miðvikudagur, desember 06, 2006

Ég get svo svarið það...
Ég er að drepast úr hungri en ég nenni ekki að borða, sem veldur því að heilinn fær engan glúkósa sem aftur veldur því að ég nenni ekki að læra..
Það er ekki gott.
Jú jú ég er alveg að læra en guð minn góður hvað ég er komin með mikið ógeð á heimspeki.
(eitthvað er þetta farið að hljóma kunnuglega)
Siðfræði er alveg ágæt og nauðsynleg. En hvað er eiginlega máli með allt þetta helv.. orðahjal endalaust.
Er ekki bara hægt að fá pointið í söguna? Ég nenni ekkert endalust að ræða málin!
og hana nú!

Ég hef hér að framan leitast við að útlista líknardrápshugtakið en jafnvel þótt verknaður fullnægji öllum skilyrðum til að teljast réttnefnt líknardráp segir það ekkert um réttmæti verknaðarins

Bíddu á meðan ég fer og skila matnum sem ég át ekki.

3 ummæli:

Gríshildur sagði...

ójá þvílíkt jaml sem þetta er...frumskyldur, faglegt forræði, gæðaréttur, þungamiðja siðferðislegs lífs... grrrr hlakka til að loka þessari bók að eilífu amen

Nafnlaus sagði...

Hæbbs, mér leiddist svo ég leit við ;) Verð að vera sammála þér með heimspekina - hef aldrei skilið tilganginn... Vona samt að þú náir að setja þig í smá heimspekistellingar í prófinu svo einkunnin verði góð ;)
/Auður

Nafnlaus sagði...

Já þessi heimspeki fer bara í hringi...

Hvernig hljómar annars frænkuboð einhvern tímann á næstunni? Kannski bara þegar þú kemur hjemm from Færeyjar?

Gangi þér vel ótrúlega vel Marta Parta:)