miðvikudagur, september 08, 2004

árans, fjárans og skollans...
ég skrifaði hér mjög hressandi og skemmtilega færslu og hún hvarf. $%&#"$#"
Kannski er hægt að reyna að byrja aftur... en nú er ég ekkert hress lengur, hlutirnir eiga að ganga upp.
ehem
ok ég get nú ekki látið þetta ósagt! Í morgun klukkan 6 fór ég í líkamsrækt!!!! nánar tiltekið fór ég í fitness box, held ég. Ég sem sagt hamaðist og sprikalaði í klukkutíma. Ég er óendanlega stolt af þessu afreki mínu. Hún Heiða systir mín á heiðurinn af þessu, hún gabbaði mig með og sótti mig í morgun. Núna bíð ég bara þess að ég fái allra meina bót. Kroppurinn var farin að hóta öllu illu ef ég færi ekki að gera eitthvað í þessu.
Nú er stefnan tekin að fara aftur á föstudaginn. Býst fastlega við því að það takist, sjáum samt hvað ég segi þegar strengir fara að gera var við sig :)
Í augnablikinu er ég samt ennþá svona frekar fersk.
Nýtti ferskleikann í morgun til að hringja og kvarta yfir því að við fáum ekki helv... fréttablaðið. Er búin að einsetja mér að hringja í hverjum degi þangað til blaðið er farið að bíða eftir mér þegar ég fer á fætur á morgnanna. Allavega, hringdi um 8 í morgun og fékk símsvarann:"allir þjónustufulltrúar uppteknir, gjöriði svo vel að bíða" svo kom lag, alltí lagi með það en þegar það kom loksins hringingartónn þá kom önnur rödd sem sagði: "þjónustuverið er lokað, opnum aftur klukkan 9". Það er skemmst frá því að segja að ég missti næstum því vitið. Ákvað þá að það væri ekki hægt að losna við mig svona auðveldlega svo að ég hringdi og hringdi og hringdi þangað til það kom alvöru rödd í símann. Mér tókst meira að segja að nota kurteisistón meðan ég var að bera upp kvartanir mínar. Mér var einhvern tíma sagt að maður ætti ekki að drepa sendiboðann. Ég var svo ánægð með sjálfa mig að góða skapið sem þjónustuleysi fréttablaðsins var búið að hrekja burt kom hlaupandi til baka. Hér er ég ánægð og glöð og meira en til í að fara að lesa félagsfræði....
*andvarp*

Engin ummæli: