jæja hér er ég á næturvakt og klukkan er að ganga 5, ég er búin að gera allt sem ég dettur í hug að gera í tölvunni. Búin að raða myndum og skrifa e-ð við allar myndirnar, voða gaman. Allir aðrir eru sofandi, ég er ein vakandi í stóru húsi, það er samt alltí lagi. Það er bjart úti.
Ég er búin að borða of mikið í dag, ég er södd, ég er búin að borða svo mikið að ég hef ekki tölu á því. En það er alltí lagi þar sem ég fer í líkamsrækt seinna. Það er eitthvað við næturvaktir sem lætur mig kvefast.
Hugur minn er hjá góðri konu sem hefur áhyggjur, hjartað segir mér að allt verði í lagi, vona að það sé rétt.
Þið hin sem sofið núna, ég vona að þið eigið fallega drauma og ég hlakka til að sofa á morgun. Mikið er nú gott að vera búin í prófum.
Ég hitti lítinn 5 ára dreng í síðustu viku sem sagði mér að hann væri að fara í fermingarferð í Skorradal, ég náttla hváði, skildi ekkert í þessu. Við nánari athugun kom í ljós að barnið var á leið í útskriftarferð með leikskólanum í áður tilgreindan dal. Hver er svo sem munurinn á fermingu og leikskóla-útskrift?? Jah, maður spyr sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli