mánudagur, ágúst 30, 2004

smá ...
Fór í Öskju á föstudag, það var alveg stórkostlegt. Alveg ótrúlega skemmtilegt. Hálendið er frábær staður til að vera á. Labbaði slatta og skoðaði fullt. Synti um í Víti, ALLSBER!! það var MJÖG gaman!
..

Kom aftur til byggða á laugardag. Síðan er ég eiginlega ekki búin að gera neitt nema vinna og njóta síðustu daganna hér.

Fer suður á morgun ... í flugvél... shittt!!!!!
En Svandís kemur með mér svo að það verður alltí lagi, vona að hún sé góð í að halda í höndina á mér.

jæja best að fara að drekka bjór og njóta sveitarinnar á meðan það er hægt.

Það gerast ótrúlegir hlutir í sveitinni, hlutir sem ég ætti bágt með að sjá gerast í Reykjavík... En núna veit ég ekkert, held að enginn viti það.
yfir og út.

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

sveitasögur.
hér kom ung kona í gær og sagðist heita Twiggy, hún leigði sér herbergi og svaf þar í nótt. Svo sem ekki í frásögu færandi. Hún kom í morgun í morgunmat um það bil einni mínútu eftir að morgunmat lauk en ég sá aumur á henni og færði henni á borðið allt sem hana vanhagaði um. Hún sat og dundaði sér við að borða meðan við hin biðum með óþreyju eftir að geta gengið frá almennilega þar sem það var von á um 200 manns í mat klukkutíma síðar. Jæja alltí lagi með það. Twiggy fer inní lobbý og spyr hvort það sé ekki í lagi að hún fái gest á herbergið sitt í ca klukkutíma. Jú,jú segir grandalaus lobbystarfsmaðurinn og eftir smástund kemur maður inn sem tekur í höndina á T. og segist heita James. Þau fara inní herbergi. Um klukkutíma síðar fara þau bæði út en þó hvort í sínu lagi. Þegar farið er að þrífa klósettin kemur í ljós að Twiggy hefur stungið af frá ógreiddum reikning og skilið lykilin eftir á klósettinu. Sagan segir að James hafi verið mjög fullnægður á svip þegar hann fór héðan út. Eftir miklar pælingar höfum við komist að þeirri niðurstöðu að T hótelið hefur verið notað sem vændishús. Verst þykir mér þó að stúlkan sá sér ekki einu sinni fært að greiða fyrir herbergið :)
Ég fór í sund seinnipartinn og það fyrsta sem ég sé er umrædd Twiggy að sóla sig á bekk í mestu makindum!!!!
Alveg stórmerkilegt. Nennti þó ekki að synda á eftir stúlkunni og rukka fyrir herbergið, hefði kannski átt að gera það og stinga peningunum í vasann.
Ég sver að innbyggður björgunarhringurinn minn er að stækka. Skil ekkert í þessu þar sem ég kann alveg að synda.
Skemmtilegt að það skuli enn vera sumar.
Finnst eins og eitthvað mjög skemmtilegt hljóti að fara að gerast.
út!!!

laugardagur, ágúst 21, 2004

thí hí :)
Þetta finnst mér dálítið fyndið. Í sveitinni gerast hlutir sem koma mér á óvart og rugla í öllu kerfinu. Það er samt bara skemmtilegt.
Staupaði fullt af viskí í gær....
*fliss*
ótrúlegt hvað eitt leiðir af öðru.
Í morgun fór ég á fætur, fann óléttupróf inni á klósetti. Það hlýtur að hafa verið hin, allavega var það ekki ég. Hvíslið hefur farin eins og eldur í sinu um sveitina. Það er eiginlega ekki lengur hvísl. En prófið var neikvætt svo það er ekkert spennandi að tala um það og sú sem á í hlut er farin.
Síðasta vígið í dalnum er fallið.
Sama hvað ég reyni þá næ ég ekki í berin, þau eru hvort eð er bara súr og vond.
Menningarnótt!
thí hí...
yfir og út.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Hér er ég.
Mikið er nú gott að vera í sveitinni. Ég vinn við að bera fram morgunmat. Það er ágætt. Eini gallinn er eiginlega að ég þarf að vera mætt í vinnuna klukkan 6 að morgni til. Góði parturinn er hins vegar að ég er búin að vinna klukkan 11 og þá er allur dagurinn eftir og það er gott að þurfa ekki að vera að vinna inni í svona góðu veðri. Merkilegt að ég náði alveg að skrifa 3 línur áður en ég fór að minnast á veðrið. Gott,gott, gott það er það eina sem hægt er að segja um það. 21 gráða segir tölvan núna. FÍNT! Skólinn nálgast óðfluga og það er að gera mig dálítið stressaða. Kunningjakona mín hér er búin að bjóða mér efnafræðibækur til aflestrar og að sjálfsögðu þáði ég boðið. Ég þori hins vegar ekki að sækja bækurnar því mér finnst mjög líklegt að ég muni fá sjokk og ekki skilja neitt. Ó vell, það mun reddast.
Ég sá pínulitla kínverska konu í lóninu, hún var með handakúta. Þess má geta að lónið er um 140 cm þar sem það er dýpst. Ég sá sömu kínversku konuna í sturtu þar sem hún skrúbbaði sig eins og hún væri rétt að stíga uppúr mannaskítsbaði. Ég fór í vinnuna og viti menn, sat ekki sama pínulitla kínverska konan að borða morgunmat. Síðan er ég búin að sjá hana á sirka klukkutíma fresti. Kannski þetta sé útsendari að njósna um mig. Ég meina, maður veit aldrei.
Þuríður finnur bara lykla að númer 27 en það er ekki inni heldur bara eitthvað allt annað.
Birta kom skreppitúr með flugvél frá ísafirði. Óskaplega gaman að því.
Við fórum út á vatn um daginn á bát. Rerum út á minnsta sker sem ég hef séð. Það var meira að segja heimatilbúið. Skerið var um það bil hálfur metri á kant. Nei kannski ekki alveg svo stórt. Það var dálítið undarlegt að vera á skeri úti á miðju vatni. Það var sól og mikill hiti og þetta var alveg yndislegt. Ósk tilkynnti með miklum látum að hún ætlaði sko að vera Kleoparta í þessari ferð og ekki snerta á árum. En áður en við vissum af var hún farin að róa ein og gerði það af stakri snilld. Hitti á skerið og allt saman. Nenntum ekki að róa til baka þannig að Bjarni setti mótorinn í gang og skutlaði okkur þetta. Gerði góða bátsferð enn betri með því að far í hringi og búa til öldur. Þurftum reyndar tvær tilraunir til að komast í land, en hvað er það á milli vina.
Jæja einhver er farin að bíða eftir tölvunni svo það er bara best að fara að bora soldið meira í nefið. Kannski ég smakki smá hor.
hey gleymdi einu. Mér tókst að fara í sveitina með fulla tösku af dóti. Í töskunni var enginn brjóstahaldari og bara tveir stuttermabolir. Ég er mestmegnis búin að vera í sama stutta kjólnum síðan ég kom hingað og sundfötum innan undir til að halda blessuðum brjóstunum á sínum stað. Múhahahhaahah!!!! Hin fötin eru bara inní skáp en það er eins gott að ég kom með þau því ég gæti mögulega kannski þurft að nota þau......
ohh einhver annar vill nota tölvuna :(
HMmmmm jæja hef hvort eð er ekkert meira að segja. Bið að heilsa í sorann.
Yfir og út.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

ein ég sit og sauma inní stróru "rað" húsi með þjónustukjarna hinumegin við götuna... múhahahahahahahahah.....
Fór á barinn, drakk bjór hitti fólk fór heim hitti annað fólk. Ótrúlega spennandi. Allt sem ég geri er svo spennandi.
Núna er ég að vinna, á eftir fer ég í hina vinnuna og svo aftur í fyrramálið í þessa vinnu. Það sem ég segi, þetta eru æsispennandi dagar.
Eftir morgundaginn breytast hlutirnir. Þá verð ég ekki lengur að vinna í íbúðakjarna fyrir fólk sem ber með sér fötlun ;) Verð ekki heldur dyrakona á (skemmti)stað. Verð í staðinn kona sem sér um morgunmat fyrir útlendinga sem eiga peninga til að gista á hóteli norður í landi. Kannski fæ ég að vera í pilsi í vinnunni og get verið svona þokkalega örugg um að enginn ráðist á mig. Maður veit samt aldrei .......
ding dong, "maðurinn" kallar.... berj berj og bank shit... og Martan sprettur uppúr stólnum og hleypur af stað!

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja já....
Vinnuhelgi dauðans liðin undir lok og ég er enn á lífi. Ég á eftir 4 vaktir í Selinu. Það er dáldið skrýtið að sjá nýtt vaktaplan sem er ekki með nafninu mínu á. Held samt að þetta sé að verða komið gott. Hlakka til að þurfa ekki að vinna á hátíðisdögum.
Já já, fer væntanlega norður í næstu viku. Það er ágætis hugmynd. Skólagjöldin settu mig gjörsamlega á hausinn. Núna er 3 ágúst og ég á ekki krónu, það er óhætt að segja að það er ÖMURLEGT!!! Svona er að vera ríkisstarfsmaður með lélegt peningavit.
Ein vika og þá breytist allt. Ég hætti að vinna. Ég hætti að vinna. Það verður undarleg tilfinning. Ég er orðin vön því að vinna og vinna og vinna.
Það verður góð tilbreyting að fara í skólann og hafa tíma til að mæta í hann og líka tíma til að læra, hvaða afsökun á ég þá að nota til að sleppa frá lærdómnum. Kannski verður íbúðin mín óaðfinnanlega hrein í allann vetur.... Nei það verða engar afsakanir, ég verð bara að læra þegar ég þarf þess, það er að segja alltaf. Nei ég hef aldrei sagt þetta áður.
Skál fyrir góðum fyrirheitum!