Barnapössunin.
Já já ég er að passa börn þessa viku. Blessuð börnin eru yndisleg. Þau eru ein heima þegar frá 7 á morgnanna til rúmlega 5 á daginn. Mér finnst þau ótrúlega duglega að geta það þar sem þau eru 6, 10 og 12 ára gömul. Í gær þegar ég kom heim voru Sigrún (10) og Patrekur (6) búin að búa um, sópa gólfin og taka úr uppþvottavélinni. Ég á ekki til eitt einasta orð mér finnst þau svo sæt og duglega að hjálpa systur sinni að hugsa um þetta stóra heimili. Unglingurinn sem er 16 ára, honum datt að sjálfsögðu ekki í hug að gera nokkurn skapaðan hlut nema borða allt sem að kjafti kom og hanga í tölvuleik.
Já þetta er skemmtilegt. Tíminn er byrjaður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli