föstudagur, febrúar 27, 2004

kisa er týnd, hún er búin að vera týnd í 4 daga. búhú... hennar er sárt saknað. Hún heitir Malin og er hvít undir og grá ofan á, grátt skott og haus. Hún er er með endurskinsól og vel merkt. EF hún skyldi hafa tapað ólinni og svo ólíklega vildi til að einhver hefði séð hana væri mjög yndislegt ef þið mynduð láta vita í síma 6941644. Við búum í vesturbænum svo ef hún hefur villst er líklegt að hún sér einhvers staðar þar í nágrenninu. Endilega hafiði augun opin... þetta er mjög leiðinlegt... hin kisan er mjög einmanna og leitar útum allt að Malin. Mjög dapurlegt allt saman.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

hér og nú lýsi ég yfir andúð minni á bónus-ís... mér finnst bónus ís ekki vera neinum bjóðandi, ég ætla líka í tilefni dagsins að vera á móti mat í dósum, þá ætla ég sérstaklega að beina mér gegn fiskibúiðingi. Mér finnst að við ættum að skipta út fiskibúiðngnum, við gætum jafnvel fengið fisk í staðinn.. svo eru við með starfstúlku sem ráðin er í sérverkefni, hún gæti dundað sér við að gera fiskibollur úr fiskinum og við gætum steikt þær og borðað alveg eins og fiskibúðing nema þær eru góðar. já og hana nú... úff missti mig alveg í röflið gegn fiskibúðingi... ég væi jafnvel til í að fórna kakómalti fyrir góðan fisk, heimtilbúnar fiskibollur og rjómaís... nammi namm ... ohh... jæja búið í bili yfir og út..

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

úff missti mig aðeins í fiktið... jæja þið verðið bara að njóta litadýrðarinna í bili... ég nenni ekki að laga þetta :)

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

stundum hugsar maður of mikið ... já það er kannski bara fínt er það ekki... hmmm... ég er komin í sel jökla og hyggst eyða hér nóttinni í góðu yfirlæti. Fór aðeins á barinn áðan hitti sæta stráka og prjónaði mér vettlinga... nú þarf ég bara að hafa mig í að prjóna þumal úfff... kannski ég bíði bara þangað til ég hitti ósk hún er svo klár já já... það er nú gaman að segja frá því að yndið hún Lauga er komin með blogg og líka skemmtilega stúlkan sem sinnir einungis sérverkefnum hér í selinu...
já já annars er ég að fara í próf eftir rúma viku og er farin að naga mig í hendurnar... kannski ég ætti bara að hætta því og fara að læra.. þarf nebbla líka að skila verkefni sama dag og prófið er úfffff ég fæ skjálfta kvíðakast og svitabletti bara af því að hugsa um þetta, þá er nú best að hætta því og fara að einbeita sér að einhverju allt öðru
yfir og út...

mánudagur, febrúar 23, 2004

heimur versnandi fer... stundum er ekkert gott að horfa á fréttir... maður fær bara að vita hluti sem manni líður miklu betur að vita ekki.. en til þess að laga eitthvað veður maður að vita hvað á að laga er það ekki.
Ég sit hér heima með magann fullan af bestu súpunni, ósk er farin út og Birta situr bara hér að telja peninga... hvar í ósköpunum fann barnið peninga til að telja???? Hún tilkynnti mér það að hennar heimaverkefni væri að skoða peninga. Já það er nú gaman að þessul..

sunnudagur, febrúar 22, 2004

með hor í nefi og augu á floti já það er góð lýsing á mér þessa stundina. Ég er ennþá á Skaganum, búin að koma börnunum í rúmið eftir mikið japl,jaml og fuður... þau sofa öll í sama rúminu og setningar eins og færðu þig og hættu þessu eru óhjákvæmilegar meðan þau eru að koma sér fyrir... einhvern vegin endaði þetta þó allt í upplausn og allir voru komnir með tár í augun og farnir að barma sér í sitt-hvoru herberginu... en ég af minni alkunnu snilld náði að kyssa og knúsa og hjálpa og bera þannig að nú sofa fallegu börnin í fallega rúminu og dreymir vonandi fallega drauma... ég þarf hins vegar að taka til eftir sprengingar helgarinnar og láta húsið líta sómasamlega út þegar foreldrarnir koma heim... síðast þegar ég frétti af þeim voru þau í fríhöfninni að verlsa vúbbídú...
það verður ágætt að komast heim ... mig langar að hitta fólk á mínum aldri .. já og fara í skólann og á kaffihús og hanga .. he he nú læt ég hljóma eins og ég hafi verð hér árum saman... nei það eru bara 3 dagar ... en í dag er konudagurinn og af því tilefni vil ég óska sjálfri mér til hamingju með að vera kona og sendi hér með
Helgu og öllum hinum sem ég þekki andleg blóm.
Nú ætla ég að vitna í góða konu og segja bara: Njótið hvors annars

