swingg... fullt af peningum = nýjar peysurm, nýr jakki og nýjir skór og svo ekki sé minnst á klippingu, konan spókar sig hamingjusöm á götum bæjarins í nýju fötunum, það er bara verst að það er ekki hægt að vera í þessu öllu í einu, sökum þess að það eru ekki allir litir vinir en jæja... svo held ég að veðurguðirnir hafi eitthvað persónulega á móti mér vegna þess að ég var komin í góðan fíling og ætlaði að fara að spóka mig á bleiku skónum og nýja jakkanum en nei nú er skollinn á frostaveturinn mikli og það jafngildir sjálfsmorði að fara út í nýju skónum og nýja jakkanum. En jæja koma tímar koma ráð... og það spáir víst hlýnandi með vorinu er það ekki annars... planið er samt róleg helgi ég er með fullt hús af börnum, tvö af systkinum mínum eru í heimsókn og ætla að vera hér í nótt mér til mikillar ánægju, nú sitja þau og dunda sér við að vera sæt og horfa á disney mynd .. þau eru skemmtileg.
skóli skóli skóli ... ég er loksins farin að getað lesið bækurnar, það er jafnvel farið að gerast að það kemur heil setning þar sem ég skil öll orðin.. já ensku-kunnátan mín fer stórum batnandi, ég er líka einstaklega þakklát fyrir að eiga tölvuorðabók... það er alveg merkilegt fyrirbæri og alveg stórsniðugt... bráðum fer ég að tala í undarlegum ensku-slettum sem enginn skilur, eða allavega sem ég held að enginn skilji ... bla bla bla andleysi og rugl .. yfir og út að lokum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli