föstudagur, júní 24, 2005

Í gær mætti ég í vinnuna klukkan 16:00. Ég ákvað að byrja á því að kíkja á emilinn minn. Þar beið mín sérlega glæsilegur emill, í honum stóð:

Þú hefur fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum.
Fjölskylduíbúð 105 á 1.Hæð, Eggertsgata 2 ( Hjónagarðar );
Leigutímabilið er frá 2005-07-01 til 2005-08-31

Ég náttúrulega missti vitið af gleði. JESS!!!!!!! Nú get ég farið að flytja og gera allt sem mig langar að gera. Ég get farið að undirbúa komu Júpíters í þennan heim. Ég get farið að kaupa og raða og og og.... bara allt. Hengja upp myndir og ... úff þetta er svo spennandi.
Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu. Ég er frjáls. Verst að það er heil vika þangað til. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lifa það af. Og þó, það er svo langt síðan ég byrjaði að telja vikur. Þarf að bíða í 9 í viðbót eftir Júpíter. Ætti kannski að lifa af eina viku í bið eftir íbúð...
Ég var svo spennt yfir þessu að ég rauk strax í dag á skrifstofur stúdentagarða til að skrifa undir leigusamninginn. Enn og aftur JESSSS!!!!
Já, mér finnst Júpíter vera ágætis "vinnuheiti" a ljúflinginn.

Engin ummæli: