fimmtudagur, september 30, 2004

hér gerast undarlegir hlutir.
Það er þráðlaust net heima hjá mömmu. Við erum með 3 fartölvur núna. Við sitjum 4 inní sama herberginu og erum að tala saman á msn. Það er gjörsamlega útí hött en svo fyndið að ég get ekki hætt.
Ég ætlaði að hafa foreldaðar kjúklingabollur, pizzu og franskar í matinn. Allt saman beint úr frystikistunni. Þegar ég byrjaði að elda meintar kjúklingabollur gaus upp fiskilykt. Þetta eru fiskibollur. Nú bíðum við eftir kvöldmatnum sem eru fiskibollur, pizza og franskar, ekki má gleyma kokteilsósunni.

Ég er alfarið á móti þessu veðri.

miðvikudagur, september 29, 2004

verð að deila þessu.
Líffærafræðikennarinn var að stinga uppá því að e-r gaur sem er íslandsmeistari í vaxtarrækt eða e-u álíka kæmi og sýndi okkur vöðvana sína til að auðvelda okkur lærdóminn. Get ekki sagt annað en að mér finnst það vera ágætis hugmynd. :)
Barnapössunin.
Já já ég er að passa börn þessa viku. Blessuð börnin eru yndisleg. Þau eru ein heima þegar frá 7 á morgnanna til rúmlega 5 á daginn. Mér finnst þau ótrúlega duglega að geta það þar sem þau eru 6, 10 og 12 ára gömul. Í gær þegar ég kom heim voru Sigrún (10) og Patrekur (6) búin að búa um, sópa gólfin og taka úr uppþvottavélinni. Ég á ekki til eitt einasta orð mér finnst þau svo sæt og duglega að hjálpa systur sinni að hugsa um þetta stóra heimili. Unglingurinn sem er 16 ára, honum datt að sjálfsögðu ekki í hug að gera nokkurn skapaðan hlut nema borða allt sem að kjafti kom og hanga í tölvuleik.
Já þetta er skemmtilegt. Tíminn er byrjaður.

mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur
Þessi helgi fór öðruvísi en hún átti að fara. Hún fór eiginlega bara í vitleysu. Helvíti gaman samt sem áður. Vann á Sirk á föstudaginn. Það var fínt og skemmtilegt. Einungis einn gaur með vesen og hann var með MJÖG mikð vesen og réðst bara á fólk en þá kom Gulli súperman og bjargaði öllu. Henti gaurnum út og lagði hann fallega og á jörðina og hélt honum þar. Gulli fékk um það bil milljón plúsa fyrir þetta múv, ég er ekki frá því að hann geti hreinlega fl0gið. :)
Já þetta var fyndinn föstudagur. Eyddi öllu laugardeginum í mjög gáfulegt hangs heima hjá Helgu, Við ræddum lífsins gagn og nauðsynjar og komumst að því hvernig við gætum gert heiminn að betri stað ef fólk bara leyfði okkur að tala. *hóst*
Laugardagskvöldið var .... fórum á tónleika með Hjálmum, mér fannst alveg gaman en andinn kom ekki yfir mig. Gat einhvern vegin ekki dansað, allavega alls ekki í takt við eitt eða neitt þannig að ég sat bara á gólfinu og ruggaði hausnum.
Við Heiður stungum af og fórum á Sirkus. Við vissum að fólki mundi aldrei detta í hug að leita að okkur þar! Við brussuðums þar um og leyfðum bakkusi að hertaka hjarta okkar. Sátum upp, það kom einhver svíi og settist hjá okkur, við ákváðum að fá okkur skot og bjóða grey svíanum með okkur. Svo gat svíinn ekki klárað skotið. Var greinilega ekki fyrir svona sterkt vín. Við gátum alls ekki sætt okkur við það og spurðum hann hvort hann væri nokkuð kelling og aumingi fyrst hann gæti ekki drukkið eitt skot, og það svona aumingja skot eins og vodka beilís... aumingja maðurinn skammaðist sín bara og fór!!!!! Aumingja maðurinn hann hefur örugglega bara orðið hræddur við lætin í okkur.
Ég dansaði líka eins og vitlaus manneskja. Fór í eltingarleik í krigum tvo útlendinga. Eyddi hálftíma í að vera fúl yfir að vera að passa einhvern jakka fyrir Heiði en svo var hún horfin og ég fann ekki jakkann. Svo kom Heiður bara til baka í jakkanum!!! Ég hefði átt að passa hann soldið betur!!!
Þetta var samt helvíti skemmtilegt. Finnst samt eins og ég hafi verið með mikil læti og kannski dálítinn brussuskap. Mórallinn er ekki enn komin og mér finnst ólíklegt að hann láti sjá sig héðan af.
Fékk smá panik-kast á föstudaginn þegar mér tókst að læsa mig úti á Sirkus. Alltí einu hafði lykillinn bara beyglast og passaði ekki í skrána. Það var fullt af fólki í röð úti og líka fullt af fólki inni að reyna að komast út. Ég stóð úti í um það bil 10 mín að reyna að opna. Gekk sem betur fer að lokum þegar ég var alveg að missa það og var farin að sjá fyrir mér að ég þyrfti að klifra uppá þak til að komast inn. Eða að allir inni væru komnir með innilokunarkennd frá helvíti og byrjaðir að berja hvern annan.
Jæja já.. kannski ég ætti að fara að vinna upp slux helgarinn og gera e-ð !!!
nú er ég samt orðin foreldri 4 barna í viku á meðan foreldrar mínir skemmta sér á Krít. Það gæti verið smá vinna þar sem börnin hafa lítið að gera á daginn nema drasla til ein heima á meðan ég er í skóla en þau í verkfalli.
jæja læra núna ...

miðvikudagur, september 22, 2004

þriðjudagur, september 21, 2004

Ágætu gestir, núna vantar klukkuna fimmtán mínútur í sjö. Díng, díng, díng. Ég er alfarið á móti því að bókhlaða vorrar þjóðar loki klukkan 19:00. Ég er rétt byrjuð að læra og þá þarf ég að hlaupa út. Ef ég næ ekki þessu klásus þá verður það alfarið niðurskurði Háskóla Íslands að kenna. og hana nú!!!!
Annars sá ég mann í einni af tölvunum hér áðan, svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að maðurinn var með LATEX HANSKA!!!! og það á báðum höndum. Ætli lyklaborðin séu eitruð? Það er náttla ógeð að koma við lyklaborð sem aðrir eru búnir að nota!!! Nú er ég alltí einu komin með brennandi áhuga á því hvernig þessi maður fer að því að opna hurðir, skrúfa frá krana og hvað ætli hann geri ef hann þarf að fara á salernið á þessum volaða stað.....
thíhí.
farin út í rokið og kuldann, eins gott að ég er í flottasta jakka í geimi :)

mánudagur, september 20, 2004

Ég held að þvottavélin mín sé biluð. Allavega minnka gallabuxurnar mínar stöðugt. Til að vega á móti þessu ætla ég að drekka mikið kaffi í dag.
Fór í líkamsrækt í morgun. Það eykur allavega líkurnar á að ég eigi eftir að geta verið í buxunum og andað djúpt um leið. Að krossleggja fætur fer að verða fjarlægur draumur.
Helgin fór í sukk og svínarí. Nú er þetta komið gott. Framundan er lærdómur. Svo koma jól.

fimmtudagur, september 16, 2004

Það er erfitt hjá smáfuglunum núna....
æji... mér finnst erfitt að hugsa og erfitt að skrifa. Hún á svo bágt greyið. Þessi stelpa sem ég þekki sem á erfitt líf um þessar mundir. Það er erfitt að vera til þegar lífið er endalausar brekkur, þegar maður er þreyttur þá verða litlar brekkur stundum eins og fjöll.
Það er vont að geta ekkert gert. Ég get samt verið vinkona hennar og staðið mig í því.
Jæja...
Svona er víst lífið í öllum sínum fjölbreytileika.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ljóðakvöld. Grand Rokk. Gaman. Já. Fólk lesa ljóð fínt já. Marta drekka bjór gaman já. Marta líkamsrækt í morgun dugleg já. Marta alltaf mikið dugleg já. Marta kona já. Marta maður nei....
Múhahahahahahah... Langt síðan ég hef talað svona. thíhí...
Dagurinn er að verða búin og ég get ekki sagt að ég sé búin að liggja yfir bókunum í dag. En jæja, góðir hlutir gerast hægt sagði einhver. blehhh...
Óvæntur hittingur setti hlutina pínu úr skorðum. Veit ekki alveg hvort fiðrildin koma af tilhlökkun eða kvíða. En þau eru allaveg til staðar sem er gott. Alltaf gaman að fiðrildum. Þau koma samt við undarlegar aðstæður, aðstæður sem mig hefði aldrei grunað að mundu kalla fram fiðrildi. En tímarnir breytast og mennirnir með.
Það er svo gaman að tala loðið.
Það var allvega sól í gær þó það sé rigning í dag. Skitir ekki máli.
Ætli maður geti ekki bara reynt að hafa sólina í hjartanu, jú jú...
Stefnan tekin á kveðjubjór til heiðurs Þuríðar/Þuríði... Marta ekki nógu góð í íslensku. Allavega gott að hafa ástæðu.
Smartfríður kveður.....

mánudagur, september 13, 2004

við erum að tala um að viðhorf og væntingar til launa séu mismunandi milli kvenna og karla, konur meta laun ekki eins mikið og karlar sem heildarmat á því hvað er gott starf, allavega segja sumir það. Svo er líka um að ræða beina kynbundna mismunun.
Æsispennandi. Þetta er ég búin að hlusta á í 3 klukkutíma, bara með mismunandi orðalagi. Orðin dálítið þreytt og mig langar út. Nenni ekki, nenni ekki. Verst að ég sit í miðjunni og ekki nokkur leið til að komast út. Andskotanst djöfull.
Ég komst að því að ég á engan pening, skulda alltof mikið og mun ekki eiga pening það sem eftir er af mínu jarðneska lífi. Það er dáldið depressing tilhugsun.
Námslánin mín verða 60.000 á mánuði ....GRENJ!!!! 30.000 í leigu, 10.000 í e-ð helvítis lán. Það skilur eftir 20.000 í allt hitt. ÞAÐ ERU EKKI NÓGU MARGIR PENINGAR!!!!!!
92% frambjóðenda á listum einhvers staðar voru karlmenn....

Skapið er einhvern vegin ekki upp á sitt besta. Mig langar eiginlega að fara út og röfla í einhverjum sem nennir ekki að hlusta. En nennir samt að sitja og látast vera að hlusta.

Ég þarf líka að gera hreint. Búin að hafa mikið fyrir að fá það sem mig langar í en svo bara datt það burt.

Fer ekki tíminn að verða búinn.

Ljósið í myrkrinu er að Ómar kenndi mér efnafræði í gær og ég tel mig skilja allt miklu betur.
Ég var líka sæt í rauðu pilsi á laugardaginn. Allavega svona fram að 17 bjór.
Ósk eldar góða fiskisúpu.
Það var gaman að fá hluta af sveit í borg.
Ég komst á netið eftir klukkutíma af puði.
Ætla að drekkja sorgum mínum í kaffi á eftir.
Það er einum geitungnum færra í heiminum, þökk sé asintoni og Óskinni. Held samt að hann hafi náð að senda vinum sínum skilaboð, það kom allavega annar inn stuttu seinna.
Dreymdi skrítna kanínu sem hundur skar á háls.... Undarlegt.
Það er víst bannað að bölva sólinni. Einu sinni var maður sem bölvaði sólinni svo mikið að hann varð blindur.
Jæja þetta er að verða komið gott bara.
Hressilegt og fínt.
Bara 10 mín eftir, best að fara að setja sig i startholurnar og hlaupa svo út í lífið.
BLE!

miðvikudagur, september 08, 2004

árans, fjárans og skollans...
ég skrifaði hér mjög hressandi og skemmtilega færslu og hún hvarf. $%&#"$#"
Kannski er hægt að reyna að byrja aftur... en nú er ég ekkert hress lengur, hlutirnir eiga að ganga upp.
ehem
ok ég get nú ekki látið þetta ósagt! Í morgun klukkan 6 fór ég í líkamsrækt!!!! nánar tiltekið fór ég í fitness box, held ég. Ég sem sagt hamaðist og sprikalaði í klukkutíma. Ég er óendanlega stolt af þessu afreki mínu. Hún Heiða systir mín á heiðurinn af þessu, hún gabbaði mig með og sótti mig í morgun. Núna bíð ég bara þess að ég fái allra meina bót. Kroppurinn var farin að hóta öllu illu ef ég færi ekki að gera eitthvað í þessu.
Nú er stefnan tekin að fara aftur á föstudaginn. Býst fastlega við því að það takist, sjáum samt hvað ég segi þegar strengir fara að gera var við sig :)
Í augnablikinu er ég samt ennþá svona frekar fersk.
Nýtti ferskleikann í morgun til að hringja og kvarta yfir því að við fáum ekki helv... fréttablaðið. Er búin að einsetja mér að hringja í hverjum degi þangað til blaðið er farið að bíða eftir mér þegar ég fer á fætur á morgnanna. Allavega, hringdi um 8 í morgun og fékk símsvarann:"allir þjónustufulltrúar uppteknir, gjöriði svo vel að bíða" svo kom lag, alltí lagi með það en þegar það kom loksins hringingartónn þá kom önnur rödd sem sagði: "þjónustuverið er lokað, opnum aftur klukkan 9". Það er skemmst frá því að segja að ég missti næstum því vitið. Ákvað þá að það væri ekki hægt að losna við mig svona auðveldlega svo að ég hringdi og hringdi og hringdi þangað til það kom alvöru rödd í símann. Mér tókst meira að segja að nota kurteisistón meðan ég var að bera upp kvartanir mínar. Mér var einhvern tíma sagt að maður ætti ekki að drepa sendiboðann. Ég var svo ánægð með sjálfa mig að góða skapið sem þjónustuleysi fréttablaðsins var búið að hrekja burt kom hlaupandi til baka. Hér er ég ánægð og glöð og meira en til í að fara að lesa félagsfræði....
*andvarp*

þriðjudagur, september 07, 2004

jæja já!
Skólinn er bilun. Endalaus lærdómur bara. Ég hef samt verið þokkalega dugleg og geri litið annað en að læra. Það er ágætt.
Nú eru tvær mínútur eftir af pásunni.
Ferskleikinn umlykur mig og ég er farin að stunda það að fara að sofa um ellefu og er vöknuð klukkan 7, að sjálfsdáðum. Það finnst mér undarlegt. Mér finnst dáldið eins og ég sé ekki ég lengur heldur einhver heiðarleg ung kona. Það er samt gott að vera heiðarleg.
Kíkti aðeins út á laugardag og ætlaði aldeilis ekki að drekka neitt áfengi og vera bara heiðarlega konan sem ég er. Ég hélt það út til 3, þá ákvað ég að skella í mig einu tequila og þá varð ekki aftur snúið. Skemmti mér konunglega. Langt síðan ég hef stundað Reykvískt djamm. Hitti skemmtilegt fólk og ennþá skemmtilegra fólk.
Endirinn dáldið skringilegur, ehem...
Skollans!! Pásan er búin fyrir 4 mín síðan!!! helv...
Lífefnafræðin kallar ....

föstudagur, september 03, 2004

afskaplega óþægilegt!
kom aðeins of seint í tíma. Sem borgun fyrir það þarf ég að sitja á gólfinu. Trúið mér, gólfið í háskólabíó er alls ekki það besta sem ég hef setið á. Eftir tæpa 2 tíma er mér farið að líða eins og ég sé ekki með rass og enn síður með bak.
Við erum 3 sem sitjum hér á gólfinu. Anskotans, þarna losnaði eitt sæti en nei ég var ekki nógu fljót að hlaupa.
Í morgun fór ég að hitta Ernu. Fór í Kringluna til að hitta hana. Kringlan er ógæfustaður. Ég kom út rúmlega 10.000 kr fátækari og með tvö pör af skóm.
Hver segir svo að maður geti ekki lifað hátt á námslánum!
Jæja best að hvíla afturhluta líkamans fyrir næstu törn á gólfinu.

fimmtudagur, september 02, 2004

komin suður...
kom heim í gær í mesta drasl sem ég hef séð um ævina, mér féllust hendur svo ég fór bara aftur út og drekkti sorgum mínum í kaffi.
Skólinn er byrjaður og það er fínt, ég er búin að fá flestar bækurnar og sit núna og dáist að fegurð þeirra, sérstaklega þykir mér líffærafræðibókin vera falleg.
Við Svandís fórum akandi til Akureyrar eldsnemma í gærmorgun, tókum tvo nýja pajero jeppa og keyrðum um eins og þær prinsessur sem við erum.
Ég lét næstum því lífið í flugvélinni, flugfreyjan bjargaði mér og leyfði mér að fara í flugstjóraklefann og sitja þar það sem eftir lifði ferðar. Þá var ég alltí einu alltí lagi. Svona er heimurinn skrýtinn.
Annars er hálf undarlegt að vera komin í bæinn og vera byrjuð í skólanum. Það hlýtur að venjast fljótt,ég vona þó að ég nái að halda stressinu í skefjum og halda áfram að vera í sveitagírnum. Er samt strax byrjuð að hlaupa á eftir strætó.
Hef haldið vel við mín plön. Ætti að geta sent gömlum vini bréf eftir um það bil tvær vikur. Finnst eins og stóra skýið hafi verið tekið af hausnum og nú er bara að muna að halda sér við efnið.
Bráðm get ég munað allt!
Aumingjablogg.
Smartan biður að heilsa í bili, bless á meðan!