föstudagur, febrúar 20, 2004

rok rok rok og aftur rok ... stundum verður maður bara að sætta sig við það sem ekki er neinum bjóðandi. Ég sit hér á Skaganum að gera ekkert... dunda mér með börnunum að horfa á sjónvarpið... á eftir er ég að hugsa um að horfa á video með Gauja gæja... já maður hefur gott af þessu. Vonandi verður skaplegra veður á morgun svo hægt sé að gera sér eitthvað til skemmtunar. bla bla ...
Ég er með einhvern móral vegna þess að mér var sagt að ég hlusti aldrei.. ég verð að hlusta, það er ömurlegt að tala við fólk sem hlustar ekki. æji væl og skæl..

þó blessuð börnin séu yndisleg þá held ég að mér eigi eftir að leiðast að vera hér alein. Mig langar að einhver komi að heimsækja mig... Koddu að heimsækja mig, kúrðu með mér yfir leiðinlegri videospólu, það er svo leiðinlegt að vera ein í svona vondu veðri... Koddu ..

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

já stundum er nú lífið skrýtið... sumum finnst ekki gaman að þrífa og láta mann sko aldeilis heyra það... garg garg garg og aftur garg.. aðrir eru mjög fúlir yfir að séð og heyrt skuli ekki hafa komið á réttum tíma og finnst það almenn mannréttindi að það komi maður NÚNA til að afhenda blessað blaðið ... annars gæti e-ð rosalegt komið fyrir heiminn... svo eru enn aðrir sem fara bara í göngutúr og passa að þeim verði ekki kalt... passa að verða ekki kalt ,... passa að verða ekki kalt....
þeir skilja sem geta, hinir geta bara leisið sér til skemmtunar .. og by the way séð og heyrt kemur á morgun .. á morgun já á morgun .. ertu alveg viss .. já á MORGUN!!!!!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

garg.. ég nenni ekki að standa í að skipta um rúm... nú er staðan sú að rúmið er úti í bíl og annað rúm er í ljósheimum (held ég sé að fara rétt með) og dýnan er í geymslunni.. ég er samt að verða komin með nóg af því að hafa hlutina mína á undarlegum stöðum, heimilissíminn á sirkus, rúmið í bílnum og vettlingarnir einhvers staðar úti í kuldanum , svo ég kvóti nú í ungan mann heimili-sími, heim-ilis-sími, hey-milli-sími!!! yfir...

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

jæja þá er stelpan búin í vinnunni í dag... það er nú bara alveg ágætt. Tölvan mín fer samt eitthvað í taugarnar á mér þessa dagana, núna kemst ég ekki inná það sem ég vil á netinu vegna dynta í þessari elsku. Argaþvarg ... er hægt að argaþvarga... jah nú veit ég ekki.
fréttir dagsins eru hins vegar þær að ég fór í skólann og fór svo á kaffihús í smástund og arkaði svo í strætó áleiðis í vinnuna. Ég byrjaði líka að prjóna vettlinga sem eru bleikir og grænir, fólki ber samt ekki saman um hvort litirnir passi saman eða ekki, ég ætla bara að hlusta á fólkið sem segir að þeir passi saman. Já þá er ég búin að sinna tilkynningarskyldunni gott fólk, vonandi eru allir glaðir og ánægðir ... lifðið í lukku en ekki í krukku kæru vinir
á morgun kemur batnandi tíð með blóm í haga og ég ætla að vakna snemma og læra voðalega mikið.

sunnudagur, febrúar 15, 2004

ónytjungsháttur og ekkert annað... þetta endar alltaf með vitleysu. Maður á bara að láta þetta eiga sig og halda sig heima... og ég TÝNDI fjárans vettlingunum þarf að taka til hendinni og prjóna nýja....

laugardagur, febrúar 14, 2004

Martfríður er fúl á móti í dag vegna þess að í gær var HYSKI á sirkus og ég var að vinna ... hyski hyski hyski hyski, það voru einungis nokkrir sem töldust ekki sem hyski, hyski hyski hyski ... nú er orðið orðið srýtið jamm og já... það kom brjáluð kona og gleip mig í hendina svo að nú státa ég af fingrafari á hendinn jeijj... enn og aftur hyski, það var búið að segja mér að fyrst að það kom auglýsing í einhverju fjandans blaði þá mundi allt hyski bæjarins mæta á staðinn og fjárinn sjálfur það rættist algjörlega.. þetta kennir manni að mæta ekki á skemmtistaði sem eru auglýstir því þar er hyski
Er samt að íhuga að kíkja út í kvöld, ætla samt að sneiða hjá sirkus eins lengi og hægt er ... en stundum virðast bara vera takmörk hversu lengi það er hægt, einhvern vegin sogast maður alltaf aftur þangað, ég held að það sé vegna þess að hjarta mínu blæðir þegar ég læt strauja kortið mitt til að kaupa bjór... einhvern vegin er skárra að sjá aldrei peningana heldur en að sjá þá koma og fara í vitleysu ... þetta hljómar nú alveg eins og rugl ... það er best að fara bara að koma sér út og gleyma þessum pælingum ... yfir og út og vonandi eiga allir eftir að eiga gott laugardagskvöld :)
og já ég reyndi að gefa heimilissímann í gær, sem ég var ekki viss um að eiga, en í staðinn var mér gefinn sími en engu að síður var ég ekki með neinn heimilissíma í dag vegna þess að hann gleymdist á áðurnefndum skemmtistað og reikniði nú!!

föstudagur, febrúar 13, 2004

já gaman gaman... í gær var gleymskudagurinn mikli .. það var sama hvert ég fór, ég gleymdi alltaf einhverju... en það reddaðist allt og þá sérsaklaega var það gamall leigubílstjóri sem bjargaði mér .... þannig var mál með vexti að ég, af óhjákvæmilegum ástæðum, þurfti að taka leigubíl frá reykjavíkurflugvelli og í vinnunna í gær.. jæja en það gekk svo sem stórslysalaust fyrir sig... nema þegar ég ætlaði að nota símann minn um kvöldið komst ég að því að ég hafði gleymt símanum í taxanum ég brá á það ráð að hringja í símann minn aftur og aftur en enginn svaraði ... svo líður og bíður og eftir smástund er hringt í mig í vinnuna og er þar komin leigubístjórinn að tilkynna mér að hann hafi símann minn undir sínum höndum, ég náttla varð voða glöð og fór að reyna að finna út hvernig ég gæti nú sótt símann en nei nei maðurinn tók það ekki í mál heldut bauðst hann til að skutla til mín símaum ég þáði það góða boð og sagðist bíða úti... maðurinn kom svo akkúrat þegar ég var búin að vinna og bauðst þá til að skutla mér heim þar sem hann ætti hvort sem er leið vestur í bæ... ég varð að sjálfsögðu himinlifandi og á leiðinni sagði maðurinn mér sögur af því hvernig lífið var þegar hann byrjaði að keyra strætó fyrir rúmlega 50 árum síðan!!! merkilegt nokk... já ég jós yfir manninn þökkum og yfirgaf bílinn sæl og glöð með tilverunna en svo líður ekki nema smá-stund þá hringir síminn og viti menn þar er komin leigubílstjórinn góði og ég hafði sem sagt gleymt eyrnaskjólunum mínum hjá honum... mér leið nú hálf kjánalega yfir þessu öllu saman, en það er gaman þegar fólk er gott hvert við annað ... svo fór ég á sirkus í einn öl en vildi ekki betur til en svo að smástund eftir að ég yfirgaf þann góða stað fékk ég símhringingu já ég hafði gleymt töskunni minni þar... en það var líka gott fólk sem passaði hlutina fyrir mig... já það er gott að hafa góða í kringum sig ...

eignarhaldið á heimilissímum er samt eitthvað á flökti ... hver skyldi nú eiga símann? En það er nú ekki það sem máli skiptir, vinir mannst skipta mun miera máli en þessir blessuðu símar ... komi þeir sem koma vilja fari þeir sem fara vilja

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

já já þetta er nú helvíti skemmtilegt... ég er enn í baráttunni. Ég er samt búin að hlakka svo til að verða sætari og ferskari í kjölfar þess að hætta að reykja en nei þetta er víst eitthvað eins og með peninga, spend money to make money.. mér skilst að ég þurfi fyrst að verða ljót og fá hætta-að-reykja-bólur (arg, garg og grenj) en svo verði ég sæt sem aldrei fyrr... æji já batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver spekingurinn

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

ég get blótað að vild núna og þykist jafnvel getað haft ástæðu til.... tölvan mín virðist hafa eitthvað á móti mér þessa daganna og neitar að vera tengd við netið lengur er tvær mínútur í einu, sem þýðir að ég fer og reyni að skoða póst eða gera eitthvað skemmtilegt en NEI wireless network connection unavaliable og þá þarf að fara í gegnum allt aftur og þá er alltí lagi með þetta... helvítis geðþóttaákvarðanir í þessu apparati... arg og garg... svo dettur þessu apparati í hug að tengjast við HINET sem er háskólanetið og þess má þá geta að ég er í Breiðholti í vinnunni og það er ansi langt í háskólann og tölvan er bara að plata þessi tenging er ekkert að virka hér .. já já og svo þegar hún er búin að vera tengd við HINET í smástund þá breytir hún í eitthvað sem heitir Peer-to-peer og er líka bara gabb... ARRRGGGG... árans fjárans tölvudrasl ... ég er meira að segja búin að reyna að tala fallega við gerpið en það virðist ekkert ganga úff...
jæja þetta var algjörlega nöldur dagsins ef ekki mánaðarins .. og já ég er ekki búin að reykja kannski liggur hundurinn grafinn þar æji það skiptir ekki máli það sem skiptir máli núna er þessi margumtalaða NETTENGING sem vill ekki virka eins og hún á að virka og hana nú

