jæja þá er stelpan búin í vinnunni í dag... það er nú bara alveg ágætt. Tölvan mín fer samt eitthvað í taugarnar á mér þessa dagana, núna kemst ég ekki inná það sem ég vil á netinu vegna dynta í þessari elsku. Argaþvarg ... er hægt að argaþvarga... jah nú veit ég ekki.
fréttir dagsins eru hins vegar þær að ég fór í skólann og fór svo á kaffihús í smástund og arkaði svo í strætó áleiðis í vinnuna. Ég byrjaði líka að prjóna vettlinga sem eru bleikir og grænir, fólki ber samt ekki saman um hvort litirnir passi saman eða ekki, ég ætla bara að hlusta á fólkið sem segir að þeir passi saman. Já þá er ég búin að sinna tilkynningarskyldunni gott fólk, vonandi eru allir glaðir og ánægðir ... lifðið í lukku en ekki í krukku kæru vinir
á morgun kemur batnandi tíð með blóm í haga og ég ætla að vakna snemma og læra voðalega mikið.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli