anda inn, anda út.
Alltí hnút.
Er ekki frá því að mr. Stress sé mættur í heimsókn til mín. Stór og ófrýnilegur.
Mig vantar svona eins og 100metra af frösnkum rennilás á heilann. Eða bara á hjartað. Eða bara einhvers staðar.
Hvernig er eiginlega hægt að ímynda sé að nokkur maður geti munað þetta allt.
En eitt er víst og það er að það eru 30 bein í efri útlim.
Vena cava inferior er líka stærsta bláæðin. Og aorta er huge, úr henni koma greinar og alles.
Afskræmda líkið í Atlasnum er samt með stórt nef og skúffu. Ætli hann hafi verið brjálaður vísindamaður? Æstur í að vera flakaður og myndaður eftir dauðann.
Eða ætli hann hafi bara verið einmanna heimilisleysingi?
Nú ætla ég að fara og leggjast í anatomíska stöðu í rúmið mitt og reyna að muna.
laugardagur, desember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Marta, hvaða e-mail addressu ertu með?
Já takk, var að senda þér póst...
Þetta mun allt ganga upp hjá okkur engin spurning! Við verðum bestar ;)
Kannski ég leggist líka í anatomíska stöðu og reyni að muna eitthvað af þessum hellingi.
kveðja Agnes
Skrifa ummæli