mánudagur, febrúar 09, 2004

jæja þá er komið að þvi ... ég ákvað í morgun að hætta að reykja þar sem ég áttti bara ógeðslegar winston sígarettur, ég ákvað bara að það væri komin tími til að hætta þessu ... núna ca 10 tímum seinna finnst mér þetta ekki vera eins góð hugmynd, mér finnst winston bara hljóma fínt og mig langar í sígarettu... eða nei kannski ekki ég get ekki neitað því að mér er ógeðslega heitt og mér er illt í kjálkunum af tyggjósmjatti. Illu er best aflokið sagði einhver einhvern tíma og ég er að hugsa um að hugsa bara um þetta ... já það er góð hugmynd... #!/% &$#"....

föstudagur, febrúar 06, 2004

swingg... fullt af peningum = nýjar peysurm, nýr jakki og nýjir skór og svo ekki sé minnst á klippingu, konan spókar sig hamingjusöm á götum bæjarins í nýju fötunum, það er bara verst að það er ekki hægt að vera í þessu öllu í einu, sökum þess að það eru ekki allir litir vinir en jæja... svo held ég að veðurguðirnir hafi eitthvað persónulega á móti mér vegna þess að ég var komin í góðan fíling og ætlaði að fara að spóka mig á bleiku skónum og nýja jakkanum en nei nú er skollinn á frostaveturinn mikli og það jafngildir sjálfsmorði að fara út í nýju skónum og nýja jakkanum. En jæja koma tímar koma ráð... og það spáir víst hlýnandi með vorinu er það ekki annars... planið er samt róleg helgi ég er með fullt hús af börnum, tvö af systkinum mínum eru í heimsókn og ætla að vera hér í nótt mér til mikillar ánægju, nú sitja þau og dunda sér við að vera sæt og horfa á disney mynd .. þau eru skemmtileg.
skóli skóli skóli ... ég er loksins farin að getað lesið bækurnar, það er jafnvel farið að gerast að það kemur heil setning þar sem ég skil öll orðin.. já ensku-kunnátan mín fer stórum batnandi, ég er líka einstaklega þakklát fyrir að eiga tölvuorðabók... það er alveg merkilegt fyrirbæri og alveg stórsniðugt... bráðum fer ég að tala í undarlegum ensku-slettum sem enginn skilur, eða allavega sem ég held að enginn skilji ... bla bla bla andleysi og rugl .. yfir og út að lokum

mánudagur, febrúar 02, 2004

jæja þá er ný vika byrjuð og allir hafa gaman að því.. annars gerði ég sitt lítið af hverju um helgina, á föstudaginn hitti ég mínar ástkæru frænkur og við fengum okkur bjór eða kaffi eftir því sem hentaði hverjum og einum voða gaman þar... á laugardaginn fór ég í starfsmannaparty hjá honum Gunnþóri já og viti menn það var bara mjög skemmtilegt... já þar var drukkið og talað og hlegið fram eftir kvöldi, að sjálfsögðu drakk fólk bjór með ostunum.. já bara gaman ég stakk svo af á sirkus og þegar ég var komin þar inn tók bara óminnið við og ég hreinlega gleymdi að ég hefði verið í öðru partyi ... kannski er það bara vaninn að vera alltaf á sirkus... já já svona er þetta.. ég hitti skemmtilegt fólk og annað sem var miður skemmtilegt eins og gengur og gerist en að sjálfsögðu var þetta ekki mikið öðruvísi en venjulega þannig að ég skakklappaðist bara heim um 4, mætti svo hress í vinnuna klukkan 8 á sunnudagsmorgun og skemmti mér í Breiðholtinu fram eftir degi...
annars er það er helst að frétta að það er von á fjölgun á heimilinu .. ég fór með litlu kisuna til dýralæknis í dag og þar var mér tilkynnt að það væru að minnsta kosti tveir kettlingar að vaxa í bumbunni hennar, þannig að hún fékk vítamínsprautu og ormalyf já og maður getur látið sig hlakka til að sjá litla súpersæta kettlinga velta um gólfin og klóra allt sem fyrir verður.
já þá verður gaman að vera til