Allt að gerast.
Já... ég er komin heilu og höldnu til Tvöroyrar. Mjög fínt. Flugið endaði með því að vera 5 tímum á eftir áætlun en þegar við loksins fórum í loftið þá var þetta fínt. Í fyrsta skipti fannst mér flugtíminn líða mjög hratt.
Sunneva tók svo vel á móti okkur með uppbúnum rúmum. Mjög huggulegt, ég hálfpartin bjóst við að finna súkkulaði á koddanum þetta var svo fínt hjá henni.
Á þriðjudaginn sigldum við svo frá Þórshöfn hingað. Við Guðjón skemmtum okkur konunglega við að hlusta að útvarpsstöð sem spilaði allt frá "heims um ból" á spænsku og útí R&B sem einhver enskumælandi stúlkukind kynnti.
Hún talaði um að hún væri frá Montreal en mér fannst hreimurinn hennar dularfullur.
Best var að sjálfsögðu að hitta besta barn þegar hingað var komið. Hann var nývaknaður og mjög hissa að sjá mömmu sína, vildi fyrst bara fylgjast með mér úr fjarlægð en það var bara í svona klukkutíma.
Svo var hann hress og þekkti mig greinilega og er núna alveg búin að sýna mér að hann saknaði mín og er glaður að sjá mig aftur.
Nú bíðum við bara spennt eftir jólunum.
Ég hugsa til þeirra sem eru að stíga erfið spor þessa daganna.
Jólakveðjur Marta og besta barn.
föstudagur, desember 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er frábært að flugið gekk vel. Ég vissi svo sem alveg að þú myndir hafa þetta hafa krúsin mín! :)
Hafðu það ROSA gott yfir jólin og áramótin :o)
Halló flughræddust, ég er viss um að þú hefur týnt hræðslunni út um gluggann á leið til Færeyja, heldur þú ekki? Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! Hlakka til að sjá þig í janúar. Risa Jólaknús til þín og besta barns
Skrifa ummæli