mánudagur, maí 31, 2004

Stundum fer allt til andskotans af því að maður segir ekki neitt.

Eldaði svínakjöt með kartöflum og sósu. Svínkjötið er svínakjöt og þar af leiðandi ekki mjög gott, sósan var sögulega vond sökum metnaðarleysis míns og ein kartaflan var hrá vegna þess að "maðurinn" henti henni ofan í pottinn þegar allar hinar voru um það bil að verða tilbúnar. Var dáldið lengi að borða, bæði vegna þess að maturinn var ekki góður og líka vegna þess að hnífurinn var mjög beyglaður eftir að hafa verið notaður til að grafa göng til Akureyrar eða uppá Rauðavatn.
Drepa tímann. Hvað svo.

laugardagur, maí 29, 2004

Er að passa hund. Hann geltir stundum, ég er ekkert rosalega hrifin af gelti en jæja, maður lætur sig hafa það.
Það er tvær litlar stelpur hér, þær ætla að leika sér til tíu. Það eru læti í sjónvarpinu og í þeim. Úff segi ég bara. Mig langar í þögn, en jæja það verður ekki á allt kosið.
Vinna, vinna, vinna. Hellti fullu vatnsglasi yfir dauðann mann í gær, fékk bjórglas yfir mig að launum. Gaman eða ekki. Sumir fullari en aðrir og sumir bara að gera rugl.
Æðislegt.. krakkarnir eru að syngja.
Er á leiðinni í afmæli, það gengur voðalega hægt. Of mikið moj að standa upp.
Jarí, jarí, jarí.
Megi sólin skína á ykkur.

mánudagur, maí 24, 2004

Stundum er lífið svo ótrúlega grimmt að maður bara verður máttlaus af tilhugsuninni.

sunnudagur, maí 23, 2004

Alveg er það merkilegt hvað hlutirnir fara stundum úr böndunum þegar maður má síst við því. "kíkti út í smástund í gær". Var miklu lengur en áætlað var og stundaði fjöldamorð á heilasellum. Þeim dugir víst ekki dagur sem drekka fram á nótt. Þetta er alveg óskaplega vitleysa. En jæja, það þýðir víst lítið að fást um það. Rakst á of mikið af fólki, vildi helst að það væru sem fæst vitni að þessu kvöldi. Árans. Mér líður soldið eins og mér hafi skolað á land eftir langa veru í sjó. Þetta lagast.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Veit ekk hvað ég á að gera í þessu. Hvort ég á að reyna að vera skemmtileg eða bara röfla frá mér allt vit.
Ég get byrjað á sögu: Í dag ákvað ég að baka pizzu. Það gekk nú alveg ágætlega, var búin að ákveða þetta í gær svo það var búið að versla allt sem þurfti og svona. Ég gerði þennan fína pizzabotn og svo ætlaði ég að fara að raða álegginu á og þá kom í ljós að pepperonið var horfið, ég leitaði og leitaði og leitaði en Nei, það bara fannst alls ekki. Þegar við vorum búnar að gefa upp alla von þá alltí einu birtist það leit, í ísskápnum, undarlegt, við Ósk vorum báðar búnar að fara í gegnum ísskápinn að minnsta kosti tvisvar. Þetta á sér örugglega yfirnáttúrulegar skýringar, það er ég alveg viss um.
Annars er allt bara rólegt hér í selinu, allir sofandi nema ég. Mér hálf-leiðist þetta, það er að segja þessar blessuðu næturvaktir. Nei, ég ætla bara að segja það sem mér finnst, ÉG ÞOLI EKKI ÞESSAR HELVÍTIS DJÖFULSINS NÆTURVAKTIR, ég þoli ekki að ég hafi verið líka að vinna daginn fyrir sumardaginn fyrsta og svo aftur núna, ég HATA næturvaktir.
Yfir og út

þriðjudagur, maí 18, 2004

jæja hér er ég á næturvakt og klukkan er að ganga 5, ég er búin að gera allt sem ég dettur í hug að gera í tölvunni. Búin að raða myndum og skrifa e-ð við allar myndirnar, voða gaman. Allir aðrir eru sofandi, ég er ein vakandi í stóru húsi, það er samt alltí lagi. Það er bjart úti.
Ég er búin að borða of mikið í dag, ég er södd, ég er búin að borða svo mikið að ég hef ekki tölu á því. En það er alltí lagi þar sem ég fer í líkamsrækt seinna. Það er eitthvað við næturvaktir sem lætur mig kvefast.
Hugur minn er hjá góðri konu sem hefur áhyggjur, hjartað segir mér að allt verði í lagi, vona að það sé rétt.
Þið hin sem sofið núna, ég vona að þið eigið fallega drauma og ég hlakka til að sofa á morgun. Mikið er nú gott að vera búin í prófum.
Ég hitti lítinn 5 ára dreng í síðustu viku sem sagði mér að hann væri að fara í fermingarferð í Skorradal, ég náttla hváði, skildi ekkert í þessu. Við nánari athugun kom í ljós að barnið var á leið í útskriftarferð með leikskólanum í áður tilgreindan dal. Hver er svo sem munurinn á fermingu og leikskóla-útskrift?? Jah, maður spyr sig.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Fínt, fínt, fínt. Gott veður og rólegt andrúmsloft. Ég fór í uppáhaldsbúðina hennar Dorritar og keypti mér frábært pils, glæsilegan bol og stórkostlega skó, JESSSSS!!!! það er svo gaman að eiga ný föt. Nú bíð ég bara eftir laugardeginum, þá ætla ég að spóka mig í fötunum og vera mesta gella í geimi.
Áðan fór ég á danssýningu í Brekkubæjarskóla, til að horfa á systkini mín dansa. Þegar ég kom inn heyrði ég kennarann skammast og þetta var nú alveg grunsamlega kunnuglegt, þegar farið var að athuga málið þá sá ég að þetta var sama kennslukonan og skammmaði mig í 9 ár samfleytt þegar ég var barn í grunnskólanum á Ísafirði. Nú dundar hún sér við að skamma litlu systir mína. Já, Ísland er svo sannarlega lítið land. Gaman að sjá blessuð börnin dansa. Það var sérstaklega fyndið að horfa á einn hópinn dansa, í honum voru stelpurnar um það bil 2 metrar og strákarnir svona um 70 cm, kannski smá ýkjur en það var allaveg mikill stærðarmunur. Nú skil ég alveg af hverju mér fannst strákarnir í mínum árgangi vera smábörn þegar ég var unglingur, he he he..
Mig langar að fara aftur í líkamsrækt en ég bara nenni því ekki.
Mig langar að láta til skarar skríða.
Það er komið sumar :D

þriðjudagur, maí 11, 2004

Gaman að vera til. Mér er illt í fætinum en ég nenni ekki að fara til læknis. Það er vesen. Selið er samt fínt, fólk bara borðar popp og konfekt eins og það sé á launum fyrir það. Ég er á launum núna.
Akureyrarferðin var fín, fórum í sund og skoðuðum heilbrigða fólkið. Mér finnst allir alltaf vera svo hreinir á Akureyri. Mér finnst líka eins og allir séu alltaf í stíl og það eiga allir skó frá steinari waage. Jæja nú er ég búin að alhæfa nóg um Akureyringa.
Ég hitti dvergvaxin pommer... (kann ekki að stafa) hund. Hún gelti allann tímann, ég er alls ekki að ýkja, hún gelti allann tímann nema rétt á meðan hún var með mat í munninum. Ég komst að því að Hanson er bara fínasti hundur eftir allt saman, hann geltir alls ekkert svo mikið, allavega svona miðað við...
Sætustu kettlingar í heimi.

föstudagur, maí 07, 2004

jahá, svona er að vera að gera ekki neitt. Ég er fúl yfir þessu andskotans veðri. Mig langar svo að fara út en ég nenni því ekki, það er ömurlegt að labba í svona veðri. Ég er að fara til Akureyrar á morgun, í vinnuerindum. Ég finn lykt af helgi sem einkennist af geðsýki. En ég kem heim á sunnudaginn, þá verður allt gott aftur. Svo verður gaman að fá útborgað. Jæja...
Ég vildi að ég væri að fara í afmæli hjá Thorwald á laugardag.
Ég þreif heima hjá mér í dag.
Ég er allavega komin í sumarfrí frá skólanum, síðan það gerðist er ég ekki búin að gera neitt. Ekki neitt.
Jæja, farin að naga á mér hendina.

þriðjudagur, maí 04, 2004

hakúnamatata. Setjast,skrifa það sem ég veit, standa upp, fara. Sumarfrí

sunnudagur, maí 02, 2004

Fór á árshátíð einhverfu sambýlanna í gær. Soldið merkilegt. Það var mikil bolla í boði, ég drakk mikið af henni skemmti mér konunglega. Fólk skemmti sér við söng og ég skemmti mér við að horfa á. Þessar sungu fallega en Þórir kom sá og sigraði fyrir hönd söngfuglanna í seli jöklanna.
Ég stakk reyndar af þegar fór að líða á kvöldið og fór niður í bæ. Ég kýs að kalla þetta afstingunar-syndróm sem kemur alltaf yfir mig á vissu stigi ölvunar. Ég sogaðist auðvitað á sirkus, fann mér stól og límdist föst. Kíkti aðeins útí garð og eftir það var ekki aftur snúið. Óminni.
Leigubílstjórinn gladdi svo mitt auma hjarta með því að leyfa mér að borða vöfflu í bílnum á leiðinni heim. Góður endir á ágætiskvöldi.
Farin að læra múhahahahahaha.
p.s. Ég á góða vinkonu sem gladdi hjarta mitt með góðum fréttum í gær. Ég fékk hamingjusting í hjartað og gleðin tók öll völd. Þú veist hver þú ert :)