þriðjudagur, febrúar 10, 2004

ég get blótað að vild núna og þykist jafnvel getað haft ástæðu til.... tölvan mín virðist hafa eitthvað á móti mér þessa daganna og neitar að vera tengd við netið lengur er tvær mínútur í einu, sem þýðir að ég fer og reyni að skoða póst eða gera eitthvað skemmtilegt en NEI wireless network connection unavaliable og þá þarf að fara í gegnum allt aftur og þá er alltí lagi með þetta... helvítis geðþóttaákvarðanir í þessu apparati... arg og garg... svo dettur þessu apparati í hug að tengjast við HINET sem er háskólanetið og þess má þá geta að ég er í Breiðholti í vinnunni og það er ansi langt í háskólann og tölvan er bara að plata þessi tenging er ekkert að virka hér .. já já og svo þegar hún er búin að vera tengd við HINET í smástund þá breytir hún í eitthvað sem heitir Peer-to-peer og er líka bara gabb... ARRRGGGG... árans fjárans tölvudrasl ... ég er meira að segja búin að reyna að tala fallega við gerpið en það virðist ekkert ganga úff...
jæja þetta var algjörlega nöldur dagsins ef ekki mánaðarins .. og já ég er ekki búin að reykja kannski liggur hundurinn grafinn þar æji það skiptir ekki máli það sem skiptir máli núna er þessi margumtalaða NETTENGING sem vill ekki virka eins og hún á að virka og hana nú

Engin ummæli: