afskaplega óþægilegt!
kom aðeins of seint í tíma. Sem borgun fyrir það þarf ég að sitja á gólfinu. Trúið mér, gólfið í háskólabíó er alls ekki það besta sem ég hef setið á. Eftir tæpa 2 tíma er mér farið að líða eins og ég sé ekki með rass og enn síður með bak.
Við erum 3 sem sitjum hér á gólfinu. Anskotans, þarna losnaði eitt sæti en nei ég var ekki nógu fljót að hlaupa.
Í morgun fór ég að hitta Ernu. Fór í Kringluna til að hitta hana. Kringlan er ógæfustaður. Ég kom út rúmlega 10.000 kr fátækari og með tvö pör af skóm.
Hver segir svo að maður geti ekki lifað hátt á námslánum!
Jæja best að hvíla afturhluta líkamans fyrir næstu törn á gólfinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli