föstudagur, desember 29, 2006

Jólin eru búin að vera mjög hugguleg.
Við mæðgin fengum fullt af pökkum og skemmtum okkur bæði konunglega ásamt fjölskyldunni allri við að opna pakkana.
Ég hitti vel í mark með ukulelenum sem ég gaf besta barni í jólagjöf. Hann var svo glaður! Ukuleleinn er ennþá vinsælasta dótið ;)
Mér finnst eiginlega magnaðast að um leið og hann sá þetta þá fattaði hann að þetta væri hljóðfæri - eða amk eitthvað sem spilar tónlist sem maður á að dansa við. Hann var allt kvöldið að glamra á gripinn og reyna að dansa í leiðinni, meira að segja sitjandi.
Mér finnst dáldið merkilegt að hann "fatti" að þetta sé tónlist en ekki gargið sem kemur úr símanum sem hann fékk í jólagjöf, sá spilar dýrahljóð og símhringingar.
En það var mjög skemmtilegt að horfa á hann spila og dansa.

En að öðru... skólinn... ég get svo svarið það að ég á eftir að fara á taugum. Mér finnst hreinlega dónaskapur að maður fái ekki einkunnirnar fyrr en einhvern tíma seint og um síðir.
Því meira sem ég hugsa um þetta því sannfærðari verð ég um að ég hafi ekki náð.
Það er samt alltaf svoleiðis, eða ég reyni að hugsa það. Mér finnst alltaf eins og allt hafi gengið mjög vel þangað til ég fer að hugsa mikið um það.... ORG.
En tímin líður hratt og bráðum koma áramót og þá fer ég bráðum heim og þá fara einkunnirnar alveg að koma.
En núna finnst mér að þetta muni allt gerast í fjarlægri framtíð.
Mikil kona sagði einu sinni : "þetta fer allt saman einhvern vegin." Það er víst rétt hjá henni svo ég reyni að bíða róleg.
Hils smarta.

p.s. ég er búin að drekka 2 kaffibolla síðan ég kom. Það er undarlegt.

laugardagur, desember 23, 2006


Nóg að gera hér...

Ég er nördinn sem sendi bara sumum jólakort. Bara þeim sem ég byrjaði á að skrifa. Svo tók ég fullt af kortum og útprentuðum myndum hingað.
Hef því miður alls ekki haft tíma til að setjast niður, finna andann og skrifa kort.
Svo þið sem fáið ekki kort megið ekki móðgast, ég hafði bara svo lítinn tíma.
Ég vildi senda öllum kort því allir vinir mínir eru frábærir.
Hugsa til ykkar allra og vonandi eigið þið gleðileg jól.
Sakna dáldið skötulyktarinnar... Er samt að bæta mér það upp með því að hlusta á jólakveðjurnar á netinu.
jæja.. hafði það best öll sömul.
Gleðileg jól.

föstudagur, desember 22, 2006

Allt að gerast.

Já... ég er komin heilu og höldnu til Tvöroyrar. Mjög fínt. Flugið endaði með því að vera 5 tímum á eftir áætlun en þegar við loksins fórum í loftið þá var þetta fínt. Í fyrsta skipti fannst mér flugtíminn líða mjög hratt.
Sunneva tók svo vel á móti okkur með uppbúnum rúmum. Mjög huggulegt, ég hálfpartin bjóst við að finna súkkulaði á koddanum þetta var svo fínt hjá henni.
Á þriðjudaginn sigldum við svo frá Þórshöfn hingað. Við Guðjón skemmtum okkur konunglega við að hlusta að útvarpsstöð sem spilaði allt frá "heims um ból" á spænsku og útí R&B sem einhver enskumælandi stúlkukind kynnti.
Hún talaði um að hún væri frá Montreal en mér fannst hreimurinn hennar dularfullur.

Best var að sjálfsögðu að hitta besta barn þegar hingað var komið. Hann var nývaknaður og mjög hissa að sjá mömmu sína, vildi fyrst bara fylgjast með mér úr fjarlægð en það var bara í svona klukkutíma.
Svo var hann hress og þekkti mig greinilega og er núna alveg búin að sýna mér að hann saknaði mín og er glaður að sjá mig aftur.
Nú bíðum við bara spennt eftir jólunum.

Ég hugsa til þeirra sem eru að stíga erfið spor þessa daganna.

Jólakveðjur Marta og besta barn.

mánudagur, desember 18, 2006

Flugblogg.
Mættum galvösk á flugvöllinn kl 19:15, var búið að láta vita af hálftíma seinkun.
Núna er klukkan 21 og við erum enn á flugvellinum, löngu búin að tjekka okkur inn. Fulli gaurinn er orðin alveg blindfullur og farin að ásækja okkur. Þrátt fyrir að stjarnan sé farin.
Áðan skammaði hann unga stúlku fyrir að vera með húfu, henni gæti ekkert verið kalt á eyrunum hér inni.
Nýjustu fréttir herma að vélin lendi hér kl 22:30. Þá gæti jafnvel verið að við færum í loftið uppúr 23.
Gaman. En hey við fengum fría samloku og kókómjólk.
Djö... en ég drekk bara fleiri bjóra og þá ætti þetta að lagast.
Kannski.

fimmtudagur, desember 14, 2006

Hvaða B-vítamín er ekki kóensím?
Guð minn góður. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu satans prófi. Frú kennari hefur verið í einhverjum undarlegum trans þegar hún samdi það.
Sumar spurningar skildi ég hreinlega ekki. Þ.e.a.s. skildi ekki orðalag spurningarinnar. Sumt var bara rugl.
Ég get svo svarið það ... það var nú aldeilis ekki hresst fólk sem lak útúr þessu prófi másandi og blásandi.
Ég get svo svarið það... vonbrigði, og ég sem er búin að læra og læra og læra efnafræði í allt haust.

Að vanda voru þarna 3 stúlkur sem björguðu deginum. TAKK stelpur ég veit ekki hvar ég væri án ykkar. Mamma hennar Raggýar fær líka rokk prik fyrir að leyfa okkur að sjá framtíð okkar, hvers vegna við erum að þessu puði :)
Djöfull var borgarinn góður. Verst að við vorum allar útmakaðar í ...ohh ég man ekki orðið, þegar við fórum út.
Jæja það er víst best að fara að læra undir sálfræði, eitthvað verður maður að nota til að hífa sig upp úr þessari vitleysu :)
Góða skemmtun.
Ég finn hvernig maginn herpist saman. Eins gott að borða ekki neitt fyrir próf. Þá gæti verið að ég kæmist ekki í prófið.
Skil ekki þetta prófadót. Í gær fannst mér voða erfitt að einbeita mér að lærdómnum því mér fannst ég mikið til kunna þetta. Svo núna finnst mér eins og ég viti ekkert um efnafræði. EKKERT.
Er farin að sjá fyrir mér að ég setjist í prófið og hreinlega gefi upp öndina.
Panik. Þetta verður að takast.
Vitiði ég er búin að fórna svo miklu og ég verð svo sár ef þetta heppnast ekki.
Hvernig ætlar hún að spurja? Mun hún spurja mikið útúr formúlum? þá er ég dauð.
$%&$$##%
Fokk.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Þegar ég var lítil vildi ég stundum ekki borða matinn minn, stundum var ég gikkur stundum bara frekjudós. Vildi eitthvað betra en það sem var í boði. Af því tilefni var mér sögð sagan af honum Sigga.
Siggi var svo mikill gikkur að hann vildi aldrei borða matinn sinn. Hann varð alltaf mjórri og mjórri og minni og minni.
Svo að lokum varð hann svo mjór að hann var alltaf þreyttur og gat ekki neitt. Hann varð svo mjór að systir hans hélt að hann væri blýantsstrik og strokaði hann út.
Þannig fór um sjóferð þá.
Sagan hefur greinilega virkað. Að minnska kosti er ansi langt í að ég verði jafn mjó og Siggi.

mánudagur, desember 11, 2006

jæja...
3 búin. Bara tvö eftir!!!!.
Gekk svona já .. uuu ..ágætlega, vona ég. Óskaplega erfitt að meta þetta. Ég allavega fór í prófið merkti við og fór út aftur. Gerði að minnsta kosti eitthvað rétt :)
Í morgun leið mér eins og ég hefði eytt þremur dögum ( og heilli önn) í að læra ekkert. Sem betur fer var það ekki alveg rétt, eittvað hefur síast inn.
Eytti hádeginu á át og hlátur. gaman .
Núna ætla ég að fara og ganga frá anatomíudótinu og læra svo efnafræði.
Djö, ég var búin að gleyma að appelsín væri svona gott. Mmmm langar í meira appelsín.

