jæja já!
Skólinn er bilun. Endalaus lærdómur bara. Ég hef samt verið þokkalega dugleg og geri litið annað en að læra. Það er ágætt.
Nú eru tvær mínútur eftir af pásunni.
Ferskleikinn umlykur mig og ég er farin að stunda það að fara að sofa um ellefu og er vöknuð klukkan 7, að sjálfsdáðum. Það finnst mér undarlegt. Mér finnst dáldið eins og ég sé ekki ég lengur heldur einhver heiðarleg ung kona. Það er samt gott að vera heiðarleg.
Kíkti aðeins út á laugardag og ætlaði aldeilis ekki að drekka neitt áfengi og vera bara heiðarlega konan sem ég er. Ég hélt það út til 3, þá ákvað ég að skella í mig einu tequila og þá varð ekki aftur snúið. Skemmti mér konunglega. Langt síðan ég hef stundað Reykvískt djamm. Hitti skemmtilegt fólk og ennþá skemmtilegra fólk.
Endirinn dáldið skringilegur, ehem...
Skollans!! Pásan er búin fyrir 4 mín síðan!!! helv...
Lífefnafræðin kallar ....
þriðjudagur, september 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli