi, gaurinn sem stóð í röð á eftir mér komst ekki með. Pjúff segi ég nú bara. En jæja, næst á dagskrá er að bíða eftir að klukkan verði 12 svo ég geti farið út á völl að sækja Birtu Maríu sem er að koma fljúgandi frá Ísafirði. Næst er stefnan bara tekin á sveitina þar sem dagarnir munu líða í leti og dásamlegheitum næstu vikuna :)
Breytti aðeins til í gær og fór á Prikið og fékk mér kaffi og bjór. Merkilegt hvað það var fínt enda var ég í góðum félagsskap.
Helgin fór í að vinna og vinna og sofa þess á milli.
Blessuð kisan sem heitir ekki neitt er að missa vitið sökum pirrings. Hún virðist ekkert skilja í því hvers vegna eitt afkvæmi hennar virðist ekki ætla að fara að heiman, því notar hún hvert tækifæri til að sýna greyið litlu Bröndu að hún sé alls ekki velkomin í Frostaskjól 4. Aumingja Branda eltir mömmu sína útum allt og virðist ekkert skilja í óvinsemdinni.
Það var lítið barn í flugvélinni sem grét og grét þangað til flugfreyjan kom með tvö vatnsglös sem hvort um sig innihélt klósettpappír bleyttan upp í heitu vatni. Hún ráðlagði móðurinni að setja glösin yfir eyru barnsins, barnið hætti að gráta og það heyrðist ekki meir í henni. Magnað!
En jæja ætli bankinn sé ekki búin að opna...

mánudagur, júní 28, 2004

Raunveruleikinn byrjaður.
Ég er komin í selið og byrjuð að vinna. Skjólstæðingur minn fór eitthvað og ég er bara ein að dunda mér þangað til hún kemur aftur.
Ég verð að deila þessum myndum með ykkur lesendur góðir. Kisur eru svo sætar. Hér er líka ein af Leoncieí góðum fíling. Æji nenni ekki að setja fleiri í bili.
Öll helgin fór í að vinna á sirkus, það var bara alveg ágætt. Ég gekk aðeins of langt í ... á föstudaginn en bætti það upp með góðri og heiðarlegri hegðun á laugardag.
Mér finnst eins og ég sé búin að gera alveg fullt. Samt gæti það alveg verið vitleysa eins og svo margt annað.
Á mánudaginn týndi ég símanum mínum. Þegar ég kom heim seint og um síðir ákvað ég að hringja í hann, varð rosa glöð þegar það var svarað en adam var ekki lengi í paradís... helv... beyglan sem fann símann var svo útúr kortinu af neyslu eiturlyfja (að ég held) að hún bara neitaði að skila símanum. Hún talaði alltaf við mig á smástund og skellti svo á. Það litla sem hún sagði var bara rugl, hún talaði um að láta lögguna fá símann, hún talaði líka um að þá gæti löggan fundið út hvað ég væri alltaf að gera með alla þessa útlendinga með mér!!!??? Ég varð svo reið að ég átti bara ekki til orð. Eftir ráðleggingar frá helgu og um það bil 20 áskell ákvað ég að hringja bara í símann minn daginn eftir. Þess þurfti ég svo ekki þar sem blessuð manneskjan skildi símann eftir heima hjá einhverjum gaur og hann var svo almennilegur að hringja í helgu daginn eftir og láta vita af staðsetningu símans. Að sjálfsögðu sótti ég símann og þakkaði vel fyrir mig.
Allt er gott sem endar vel.
yfir og út.

sunnudagur, júní 20, 2004

Ég fór á Húsavík til að bera Leoncie augum. Það er skemmst frá því að segja að það var FRÁBÆRT!!! Dálítið eins og vera á balli í Árseli. Fyndið. Húsvíkingar eru undarlegur þjóðflokkur. Leoncie tók 8 lög, þar af spilaði hún "ást á böbbnum" þrisvar. Hún tók líka eina pásu og þá sá plötusnúður um að skemmta okkur með mjög slæmri tónlist. Þetta var samt alveg peninganna virði. Eiginlega var bara alveg fáránlega gaman. Við ákváðum samt að fara aftur í sveitina þegar Leoncie stórstjarna steig af sviðinu, eftir mikið uppklapp. Í sveitinni var stórkostlegt veður þannig að við fórum bara í Dimmuborgir og röltum þar um í túristalausri nóttinni. Gaman gaman.
Í dag klæddi ég mig upp í ofvaxinn bláan samfesting og bar olíu á hvorki meira né minna en eitt stykki sumarbústað. Ég var berfætt, í samfestingi og hlírabol. Þurfti að bretta uppá skálmar og ermar þannig að ég leit út eins og hobbiti.
Nú sit ég og bíð eftir að grillmatur verði tilbúinn mmmmmmm nammi namm....
Fer heim á morgun og að vinna á þriðjudaginn. Hið ljúfa líf er víst að verða búið í bili.
Bókin með svörin segir: "það verður afar athyglisvert", nú er bara að bíða og sjá.
yfir.

föstudagur, júní 18, 2004

Sveitin
Ég er í Mývatssveit. Ég er alveg að tapa mér úr gleði bara yfir að vera hér. Ég þarf ekki að gera neitt, allt er bara frábært. Sveitarómantíkin er yndisleg. Úti í garði er gestahús með einu rúmi og einum litlum sófa, á veggnum er olíulampi og kerti og gamall sími á borðinu. Yndislegt, yndislegt. Allt ilmar af sumri. Samt er soldið kalt en mér er alveg sama. Ég vil ekki fara heim, ég vil vera hér. Það er e-ð við þennan stað sem lætur mér líða eins og allt sé á sínum stað. Það er ekkert kaos. Ekkert rugl.
Múbbinn er líka hér og það er alveg stórskemmtilegt. Við erum búnar að rúnta um allt og ég er búin að mala frá mér allt vit.
Hér er blað sem kemur út einu sinni í viku, á forsíðunni eru taldir upp þeir sem eiga afmæli í vikunni.
Hér eru kindur úti á túni.
Hér eru hverir og maður sér gufustróka birtast uppúr jörðinni.
Hér er gjá til að baða sig í.
Hér gerast ævintýrin sem ekki er pláss fyrir í Reykjavík.
Hér er yndislegt fólk sem býður mig velkomna.
Hér er ég.

Jæja nú ætla ég fara í Gamla bæinn og fá mér bjór og hlusta á jazztríóið B3.
sMartan biður að heilsa ofan af hálendi, í þetta sinn er hálendið alvöru.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég heiti Marta og ég er tómatur. Ég missti mig í sólbaðið í dag, sat á Austurvelli í 3 tíma með bera handlegggi. Núna er ég tómatur á handleggjunum, það er að segja upp að stuttermabolafari, þar er ég viðbjóðslega hvít. Ég fór að vinna klukkan fjögur og þá fékk ég þá snilldar hugmynd að fara með manninn í sund. Hendurnar hrópuðu NEI en hver hlustar svo sem á þær.
Ég hitti gamla konu í sundi sem sagði mér að kaupa tómata(túmata) í nóatúni og bera þá svo á hendurnar á mér. Að sjálfsögðu gerði ég bara eins og mér var sagt og bar á mig tómata. Ég fann líka aloe vera gel og hef dundað mér við að maka því á mig milli þess sem ég sannfæri manninn um kynferði sitt. Ég hef fulla trú á því að á morgun verði ég orðin gullinbrún á litinn.
Já það er gaman að vera til á sumrin.
Einu sinni fór ég í sólbað og var rosalega rauð, ég drakk einn bjór og hætti að vera rauð. Það segir mér að í kvöld verð ég að fara og drekka bjór.
Sumarfrí á morgun.
Tómaturinn kveður ofan af hálendi íslands.
Lifi ljósið.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Jæja þá er að búið og ég þarf ekki að hugsa um það meir. Vonandi.
Vaxinu var frestað fram á næstu viku, það er ágætt, frestunaráráttunni verður að vera fullnægt öðru hverju.
Ég á eftir eina vakt svo fer ég í sumarfrí í 10 daga, það verður rosalega fínt. Veit samt ekki hvað ég á að gera á meðan, mér finnst eins og ég verði að fara e-ð. Æji kannski ég hangi bara heima og geri ekki neitt, stundum er það ágætt.
Ég vakti lengi í nótt, enn og aftur lendi ég í frasanum:"þeim dugir ekki dagur sem drekka fram á nótt". Árans.
Ég þekki fólk sem borðar plast.

mánudagur, maí 31, 2004

Stundum fer allt til andskotans af því að maður segir ekki neitt.

Eldaði svínakjöt með kartöflum og sósu. Svínkjötið er svínakjöt og þar af leiðandi ekki mjög gott, sósan var sögulega vond sökum metnaðarleysis míns og ein kartaflan var hrá vegna þess að "maðurinn" henti henni ofan í pottinn þegar allar hinar voru um það bil að verða tilbúnar. Var dáldið lengi að borða, bæði vegna þess að maturinn var ekki góður og líka vegna þess að hnífurinn var mjög beyglaður eftir að hafa verið notaður til að grafa göng til Akureyrar eða uppá Rauðavatn.
Drepa tímann. Hvað svo.

laugardagur, maí 29, 2004

Er að passa hund. Hann geltir stundum, ég er ekkert rosalega hrifin af gelti en jæja, maður lætur sig hafa það.
Það er tvær litlar stelpur hér, þær ætla að leika sér til tíu. Það eru læti í sjónvarpinu og í þeim. Úff segi ég bara. Mig langar í þögn, en jæja það verður ekki á allt kosið.
Vinna, vinna, vinna. Hellti fullu vatnsglasi yfir dauðann mann í gær, fékk bjórglas yfir mig að launum. Gaman eða ekki. Sumir fullari en aðrir og sumir bara að gera rugl.
Æðislegt.. krakkarnir eru að syngja.
Er á leiðinni í afmæli, það gengur voðalega hægt. Of mikið moj að standa upp.
Jarí, jarí, jarí.
Megi sólin skína á ykkur.

mánudagur, maí 24, 2004

Stundum er lífið svo ótrúlega grimmt að maður bara verður máttlaus af tilhugsuninni.

sunnudagur, maí 23, 2004

Alveg er það merkilegt hvað hlutirnir fara stundum úr böndunum þegar maður má síst við því. "kíkti út í smástund í gær". Var miklu lengur en áætlað var og stundaði fjöldamorð á heilasellum. Þeim dugir víst ekki dagur sem drekka fram á nótt. Þetta er alveg óskaplega vitleysa. En jæja, það þýðir víst lítið að fást um það. Rakst á of mikið af fólki, vildi helst að það væru sem fæst vitni að þessu kvöldi. Árans. Mér líður soldið eins og mér hafi skolað á land eftir langa veru í sjó. Þetta lagast.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Veit ekk hvað ég á að gera í þessu. Hvort ég á að reyna að vera skemmtileg eða bara röfla frá mér allt vit.
Ég get byrjað á sögu: Í dag ákvað ég að baka pizzu. Það gekk nú alveg ágætlega, var búin að ákveða þetta í gær svo það var búið að versla allt sem þurfti og svona. Ég gerði þennan fína pizzabotn og svo ætlaði ég að fara að raða álegginu á og þá kom í ljós að pepperonið var horfið, ég leitaði og leitaði og leitaði en Nei, það bara fannst alls ekki. Þegar við vorum búnar að gefa upp alla von þá alltí einu birtist það leit, í ísskápnum, undarlegt, við Ósk vorum báðar búnar að fara í gegnum ísskápinn að minnsta kosti tvisvar. Þetta á sér örugglega yfirnáttúrulegar skýringar, það er ég alveg viss um.
Annars er allt bara rólegt hér í selinu, allir sofandi nema ég. Mér hálf-leiðist þetta, það er að segja þessar blessuðu næturvaktir. Nei, ég ætla bara að segja það sem mér finnst, ÉG ÞOLI EKKI ÞESSAR HELVÍTIS DJÖFULSINS NÆTURVAKTIR, ég þoli ekki að ég hafi verið líka að vinna daginn fyrir sumardaginn fyrsta og svo aftur núna, ég HATA næturvaktir.
Yfir og út

þriðjudagur, maí 18, 2004

jæja hér er ég á næturvakt og klukkan er að ganga 5, ég er búin að gera allt sem ég dettur í hug að gera í tölvunni. Búin að raða myndum og skrifa e-ð við allar myndirnar, voða gaman. Allir aðrir eru sofandi, ég er ein vakandi í stóru húsi, það er samt alltí lagi. Það er bjart úti.
Ég er búin að borða of mikið í dag, ég er södd, ég er búin að borða svo mikið að ég hef ekki tölu á því. En það er alltí lagi þar sem ég fer í líkamsrækt seinna. Það er eitthvað við næturvaktir sem lætur mig kvefast.
Hugur minn er hjá góðri konu sem hefur áhyggjur, hjartað segir mér að allt verði í lagi, vona að það sé rétt.
Þið hin sem sofið núna, ég vona að þið eigið fallega drauma og ég hlakka til að sofa á morgun. Mikið er nú gott að vera búin í prófum.
Ég hitti lítinn 5 ára dreng í síðustu viku sem sagði mér að hann væri að fara í fermingarferð í Skorradal, ég náttla hváði, skildi ekkert í þessu. Við nánari athugun kom í ljós að barnið var á leið í útskriftarferð með leikskólanum í áður tilgreindan dal. Hver er svo sem munurinn á fermingu og leikskóla-útskrift?? Jah, maður spyr sig.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Fínt, fínt, fínt. Gott veður og rólegt andrúmsloft. Ég fór í uppáhaldsbúðina hennar Dorritar og keypti mér frábært pils, glæsilegan bol og stórkostlega skó, JESSSSS!!!! það er svo gaman að eiga ný föt. Nú bíð ég bara eftir laugardeginum, þá ætla ég að spóka mig í fötunum og vera mesta gella í geimi.
Áðan fór ég á danssýningu í Brekkubæjarskóla, til að horfa á systkini mín dansa. Þegar ég kom inn heyrði ég kennarann skammast og þetta var nú alveg grunsamlega kunnuglegt, þegar farið var að athuga málið þá sá ég að þetta var sama kennslukonan og skammmaði mig í 9 ár samfleytt þegar ég var barn í grunnskólanum á Ísafirði. Nú dundar hún sér við að skamma litlu systir mína. Já, Ísland er svo sannarlega lítið land. Gaman að sjá blessuð börnin dansa. Það var sérstaklega fyndið að horfa á einn hópinn dansa, í honum voru stelpurnar um það bil 2 metrar og strákarnir svona um 70 cm, kannski smá ýkjur en það var allaveg mikill stærðarmunur. Nú skil ég alveg af hverju mér fannst strákarnir í mínum árgangi vera smábörn þegar ég var unglingur, he he he..
Mig langar að fara aftur í líkamsrækt en ég bara nenni því ekki.
Mig langar að láta til skarar skríða.
Það er komið sumar :D

þriðjudagur, maí 11, 2004

Gaman að vera til. Mér er illt í fætinum en ég nenni ekki að fara til læknis. Það er vesen. Selið er samt fínt, fólk bara borðar popp og konfekt eins og það sé á launum fyrir það. Ég er á launum núna.
Akureyrarferðin var fín, fórum í sund og skoðuðum heilbrigða fólkið. Mér finnst allir alltaf vera svo hreinir á Akureyri. Mér finnst líka eins og allir séu alltaf í stíl og það eiga allir skó frá steinari waage. Jæja nú er ég búin að alhæfa nóg um Akureyringa.
Ég hitti dvergvaxin pommer... (kann ekki að stafa) hund. Hún gelti allann tímann, ég er alls ekki að ýkja, hún gelti allann tímann nema rétt á meðan hún var með mat í munninum. Ég komst að því að Hanson er bara fínasti hundur eftir allt saman, hann geltir alls ekkert svo mikið, allavega svona miðað við...
Sætustu kettlingar í heimi.

föstudagur, maí 07, 2004

jahá, svona er að vera að gera ekki neitt. Ég er fúl yfir þessu andskotans veðri. Mig langar svo að fara út en ég nenni því ekki, það er ömurlegt að labba í svona veðri. Ég er að fara til Akureyrar á morgun, í vinnuerindum. Ég finn lykt af helgi sem einkennist af geðsýki. En ég kem heim á sunnudaginn, þá verður allt gott aftur. Svo verður gaman að fá útborgað. Jæja...
Ég vildi að ég væri að fara í afmæli hjá Thorwald á laugardag.
Ég þreif heima hjá mér í dag.
Ég er allavega komin í sumarfrí frá skólanum, síðan það gerðist er ég ekki búin að gera neitt. Ekki neitt.
Jæja, farin að naga á mér hendina.

þriðjudagur, maí 04, 2004

hakúnamatata. Setjast,skrifa það sem ég veit, standa upp, fara. Sumarfrí

sunnudagur, maí 02, 2004

Fór á árshátíð einhverfu sambýlanna í gær. Soldið merkilegt. Það var mikil bolla í boði, ég drakk mikið af henni skemmti mér konunglega. Fólk skemmti sér við söng og ég skemmti mér við að horfa á. Þessar sungu fallega en Þórir kom sá og sigraði fyrir hönd söngfuglanna í seli jöklanna.
Ég stakk reyndar af þegar fór að líða á kvöldið og fór niður í bæ. Ég kýs að kalla þetta afstingunar-syndróm sem kemur alltaf yfir mig á vissu stigi ölvunar. Ég sogaðist auðvitað á sirkus, fann mér stól og límdist föst. Kíkti aðeins útí garð og eftir það var ekki aftur snúið. Óminni.
Leigubílstjórinn gladdi svo mitt auma hjarta með því að leyfa mér að borða vöfflu í bílnum á leiðinni heim. Góður endir á ágætiskvöldi.
Farin að læra múhahahahahaha.
p.s. Ég á góða vinkonu sem gladdi hjarta mitt með góðum fréttum í gær. Ég fékk hamingjusting í hjartað og gleðin tók öll völd. Þú veist hver þú ert :)

föstudagur, apríl 30, 2004

jæja... hér sit ég á blessaðri bókhlöðunni. Alveg er það merkilegt hvað það er alltaf kalt hérna og það virðist kólna eftir því sem líður á daginn. Ætli þetta sér viljandi gert til að maður sofni ekki yfir bókunum. Ég er í þykkri peysu en það virðist ekki duga til, mig langar í ullarsokka og trefil.
Ég er líka svo heppin að vera með hausverk, ó mig auma.
Þetta mjakast allt saman, ég er komin með verk í magann, ég hlakka svo til þegar þriðjudagurinn 4 maí verður búin. Þá er ég komin í sumarfrí í skólanum húlabalabbalei!!!!
Ég ætti kannski að fara og reykja og athuga hvort ég komi tvíelfd til baka. hmmmm...

Morgunsaga:
Ég vaknaði í morgun við skerandi væl, ég opnaði augun og hugsaði:"hvurn fjandann vantar köttunum núna?", fór svo aftur að sofa. Stuttu seinna vaknaði ég aftur og gerði mér grein fyrir því að það hlyti e-ð að vera að því vælið heyrðist ennþá og var mjög skerandi, ég fór fram úr og gekk á hljóðið, og viti menn, ég fann Lísu gólandi og veinandi ofan í KLÓSETTINU!!! Hún var rennandi blaut og skíthrædd. Ég fiskaði hana uppúr og setti á gólfið og ætlaðist svo til að móðirinn mundi bjarga málinu en NEI kisa hélt bara áfram að væla um meiri mat og gekk burt. Ég sá mér þann kost vænstan að þurrka greyið og sækja hitapoka og hlýja henni undir sæng. Þar húkti hún svo heillengi og skalf eins og hrísla en jafnaði sig svo að lokum og síðast þegar ég sá hana var hún e-ð að vesenast inní sturtunni.
BTW þá er Lísa ekki enn komin með varanlegt heimili.
Íslenskt réttarkerfi er svo súrt og rotið að mig langar bara að fara að lemja fólk, að minnsta kosti sparka í rassgöt. Djöfulsins helvítis djöfulsins rugl...
Sumir menn eru svo mikið ógeð að ég bara á ekki til orð. Megi þeir rotna í helvíti.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

ákvað að fara með "manninn" á sirkus, splæsa á "hann" einum bjór. Hann tók bara vel í það, og virtist skemmta sér konunglega þangað til það kom ungur drengur og og tók "manninn" í misgripum fyrir konu. Drengurinn tók í hendina á honum og kyssti á handarbakið í kjölfarið kom dúmaaaaa!!!! dúmaaaaaaaa!!!!! og þá skildist drengnum að þetta var alls engin ung kona heldur fullvaxinn karlmaður....

fóturinn á mér lenti óvart á hurð áðan, nú er mér mjög illt í fætinum. Get varla labbað. Já stundum hagar maður sér eins og kjáni.

klukkutími eftir og svo vika í fríi frá Breiðholtinu.

Árshátíð á laugardaginn, ég er víst búin að ákveða að fara. Rökin eru þau að ég læri hvort sem er ekkert eftir kvöldmat á laugardegi, svo er bara að passa sig að missa sig ekki í bjórinn svo sunnudagurinn skemmist ekki líka.
smartfríður kveður ofan af hálendi.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er gaman að vinna. Mér þykir vænt um fólkið mitt. Því miður finnst mér ekki eins gaman að læra undir próf, annars væri ég að læra núna. En ég er að blogga og það er fínt. Hanga á netinu er líka fínt og ég efast ekki um að strætóferðin heim verði líka fín. Það er gaman að vera Marta í dag.

Stutt saga af kúlum.
Golfkúlur eru ótrúlega fallegar, þær eru svo kringlóttar og með fullt af fallegum holum í. Gular golfkúlur eru líka alveg rosalega flottar en það borgar sig ekki að hafa of margar gular heima hjá sér í einu, best er að hafa bara eina gula, þá er allt öruggt. Það er vont að týna kúlum, kúlur eiga ekki að týnast. Kúlur eiga að velta um í lófanum og það er gaman að horfa á þær frá mismunandi sjónarhornum. Já golfkúlur eru flottar ;)

yfir og út.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Gott að liggja heima í sófa. Gott að vera berfætt og labba ekki í kattaskít, gott að geta farið í sturtu án þess að vera nær dauða en lífi úr kattakúkalykt. Já við tókum til. Skítalyktinni var sagt stríð á hendur. Núna er samt e-r að krafsa í sandinn. Lyktin nær vitum mínum eftir augnablik. Já það er gaman að vera með marga ketti, nú veit ég af hverju þeir eru svona sætir, það er til þess að maður drepi þá ekki vegna ólyktar sem þeir framleiða. Æji þeir eru nú samt alveg ágætir. Já já ...
Stefnan er tekin á sófann. Kannski smá annarleika svona í tilefni sunnudagsins. Það er gott.

Mér skilst að ég sé búin að redda húsnæðisvanda sumarsins. Vona að það gangi allt saman eftir. Þið getið hætt að trufla mig stanslausum hringingum um miðjar nætur. múhahahahhaha.

Sumarið er komið, mig langar í sleik.

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég er að passa auma kisu. Það er búið að raka helmingin af feldinum af og hún hefur misst hæfileikann til að fjölga sér. Hún liggur bara og starir á gólfið, örugglega ringluð í kollinum. Mér finnst hún líta út fyrir að geta dottið á hverri stundu. Greyið.
Eyddi deginum í að stuðla að friði í heiminum. Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Tilkynning: Mig vantar manneskju til að búa með mér í sumar. Ósk er að fara að vinna á mývatni og því er herbergið hennar til útleigu á meðan. Þetta er fínt herbergi. Frjáls aðgangur að öllu öðru innan íbúðarinnar, að undanskyldu mínu herbergi. Kostar lítið. Herbergið er staðsett í kjallara í tvíbýlishúsi í Frostaskjóli 4. Um korters labb á Austurvöll, 5 mín í vesturbæjarlaug og ennþá styttra í bestu ísbúð bæjarins við Hagamel.
Allavega ef e-n vantar íbúð í sumar endilega hafa samband. Þar sem ég á tvo ketti er ekki æskilegt að leigjandi sé með ofnæmi.


Annars er planið að skipta um skó og dunda mér svo við að opna og loka hurð í kvöld. Sjáumst.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Í dag vaknaði ég við undarlegt mannamál frammi í stofu, ég ákvað að fara á fætur til að athuga málið. Frammi voru nokkrir karlmenn og ein kona, ekkert þeirra hafði ég séð áður. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólk þetta var komið til að taka upp auglýsingu. Einhver hringdi víst í Ósk og bað hana um þann greiða að fá að taka upp heima hjá okkur eftir að önnur staðsetning hafði klikkað. Fólkið var svo heima hjá mér næstu 4 tímana. Didda kom og lék pönkara sem hlustar á týrólatónlist í frístundum, máluð með blátt og bleikt hár. Þetta var svolítið undarlegt að nota allt dótið mitt í auglýsingu, blessuð tölvan fékk meira að segja að vera með. Gaman engu að síður.
Ég er aftur mætt í Selið á næturvakt og er ekkert sérstaklega ánægð með það, það eru margir aðrir staðir sem ég vildi frekar vera á. Helv... næturvaktir. Þetta er samt síðasta næturvaktin í bili svo ég get verið sátt á morgun. Væri samt gott ef ég gæti drullast til að læra þessa 9 tíma sem ég er hér að gera EKKERT!!!!
annars eru kettlingarnir alveg fáránlega sætir. Harðfiskur er góður
Lísu og Bröndu Barböru vantar ennþá heimili. Þær eru mjög sætar og alveg einstaklega skemmtilegar. Lísa
ok fyrst ég er byrjuð á þessu þá er ég að spá í að missa mig aðeins.

Það kom góður maður í heimsókn um daginn og færði okkur hitt og þetta í búið, meðal annars kom hann með stóra reykja nautatungu. Við Ósk tókum þá ákvörðun að sjóða tunguna og nota hana síðan í álegg. Þegar tungan kom úr pottinum ákvað ég að þetta væri ekki matur við mitt hæfi. Þetta er ástæðan. Já mér finnst útlitið skipta máli.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Vor, vor, vor. Það er að koma brum á trén og rigningin lyktar af betri tíð með blóm í haga.
Ég er stödd hér í selinu góða og héðan er allt gott að frétta, vær svefnhljóð berast úr öllum áttum nema einni, þar er sjónvarpið að garga. Fullt af kaffi á könnunni og bara fínt að vera til.
Fjóla kom í heimsókn til mín í dag með ungana sína. Undarlega sætir þessir drengir og gaman að fá þau öll í heimsókn. Veit ekki hvort blessaðir kettlingarnir skemmtu sér eins vel, þar sem þeir voru kreistir og knúsaðir og haldið á þeim í hinum undarlegustu stellingum.
Jæja, læra kannski. Linkage, chromosome, molecules of lifa... allt þetta bíður skýringa. yfir og út. Nei takk, ekki segja mér, ég vil ekki vita það.

mánudagur, apríl 19, 2004

mér líður loksins eins og ég sé að gera e-ð af viti. Allar línur í kollinum virðast vera að virka og loksins nenni ég að sitja yfir lærdómnum. Þó það sé sól úti. Ég er búin að eyða öllum deginum í e-ð skólatengt og þó ég hafi ekki verið að læra í allan dag þá er ég samt búin að vera að hugsa um bækurnar. Gott, gott.
ding ding ding "bókhlöðunni verður lokað eftir 15 mínútur".
Alltí einu leið mér eins og ég væri að fara í flugvél
Lítill fugl hvíslaði því að mér að Unnur ætti afmæli í dag. Ég nota hér með tækifærið og blæs kveðjum til þín Unnur,njóttu dagsins.

föstudagur, apríl 16, 2004

Að þykjast vera að læra er mjög erfitt, að læra í alvörunni er ekkert mál, ef maður bara kemur sér af stað. Já, en nú er klukkan að verða 3 og þá er komið gott í dag held ég. Spurning um að dusta af sér rykið og fara út, sýna sig og sjá aðra. Búin að góna of lengi á fólkið hér á bókhlöðunni.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

hætt þessu helvítis rugli. Þetta hefur ekkert uppá sig. Endar alltaf bara með vitleysu.
Þetta mun kannski lagast með tímanum og kalda vatninu. Vonandi. Marta er fúl á móti.

mánudagur, apríl 12, 2004

Ég sakna besta vinar míns.

föstudagur, apríl 09, 2004

drengurinn sagði við mömmu sína:"hvar erum við?", hún svarar:"við erum hér". "hvað er hér?", segir hann þá og mamman svarar: "hér er bensínstöðin".
Merkilegt.
Tek til baka allar vondar hugsanir um Select. Beikonpylsur eru bestar. Hér eftir liggur leiðin einungis upp á við. Upp, upp mín sál og allt mitt geð.
Djöfull er ég viðbjóðslega svöng. Einhvern vegin langar mig samt ekki í bónusbrauð með osti, kakómaltið er líka búið þannig að þetta er bara dautt. Kannski ég skreppi í select og kaupi beikonpylsu, nei það er örugglega lokað, dauði og djöfull. Ég er á móti þessu öllu saman.

Það var allavega opið í sundi. Gott að vita að einhver nennir að vinna þó það séu páskar.

Mig langar að draumur minn rætist.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

jæja komin í vinnuna.

Ég eyddi vælinu.

Ég ætla að vera ánægð og hress með þetta. Það er gaman að vinna og það er gaman í skólanum. Það er gott að vera að vinna um páskana því þá fæ ég fullt af peningum 1. maí.
Í dag var sól og gott veður og ég skellti mér í heita pottinn og hló þar í smástund. Hláturinn lengir lífið. Núna er gaman að vera til.

Bráðum kemur sumar og meira ljós :)

sunnudagur, apríl 04, 2004

úff.... það er það eina sem hægt er að segja um þetta. Ég nenni ekki að gera andskotans skattaframtalið, nenni ekki, nenni ekki, nenni ekki....

Ég endaði með vitleysu í gær, stundum fær maður vondar hugmyndir, þá sérstaklega þegar bakkus er tekin við völdum í hausnum á manni. Hitti fólk og bullaði, bullaði svo svolítið meira og hitti fleira fólk. Fékk eina góða hugmynd, að fara heim. Hefði samt alveg mátt fá þá hugmynd fyrr, allavega hrinda henni fyrr í framkvæmd. En jæja svona er þetta bara.

Ég er annars búin að eiga góðan sunnudag. Það komu margir gestir og Óskin bakaði dýrindis súkkulaðiköku. Það var góð hugmynd. Mig langar að sjónvarpið taki völdin og sjái mér fyrir skemmtun í kvöld. En NEI... það er bara ekkert í boði í sjónvarpinu, allavega ekkert sem ég vil horfa á. Árans, fjárans og fari það í heitasta.. hmmm, skattaskýrsla.. fyrst mér leiðist svona mikið hvers vegna nenni ég þá ekki að fara að gera skattaskýrslu eða kannski bara læra smá ... *hóst* alltí einu fékk ég hausverk.. kannski ég sé búin að reyna of mikið á mig í dag... já ég held það sé best að gera bara ekki neitt. Kroppurinn vill ekki gera neitt. Það er líka Brasilísk mynd að byrja sem ég get gónt á.... Jón og gón, það er gott plan

Eftirstöðvar helgarinnar eru eftirfarandi: Marblettir á báðum hnjám, bitfar á vinstri handlegg, marblettur á hægri handlegg og kúla á enni. &!$%.... Rugl og vitleysa.

laugardagur, apríl 03, 2004

árans... strokaði allt út....
jæja ég er uppá Skaga að fagna 10 ára afmæli systur minnar, gaman að því. Hér er ég búin að vera í tvo tíma að borða og borða og borða, enn sést þó ekki að nokkur hafi fengið sér af matnum. Ég gerði þau mistök að fara í semi-spariföt, einhvern vegin er röddin sem passar uppá að ég borði ekki of mikið háværari þegar ég er í sparifötum. Ég er alltaf að líta niður og hugsa "ónei, ég er hætt að borða núna" svo fer ég og fæ mér meira,ég er hvort sem er búin að borða of mikið.... múhahahahahah ;)

annars vann ég bara af mér nóttina, það var fínt. Það kom einn ungur maður og ætlaði að vera töff og beit mig í hendina... kannski spurning hvort hann ætti að skipta um vinnu, kannski er hann að smitast af .... vonum bara að hann geti látið nefið á sér vera...
Ung og myndarleg kona pissaði á gólfið. Restin hagaði sér bara skikkanlega, sumir fullari en aðrir og sumir sætari en aðrir...

kannski maður kíkir í bjór í kvöld. Ótrúlegri hlutir hafa nú gerst

fimmtudagur, apríl 01, 2004

ég er bara orðin hálf-hrædd við kettlingana, alltí einu eru þeir bara útum allt... núna eru tveir undir rúmi, einn gólandi á gólfinu og einn kvæsandi í kassanum. Ég fann líka kettlingakúk á gólfinu, veit því miður ekki úr hvaða rassi hann kom.
Tónleikar já takk... úff

miðvikudagur, mars 31, 2004

jess jesss jessssssss... ég náði mannfræðikenningum... jess jesss og aftur jesssssssss..... hopp og hí... mikið óskaplega er ég fegin, nú finnst mér ég geta allt. Ég get allt.
annars er þessi færsla tileinkuð henni Heiðu systir minni sem á afmæli í dag.... Til hamingju með afmælið....

Ég lít í kringum mig en sé enga föngulega karlmenn. Mér var sagt í morgun að þeir væru útum allt og á síðustu helgi fannst mér allt vera morandi í sætum strákum... ætli þeir séu bara úti við milli 8 og 12 og svo eftir miðnætti um helgar??? jahh maður spyr sig ;)

mánudagur, mars 29, 2004

jæja þar kom vonda veðrið, ég hef samt enn trú á sumrinu. Engu að síður hélt ég að ég myndi verða úti labbandi á leið heim úr strætó, ég fór nefnilega heiman frá mér í hádeginu og bjóst alls ekki við þessu veðri, klæddi mig sem sagt ekkert vel, sem betur fer náði ég tvistinum, ákvað svo að hlaupa rest. Ég komst að því að ég verð að fara að gera e-ð í þessu, ég fékk næstum því hjartaáfall af þessum hlaupum og mig sveið í lungun þegar ég kom heim. Heima er hlýtt og gott. Það er gott að vera inni í vondu veðri.

Ég bara vera skiptinemúr, ég tala bara lítið íslenska, ég missti trúin á súmarið....
auðvitað fór ég ekki heim að sofa, ég ákvað að fá mér einn bjór. Einn bjór breyttist í tvo, síðan þrjá og áður en ég vissi af stóð ég við barinn og fékk mér tequila skot. Skemmtilegt. Við hlupum niður Laugaveginn í rokinu til að sjá strák spila á hljómborð og dansa, tónlistin var samt dálítið eins og á Ísafirði í gamla daga þegar ég fór á 16 ára böll.... ágætt í smástund. Ég dansaði og hoppaði og talaði ... ég fór líka í froskahopp niður laugaveginn, það var gaman.
Maðurinn kom í morgun og skipti um glugga, núna þurfum við bara að koma okkur í að pússa og mála. Seinna.

laugardagur, mars 27, 2004

hér sit ég og öfundast útí fólk sem slappar af í heitum potti. Það er smá sljóleiki í kollinum en ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er í vinnunni til að vinna og hef gaman að. Það dynur í húsinu og mig langar heim að sofa.

fimmtudagur, mars 25, 2004

jiminn eini... tíminn líður of hratt... hvenar á ég að læra??? arg...

miðvikudagur, mars 24, 2004

pizzasnúðar hljóma eins og gott snakk fyrir starfsmannafund. Já ég ætla að baka pizzasnúða í nótt. Gott plan þar á ferð.
Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég hata næturvaktir, mér finnst ein næturvakt alltí lagi, jafnvel tvær en þegar það er komið að númer 3 þá nenni ég þessu ekki lengur... já ég get verið glöð yfir að þær eru ekki fjórar.
Ef maður leggur það bara niður þá verður hann að vera með ákveðið magn af broddum, það verður að vera e-ð smá sigg og smá vinna í kroppnum. Engann aumingjaskap hér, já nei takk.

Ég kom í vinnuna, bakaði og köku og át kökuna. Nú sit ég og hugsa um alla ávextina sem ég ætla að borða á morgun, allt nammið sem ég ætla ekki að kaupa og allt kókið sem ég ætla ekki að drekka. Kannski ætti ég að smakka hýðisgrjónin sem við eigum heima, já þessi sem eru búin að vera til í skápnum í 2 ár. Æji ég geri þetta allt saman bara seinna... kannski á morgun, um leið og ég fer að læra, hanga á kaffihúsi, leggja mig og mála gluggakarminn.

Ég ætla að fara í hjúkrunarfræði í haust og hana nú. Og himnarnir opnuðust....

þriðjudagur, mars 23, 2004

hér sit ég á nætuvakt að borða eplaköku sem hann jón bakaði nammi namm... heit eplakaka og mjólk...
annars gerðist hinn hræðilegi atburður í kvöld að það kviknaði í gardínunum í stofunni heima hjá mér, ég var bara að elda í rólegheitum og svo alltí einu æpir Birta: " það er kviknað í gardínunni" . ég hélt að ég hlyti nú að ráða við þetta svo ég tók til við að reyna að skvetta á eldinn en allt kom fyrir ekki, það kviknaði bara meira og meira í ... ég varð ráðþrota og sendi barnið upp á næstu hæð að biðja um slökkvitæki og ég hringdi í slökkviliðið en sem betur fer dugði að bauna á eldinn úr slökkvitæki en þá var gardínan svört, komin sprunga í gluggann, málingin sviðin af efst í glugganum og allt sót-svart þar í kring. Einnig vildi sjónvarpið ekki kveikja á sér og íbúðin var full af reyk og brunalykt og svo ég minnist ekki á sjokkið sem við Birta fengum, aumingja barnið titraði og skalf og grét. Mér tókst að sýna stillingu og segja henni aftur og aftur að þetta væri nú alltí lagi, svo ekki sé minnst á hvað hún var mikil hetja að hlaupa til nágrannans og biðja um hjálp og gera allt eins og henni var sagt án þess að fara að gráta. Hún sagði eftir á að sér hefði liði eins og hjartað væri komið á einhvern annan stað... aumingja stelpan.. ég fékk hins vegar sjokk þegar hún var farin að sofa og fór þá að hugsa um hvað þetta gerist hratt og hvað maður er varnarlaus gagnvart eldi. Ef Rósa(nágranni) hefði ekki verið heima þá hefðum við þurft að bíða eftir slökkviliði og þá hefði mun meira brunnið ... Mér finnst þetta alveg voðalegt, ég get samt verið glöð að ekki fór verr og eitt er víst að nú verður keypt heimilistrygging og það verða ekki kerti heima hjá mér fyrr en það er komið eldvarnarteppi og slökkvitæki á heimilið. Við vorum alveg rosalega hræddar vorum meira að segja búnar að taka kettlingakassann og fara með kettlingana út ... Já þar skall hurð nærri hælum.

mánudagur, mars 22, 2004

hér sit ér á þjóðarbókhlöðunni að berjast við að einbeita mér við lærdóminn... ég er nú alveg búin að vera hér í svona korter núna og kominn tími í á pásu. Búin að afreka það í dag að týna 3000 krónunum mínum, einu peningarnir sem ég átti, nú þarf ég bara að afreka að finna helv.. peninginn, það hlýtur að koma að því. Helgin var undarleg. Hún hefur liðið í skugga ótta við streptokokka sýkingu... fékk illt í hálsinn á föstudag og er búið að vera illt í hálsinum síðan, alltaf bara smá, ég bíð alltaf eftir því að það komi stingandi verkur og þá skal Helga fá að kenna á því.....
annars eru Lísa,Lotta,Branda Barbara og Smári mjög hress og kát, öll komin með augu og farin að líta aðeins i kringum sig. Endalaust hægt að góna á þá og æpa og góla yfir fegurð þeirra... já .. hey nú er bara komin tími til að mótmæla, mér tókst að eyða áætluðum læri-tíma í allt annað en að læra.. Til hamingju Marta

föstudagur, mars 19, 2004

jæja það er aldeilis gaman að þessu...

fimmtudagur, mars 18, 2004

Til hamingju Borgarholtsskóli, sigurgöngu mr lauk loksins...
mér leiðist... Hún vill ekkert tala við mig heldur bara vera ein.. á leiðinni heim úr vinnunni fann hún brotna lyklakippu, hálft afturljós af bíl, spýtu og ábyggilega sitthvað fleira sem ég fékk ekki að sjá ... þetta fer allt saman í gullahilluna sem mig grunar að sé staðsett á loftinu. Séð og heyrt kom heldur ekki en "maðurinn" samþykkti að bíða rólegur þangað til á morgun.. úff mér finnst eins og mér hafi verið bjargað frá e-u stórslysi ..já það er gott að vera eins og ég er en ekki eins og annað fólk sem ég þekki... bla bla bla ...
Það er slydda í Breiðholti!!!! Nei heyrðu það er sól.. nei slydda.. gott ef það er ekki komin rigning ... já svona er veðrið í Reykjavíkinni.

miðvikudagur, mars 17, 2004

alltí kring heyrast hróp og köll í börnum að leika sér. Sólin skín, eftir því sem dagurinn líður fjölgar sólargeislunum sem kitla mig í nefið. Ég heyri fréttir af því að fólk sitji og sóli sig við vegginn á Austurvelli. Ég sit inni og les mér til um hugtakið "götubörn" og hvernig á að skilgreina það... já stundum er kvöl og pína að vera í skóla. Ég hugga mig við það að í maí er ég búin í skólanum , þá get ég verið úti þegar það er sól... en þangað til, sit ég inni og safna ryki.
hann á að hætta að vera svona sætur, hann á að flyta til langtíburtistan. Fuss... Þetta er nú meira ruglið og vitleysan. Ég er í fríi í dag, planið var að læra og læra og læra... en nú nenni ég því ekki .. .ó mig auma. Það er allaveg gott veður úti ég get verið glöð yfir því, ég get setið hér og gónt útum gluggann milli þess sem ég sting nefinu ofan í bækurnar. Já það er gott plan.

sunnudagur, mars 14, 2004

jæja þetta er svona skemmtilegt... fór með leigubíl í vinnuna í morgun, leið eins og ég væri í klippingu, leigubílsstjórinn var haldin mikilli þörf fyrir að halda uppi samræðum bara til að halda uppi samræðum. Ég hins vegar nennti ekki að tala við hann, var ekkert að kafna úr hressleika svona snemma á sunnudagsmorgni, en það skipti engu máli hversu oft ég svaraði með stuttum og hnitmiðuðum svörum, hann hélt alltaf áfram að tala og spurja og spurja og spjalla. Gaman að þessu.
Kettlingarnir kúra í kassanum sínum, þeir teygja sig og geispa, klöngrast e-ð um en gefast svo upp og fara bara að sjúga á sér loppurnar ...

föstudagur, mars 12, 2004

klukkan 4 í nótt vaknaði ég við undarlega tiburði í annrri kisunni, hún var eitthvað að krafsa í rúmið mitt undarleg á svip, það tók mig smá stund að átta mig á hvað var að gerast en svo rann upp fyrir mér að helv... kötturinn var búin að kúka í rúmið mitt!!!! í rúmið mitt!!!! djöfulsins viðbjóður og ógeð... hún hafði meira að segja grafið kúkinn inní rúmteppi og hluta af sænginni, og þetta tókst henni að gera án þess að ég yrði nokkurs vör fyrr en allt var um garð gengið. OJJJ.. ég þurfti sem sagt að fara á fætur, kúgast nokkrum sinnum vegna óstjórnlegrar skítafýlu sem lagði yfir allt, skipta um á rúminu, reyna að þvo sængina uppúr lyktarsteskum sápum oj oj oj ... rúmteppið er hins vega svo stórt að það passar hvorki í plastpoka eða þvottavél svo ég brá á það ráð að troða því ofan í gamla leikfimistösku (sem ég nota ekki lengur þar sem ég stunda ekki líkamsrækt ) til að reyna að losna við lyktina... svo spreyjaði ég unaðslega ilmspreyinu mínu yfir allt, náði mér í teppi og fór aftur að sofa... En djöfull var þetta óðgeðslegt en eftir að hafa hugsað um þetta í smástund þá komst ég að því að aumingjans kötturinn hefur örugglega verið búin að væla hátt og lengi til að fá mig til að opna herbergið en þar sem ég sef mjög fast þá rumskaði ég alls ekki svo þetta hefur víst verið neyðarúrræði, oj bara ... nú er ég hins vega að velta fyrir mér hvernig ég á að þvo sængina .. eðal æðardúnsæng.. mig langar alls ekki að sofa með skítalykt í vitunum, ekki að henda sænginni og ekki get ég farið að sofa með teppi það sem eftir er ... en ég mun án efa telja þetta vera ógeðslegastu vakningu sem ég hef lent í ... arg

fimmtudagur, mars 11, 2004

mikið er nú gaman að horfa á sæta stráka... ég held þeir séu byrjaðir að skríða úr holum sínum eftir veturinn, ég er alltí einu farin að sjá sæta stráka í hverju skúmaskoti. Að góna á sæta stráka gerir lífið mun skemmtilegra. Eini gallinn er blessað rokið, það verður til þess að ég nenni ekki út og sé þá færri sæta stráka, einhverra hluta vegna virðist það ekki gerast nógu oft að þeir birtist hér innandyra.
annars er ég búin að gera margt í dag, ég fór í göngutúr í rokinu og nú þarf ég ekki að hreyfa mig næstu daga, þessi göngutúr jafnaðist á við meðal fjallgöngu þar sem hann fór að mestu fram á móti vindi. Annars var mest við það sama í selinu ... fólki langar í kaffi og piparpúka og hefur gaman að því að fara í göngu- og bíltúra. Ég fékk far heim sem var alveg dásamlegt.

eitt augnablik hætti ég að hlusta á "gefa þér kaffi", eitt augnablik missi ég athyglina og veit ekki fyrr en alltí einu heyrist hurð skellt og maðurinn, sem er ekki kona, hleypur inná wc læsir að sér og svo heyrist vatn renna af miklum krafti ... ég kemst inná wc-ið eftir smá stund og þá stendur maðurinn brosandi og segir "vatn í glas" í annarri hendi heldur hann á vantsglasi hálffullu af vatni og hrærir í því með tannbursta...

þriðjudagur, mars 09, 2004

mig langar að vorið komi... ég hlakka svo til, mig langar að sjá bjartar nætur, mig langar að labba heim og finna kitlið í hjartanu, mig langar að hlusta á fólk tala saman í tjaldi, mig langar að heyra jarm í kindum, mig langar að láta það fara í taugarnar á mér að það séu kindur útum allan þjóðveg, mig langar á mývatn, mig langar í heitt te og teppi, mig langar í gönguferð. Já það er gott að langa til að gera eitthvað og það er gaman að hlakka til ... það verður gaman í sumar.
helvítis aukasöfnun alls staðar ... spik útum allt arg.. grenj... nú þarf að fara að taka á því nei annars ég nenni því ekki besta að gleyma þessu bara...
það er rok úti .. fólk fýkur útum allt... ég sit inni og læt mig dreyma um vorið. Ég þarf að gera ýmislegt er samt að hugsa um að fresta því flestu.. mig langar í bíó, það er of langt síðan. Selið er ágætt, fólkið er ágætt og ég þarf ekki að fara í handleiðslu í dag sem gefur mér ástæðu til að skella uppúr. múhahahahahaha.....

sunnudagur, mars 07, 2004

víjjjj.... það eru komnir kettlingar, þegar við Ósk :) komum heim í nótt voru fæddir fjórir pínulitlir, fáránlega sætir kettlingar. Ég er búin að eyða mestum part dagsins í að góna á þá.... undarlegt ... annars var bara gaman í gær, allt skemmtilega passlegt, bætti kvöldið til muna að Drífa skyldi birtast utan dyra víjjj... já það er gaman að þessu.
annars er Gunnar í Krossinum í sjónvarpinu og ég gef því alveg milljón hvað ég er ekki sammála manninum.

föstudagur, mars 05, 2004

hnútur í maga... veit ekki hvort ég á að svitna eða skjálfa... borða eða gubba... ég er að hugsa um að snúast bara í hringi.. úff prófið er klúkkan 3... ég held að maginn sé í hálsinum og heilinn í maganum... allavega er ekkert að virka eins og það á að gera.. vil að prófið sé búið og ég geti leyst hnútinn ... en tíminn líður of hratt verð bráðum að hætta að læra... ég ætti kannski að fara e-ð annað og fá mér te og kaffi... og róandi .. hmmm... allaveg te og kaffi .. æji ég veit ekki neitt.. . jæja þetta verður ekki verra en það er ... vona ég

fimmtudagur, mars 04, 2004

virknis- og formgerðarhyggja, formgerðarvirknishyggja ... Malinovsky... allir hlutir í samfélögum háðir hver öðrum..... ég á bara tvö kex eftir, hvernig kemst ég af með bara tvö kex .. pikk, pikk, pikk, hvísl hvísl og pískur... ætli þau séu að tala um hvað ég sé að borða gott kex... ohhh núna er bara eitt eftir... bókhlaðan er svolítið eins og spítlali .. hvísl og pískur... tala lágt muna að borða ekki neitt og hafa símann á silent annars gæti einhver dáið.. kexið er búið

