föstudagur, júní 24, 2005

Í gær mætti ég í vinnuna klukkan 16:00. Ég ákvað að byrja á því að kíkja á emilinn minn. Þar beið mín sérlega glæsilegur emill, í honum stóð:

Þú hefur fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum.
Fjölskylduíbúð 105 á 1.Hæð, Eggertsgata 2 ( Hjónagarðar );
Leigutímabilið er frá 2005-07-01 til 2005-08-31

Ég náttúrulega missti vitið af gleði. JESS!!!!!!! Nú get ég farið að flytja og gera allt sem mig langar að gera. Ég get farið að undirbúa komu Júpíters í þennan heim. Ég get farið að kaupa og raða og og og.... bara allt. Hengja upp myndir og ... úff þetta er svo spennandi.
Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu. Ég er frjáls. Verst að það er heil vika þangað til. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lifa það af. Og þó, það er svo langt síðan ég byrjaði að telja vikur. Þarf að bíða í 9 í viðbót eftir Júpíter. Ætti kannski að lifa af eina viku í bið eftir íbúð...
Ég var svo spennt yfir þessu að ég rauk strax í dag á skrifstofur stúdentagarða til að skrifa undir leigusamninginn. Enn og aftur JESSSS!!!!
Já, mér finnst Júpíter vera ágætis "vinnuheiti" a ljúflinginn.

mánudagur, júní 13, 2005

Nú er ég ekki glöð.
Ég var búin að skrifa sérlega rómantíska færslu um hvað það er notalegt að vera í sveitinni og hversu mikið allt blómstrar og bla og bla...
svo ýtti ég á publish og færslan hvarf. Svo nú sit ég eftir með sárt enni og er að hugsa um að fara bara að sofa ... huh

fimmtudagur, júní 09, 2005

jahá ...
Í gær fór ég í sakleysi mínu í strætó. Þegar ég kom inní vagninn leit ég úrvalið af sætum og valdi mér svo eitt sem mér þótti nokkuð gott. Ekkert of nálægt parinu sem leit út fyri að vera geðveikt. Þau sátu þarna tvö dálítið ólukkuleg(minntu mig á mæðginin sem dv segir vera verstu nágranna í heimi, þessi sem vilja bara búa saman alltaf). Jæja ég bara sat þarna í sakleysi mínu og beið þess að vagninn nálgaðist heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi. Svo ýtir ógæfufólkið á bjölluna og þau ætluðu greinilega að fara út á sama stað og ég. Rétt áður en við komum á stoppistöðina stóð konan upp, virtist vera á leið að dyrunum, en nei nei, hún gekk til mín, sneri sér að mér og SPARKAÐI í mig!!!!!!!! jább, hún sparkaði í mig. Ekkert fast eða neitt svoleiðis en mér er alveg sama. HÚN SPARKAÐI Í MIG!!! Bara svona eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo bara sneri hún sér við og beið eftir því að vagninn stoppaði!!! Ég var svo hissa að ég átti bara ekki til orð. Vinna mín með fólki með einhverfu hefur kennt mér að sýna ekki viðbrögð við svona löguðu og ég bara gerði það sem reynslan sagði mér, nákvæmlega ekki neitt. Þau voru náttúrulega að fara út á sama stað og ég, og ég var alveg skíthrædd um að konan ætlaði hreinlega að drepa mig. Ég var meira að segja farin að sjá fyrir mér mínar síðustu stundir. Ég sá mér þann kost vænstan að labba bara rosalega hratt á heilsugæslustöðina og vona að þau væru ekki að fara þangað. En að sjálfsögðu urðu vonir mínar að engu, þau voru líka að fara þangað. Maðurinn með eina hækju þannig að það heyriðist svona klikk,klikk hljóð þegar hann labbaði ... oj mér fannst þetta svo hryllingmyndalegt og ég var ógeðslega hrædd. Svo þurfti ég að sjálfsögðu að bíða í smástund eftir að röðin kæmi að mér og á meðan hlustaði ég á konuna æpa útí lofið:"þroskaheft, mella" á milli þess sem hún flautaði á karlmenn sem henni þóttu föngulegir. Ég komst við illan leik inn til ljósunnar minnar og þurfti að stija þar í dágóða stund áður en ég gat talist vera róleg.
jahá, þetta er eiginlega bara með því fáránlegasta sem ég hef lent í.
Kannski ætti ég að hringja í DV : Sparkað í ófríska konu í strætó!! :)