miðvikudagur, janúar 30, 2008

Yfirleitt þegar ég er í tíma þá glósa ég eins og vitlaus manneskja. Ég reyni að skrifa sem mest og les það svo eftir tímana.
Stundum er bara alls ekkert í vit í þessum glósum mínum. Hér koma dæmi frá því í morgun:

Mikilvægt lesa grein einhvers staðar.

Sýnir mynd af svani, belgur á því hann er blásin út hann er opinn (engin mynd fylgir með)

Hérna sjáum við – sjá á netinu hvað er verið að tala um.

Glæra með ónýt lungu

Astrúp - af hverju - því við erum svo skrýtin.

Krabbameinslæknar eru með aðferðir til að reyna að fá krabbameinið til að koma útúr beinunum.


Annars er allt með besta móti. Fann engan hatt til að éta en margt hefur breyst. Sjáum hvað setur. Eina áhyggjuefnið mitt þessa daganna er að hann hverfi jafn auðveldlega og hann birtist. Það væri nefnilega ekkert svo hressandi.


6 ummæli:

Gríshildur sagði...

Múhahaha þetta eru bestu glósur sem ég hef lesið!

Gríshildur sagði...
Höfundurinn hefur fjarlægt þessi ummæli.
ThP sagði...

ahahahah, ég sé þig alveg fyrir mér eitthvað, alvarleg og glósandi í tíma, kíkja stundum á msn, og skrifa svo, ætla að skrifa, en ekki ná því, misstir af og skrifar það sem þú heldur kannski að kennarinn hafi sagt :)

hinu myndi ég reyna að hafa ekki áhyggjur af í bili að minnsta kosti :)

ThP sagði...
Höfundurinn hefur fjarlægt þessi ummæli.
Nafnlaus sagði...

Góðar glósur

Nafnlaus sagði...

Og þú lærir og lærir :)