miðvikudagur, mars 03, 2004

hér sig ég sveitt yfrir lærdómnum. Held ég sé búin að setja persónulegt met þar sem ég er búin að vera hér síðan 10 í morgun fyrir utan klukkutíma sem ég tók í hádegispásu. Úff... heilinn er óvanur svona álagi en stendur sig bara vel miðað við .... ég veit allavega meira í dag en í gær :)

mánudagur, mars 01, 2004

Kisan kom heim... svöng og hrakin ... en hún kom heim og allir eru voða glaðir... annars er hin kisan alveg að springa, kettlingar líta dagsins ljós á hverri stundu ... swinggg....
annars var ég bara að vinna um helgina og það var ekkert gaman ...jú það var fínt í selinu en sirkus var ekki upp á sitt besta, þar má aðallega kenna um vondri tónlist og undarlegri stemmningu .. það koma líka kona og ákvað að æfa gripvöðva sína á hárinu á mér .. vöðvarnir virkuðu vel, ég sat föst þangað til einhver ungur útlenskur maður beyglaði fingur hennar þannig að hún varð að sleppa... svo þegar við vorum að loka, þá kom eitthvað fíbbl og kýldi mig, sem betur fer var hann fullur og náði ekki að kýla fast svo ég slapp ómeidd... og það sem hann uppskar var árás frá skylduræknum fastakúnnum staðarins og honum var blessunarlega hent út... já stundum er ekki gaman að vinna

föstudagur, febrúar 27, 2004

kisa er týnd, hún er búin að vera týnd í 4 daga. búhú... hennar er sárt saknað. Hún heitir Malin og er hvít undir og grá ofan á, grátt skott og haus. Hún er er með endurskinsól og vel merkt. EF hún skyldi hafa tapað ólinni og svo ólíklega vildi til að einhver hefði séð hana væri mjög yndislegt ef þið mynduð láta vita í síma 6941644. Við búum í vesturbænum svo ef hún hefur villst er líklegt að hún sér einhvers staðar þar í nágrenninu. Endilega hafiði augun opin... þetta er mjög leiðinlegt... hin kisan er mjög einmanna og leitar útum allt að Malin. Mjög dapurlegt allt saman.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

hér og nú lýsi ég yfir andúð minni á bónus-ís... mér finnst bónus ís ekki vera neinum bjóðandi, ég ætla líka í tilefni dagsins að vera á móti mat í dósum, þá ætla ég sérstaklega að beina mér gegn fiskibúiðingi. Mér finnst að við ættum að skipta út fiskibúiðngnum, við gætum jafnvel fengið fisk í staðinn.. svo eru við með starfstúlku sem ráðin er í sérverkefni, hún gæti dundað sér við að gera fiskibollur úr fiskinum og við gætum steikt þær og borðað alveg eins og fiskibúðing nema þær eru góðar. já og hana nú... úff missti mig alveg í röflið gegn fiskibúðingi... ég væi jafnvel til í að fórna kakómalti fyrir góðan fisk, heimtilbúnar fiskibollur og rjómaís... nammi namm ... ohh... jæja búið í bili yfir og út..

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

úff missti mig aðeins í fiktið... jæja þið verðið bara að njóta litadýrðarinna í bili... ég nenni ekki að laga þetta :)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

stundum hugsar maður of mikið ... já það er kannski bara fínt er það ekki... hmmm... ég er komin í sel jökla og hyggst eyða hér nóttinni í góðu yfirlæti. Fór aðeins á barinn áðan hitti sæta stráka og prjónaði mér vettlinga... nú þarf ég bara að hafa mig í að prjóna þumal úfff... kannski ég bíði bara þangað til ég hitti ósk hún er svo klár já já... það er nú gaman að segja frá því að yndið hún Lauga er komin með blogg og líka skemmtilega stúlkan sem sinnir einungis sérverkefnum hér í selinu...
já já annars er ég að fara í próf eftir rúma viku og er farin að naga mig í hendurnar... kannski ég ætti bara að hætta því og fara að læra.. þarf nebbla líka að skila verkefni sama dag og prófið er úfffff ég fæ skjálfta kvíðakast og svitabletti bara af því að hugsa um þetta, þá er nú best að hætta því og fara að einbeita sér að einhverju allt öðru
yfir og út...

mánudagur, febrúar 23, 2004

heimur versnandi fer... stundum er ekkert gott að horfa á fréttir... maður fær bara að vita hluti sem manni líður miklu betur að vita ekki.. en til þess að laga eitthvað veður maður að vita hvað á að laga er það ekki.
Ég sit hér heima með magann fullan af bestu súpunni, ósk er farin út og Birta situr bara hér að telja peninga... hvar í ósköpunum fann barnið peninga til að telja???? Hún tilkynnti mér það að hennar heimaverkefni væri að skoða peninga. Já það er nú gaman að þessul..

sunnudagur, febrúar 22, 2004

með hor í nefi og augu á floti já það er góð lýsing á mér þessa stundina. Ég er ennþá á Skaganum, búin að koma börnunum í rúmið eftir mikið japl,jaml og fuður... þau sofa öll í sama rúminu og setningar eins og færðu þig og hættu þessu eru óhjákvæmilegar meðan þau eru að koma sér fyrir... einhvern vegin endaði þetta þó allt í upplausn og allir voru komnir með tár í augun og farnir að barma sér í sitt-hvoru herberginu... en ég af minni alkunnu snilld náði að kyssa og knúsa og hjálpa og bera þannig að nú sofa fallegu börnin í fallega rúminu og dreymir vonandi fallega drauma... ég þarf hins vegar að taka til eftir sprengingar helgarinnar og láta húsið líta sómasamlega út þegar foreldrarnir koma heim... síðast þegar ég frétti af þeim voru þau í fríhöfninni að verlsa vúbbídú...
það verður ágætt að komast heim ... mig langar að hitta fólk á mínum aldri .. já og fara í skólann og á kaffihús og hanga .. he he nú læt ég hljóma eins og ég hafi verð hér árum saman... nei það eru bara 3 dagar ... en í dag er konudagurinn og af því tilefni vil ég óska sjálfri mér til hamingju með að vera kona og sendi hér með
Helgu og öllum hinum sem ég þekki andleg blóm.
Nú ætla ég að vitna í góða konu og segja bara: Njótið hvors annars

föstudagur, febrúar 20, 2004

rok rok rok og aftur rok ... stundum verður maður bara að sætta sig við það sem ekki er neinum bjóðandi. Ég sit hér á Skaganum að gera ekkert... dunda mér með börnunum að horfa á sjónvarpið... á eftir er ég að hugsa um að horfa á video með Gauja gæja... já maður hefur gott af þessu. Vonandi verður skaplegra veður á morgun svo hægt sé að gera sér eitthvað til skemmtunar. bla bla ...
Ég er með einhvern móral vegna þess að mér var sagt að ég hlusti aldrei.. ég verð að hlusta, það er ömurlegt að tala við fólk sem hlustar ekki. æji væl og skæl..

þó blessuð börnin séu yndisleg þá held ég að mér eigi eftir að leiðast að vera hér alein. Mig langar að einhver komi að heimsækja mig... Koddu að heimsækja mig, kúrðu með mér yfir leiðinlegri videospólu, það er svo leiðinlegt að vera ein í svona vondu veðri... Koddu ..