Þegar ég var lítil vildi ég stundum ekki borða matinn minn, stundum var ég gikkur stundum bara frekjudós. Vildi eitthvað betra en það sem var í boði. Af því tilefni var mér sögð sagan af honum Sigga.
Siggi var svo mikill gikkur að hann vildi aldrei borða matinn sinn. Hann varð alltaf mjórri og mjórri og minni og minni.
Svo að lokum varð hann svo mjór að hann var alltaf þreyttur og gat ekki neitt. Hann varð svo mjór að systir hans hélt að hann væri blýantsstrik og strokaði hann út.
Þannig fór um sjóferð þá.
Sagan hefur greinilega virkað. Að minnska kosti er ansi langt í að ég verði jafn mjó og Siggi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
:D
Skrifa ummæli