Hey búbbar - sko eldhúsborðið á ekki að vera svona út á miðju gólfi. Bara koma þessu að.

laugardagur, desember 09, 2006Fann þessa dásamlegu mynd á blogginu hjá Elínu Lóu. Við frænkurnar að borða ísblóm á Vonarlandi. Greinilegt að þetta voru alls ekki vond ísblóm.
anda inn, anda út.
Alltí hnút.
Er ekki frá því að mr. Stress sé mættur í heimsókn til mín. Stór og ófrýnilegur.
Mig vantar svona eins og 100metra af frösnkum rennilás á heilann. Eða bara á hjartað. Eða bara einhvers staðar.
Hvernig er eiginlega hægt að ímynda sé að nokkur maður geti munað þetta allt.
En eitt er víst og það er að það eru 30 bein í efri útlim.
Vena cava inferior er líka stærsta bláæðin. Og aorta er huge, úr henni koma greinar og alles.
Afskræmda líkið í Atlasnum er samt með stórt nef og skúffu. Ætli hann hafi verið brjálaður vísindamaður? Æstur í að vera flakaður og myndaður eftir dauðann.
Eða ætli hann hafi bara verið einmanna heimilisleysingi?

Nú ætla ég að fara og leggjast í anatomíska stöðu í rúmið mitt og reyna að muna.

fimmtudagur, desember 07, 2006

já.. heimspekin var ágæt. 2 búin 3 eftir. Þar af tvö erfðiustu...

11 dagar í Færeyjar. Úúúú... ég hlakka svo til að það er erfitt að hugsa um það. Sjá litla strákinn minn aftur. Það er eins gott að þetta takist og þetta hafi allt saman verið þess virði.

Smart.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Ég get svo svarið það...
Ég er að drepast úr hungri en ég nenni ekki að borða, sem veldur því að heilinn fær engan glúkósa sem aftur veldur því að ég nenni ekki að læra..
Það er ekki gott.
Jú jú ég er alveg að læra en guð minn góður hvað ég er komin með mikið ógeð á heimspeki.
(eitthvað er þetta farið að hljóma kunnuglega)
Siðfræði er alveg ágæt og nauðsynleg. En hvað er eiginlega máli með allt þetta helv.. orðahjal endalaust.
Er ekki bara hægt að fá pointið í söguna? Ég nenni ekkert endalust að ræða málin!
og hana nú!

Ég hef hér að framan leitast við að útlista líknardrápshugtakið en jafnvel þótt verknaður fullnægji öllum skilyrðum til að teljast réttnefnt líknardráp segir það ekkert um réttmæti verknaðarins

Bíddu á meðan ég fer og skila matnum sem ég át ekki.

sunnudagur, desember 03, 2006


Hausinn á mér orðin fullur af félagsfræði, ég er komin með hundleið á félagsfræðinni. Hlakka bara til þegar prófið verður búið og ég get farið að læra eitthvað annað.

Ég fór í bónus á fimmtudaginn og keypti nauðsynjavörur fyrir próflestur. Kexið, súkkulaðið og snakkið er búið og ég er ekki einu sinni búin í fyrsta prófinu. Kannski ég borði gulræturnar bara í næstu viku.

Annars er mér búið að detta margt og mikið sniðugt í hug en það er farið út um hitt.

17 dagar.

Jiminn eini ég er bara með þungan félagsfræðihaus. Kannski er hann að ofþorna. Merton, Cooley, Mead, fjölskyldan, skilnaðir, aldurshyggja, gender, social role, stofnun, heilbrigði, hópar, Goffman, leiksvið.... og svo framvegis. Karlmenn skiluðu að meðaltali 19 vinnustundum til heimilsisins árið nítjánhundruðníutíuogeitthvað.. 5? Eins gott að þetta verði fyrst krossinn.
Hring eftir hring....

Já breytti blogginu, eitt af þessum verkum sem ekki er hægt að gera nema í prófum ;)
En þarna sjáið þið svart á hvítu af hverju ég er ekki listamaður.