þriðjudagur, maí 11, 2004

Gaman að vera til. Mér er illt í fætinum en ég nenni ekki að fara til læknis. Það er vesen. Selið er samt fínt, fólk bara borðar popp og konfekt eins og það sé á launum fyrir það. Ég er á launum núna.
Akureyrarferðin var fín, fórum í sund og skoðuðum heilbrigða fólkið. Mér finnst allir alltaf vera svo hreinir á Akureyri. Mér finnst líka eins og allir séu alltaf í stíl og það eiga allir skó frá steinari waage. Jæja nú er ég búin að alhæfa nóg um Akureyringa.
Ég hitti dvergvaxin pommer... (kann ekki að stafa) hund. Hún gelti allann tímann, ég er alls ekki að ýkja, hún gelti allann tímann nema rétt á meðan hún var með mat í munninum. Ég komst að því að Hanson er bara fínasti hundur eftir allt saman, hann geltir alls ekkert svo mikið, allavega svona miðað við...
Sætustu kettlingar í heimi.

Engin ummæli: