Ég horfi á sjónvarp. Það má meira að segja segja að ég horfi nokkuð oft á sjónvarp. Þar af leiðandi horfi ég oft á auglýsingar. Spái svo sem ekkert sértaklega mikið í þeim en sumar auglýsingar fara meira í taugarnar á mér en aðrar.
Bílaauglýsingar eru eitthvað sem mér finnst vera alveg fáránlegt rugl. Af hverju er ástæða til að sýna bíl sem breytist í action mann þegar hann kemur í beygju eða kónguló þegar hann keyrir yfir sand?
Ég bara skil þetta ekki. Áðan sá ég bílaauglýsingu þar sem bíllinn virkaði eins og hjólabretti fyrir einhvern risa og snerist í marga hringi og hélt svo áfram að keyra. Mig langar alveg alls ekki í bíl sem snýst í marga hringi.
Mér finnst þetta bara svo ótrúlega fáránlega pæling. Kannski er ég bara of jarðbundin.
Ef ég byggi i bæ þar sem fallandi steinkúla væri alltaf næstum því búin að drepa mig, þá væri ég ekkert akandi um kát og glöð, ég væri ekkert þar.
Bílaauglýsingar eru mjög góð leið til að halda mér hamingjusamri, akandi um á gullfallega gelgjubílnum.
Annar handleggur.
Einkunnir! Ekkert sést, hvorki tangur né tetur. Það er ekkert gaman að bíða eftir fréttum endalaust. Ef ég verð einhvern tíma háskólakennari þá verður það til þess að komast að því hvernig maður getur verið svona lengi að skila inn einkunm. Þegar ég kemst að því þá skal ég útvarpa skýringu á veraldarvefinn. Þangað til verð ég bitra konan að bíða og röfla.
Í gær leyfði ég biturleikanum að valsa um og sendi bitur skilaboð útí heim. Alveg skal ég éta hattinn minn ef ég fæ einhvern tíma svar. Children someday?
Þannig var nú það