þriðjudagur, júlí 20, 2004

já já þetta er alveg ágætt.
Er á leið uppá Skaga í menninguna. Kannski það sé fullt af fólki þar að skemmta sér konunglega yfir þessu lífi múhahahah...
Okkur Heiði tókst að fara í sund í gær og synda 500m víjjj!!! Kannski ég fari aftur í sund og syndi meira. hmmm... veit ekki.
Mottukeppnin á Sirkus var algjör snilld, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel á þessum bar.  Vann svo á föstudagskvöld og það var ekkert gaman, fór aðeins út á laugardag og það var ekki heldur gaman. Eftirlitið að tala rugl á sirkus og sjór af fólki á kaffibarnum, ég gleymdi sundgleraugunum heima svo ég nennti ekkert að vera þar í hitanum og svitanum.
Stutt þangað til ég hætti að vera vinnandi kona. Ég hlakka til. 
Það er sumar. 
Tveir eru kompaní en þrír eru krád.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

já já...
komin heim aftur. Er á næturvakt núna, ótrúlega gaman. Mývatnssveit stóð að sjálfsögðu fyrir sínu og mig langaði ekkert að fara heim. Það var auðvitað sól og blíða allann tímann, alltaf gott veður fyrir norðan :) Það var ótrúlega gaman að hafa Heiði og Hjördísi í sveitinn og svo að sjálfsögðu Ósk og fullt af fleira fólki. Ég baðaði mig endalaust og setti nýtt persónulegt met þegar ég var, ásamt Þórði, í 4 klukkutíma í lóninu marandi í hálfu kafi. Dásamlegt. Við fórum líka í stelpuferð í gjána, slepptum sundfötum :) það var ótrúlega skemmmtilegt. Við grilluðum og grilluðumst. Við bjuggum til varðeld á tjaldstæðinu og sátum þar og drukkum bjór. Hjördís hljóp í gegnum runna. Við lékum okkur í hakkí og frispí og líka með e-ð dót sem var júnit og bolti og var ótrúlega skemmtilegt. Við sáum þýska túrhesta sem gátu ekki sagt neitt nema:"wúnderbar". Ég vann í 7 tíma og labbaði svo mikið að það kom gat á báða sokkana mína. Ég svaf í kofa. Birta kom og klifraði í tré og dundaði sér við að blása sápukúlur. Við sátum í sólbaði í hrauninu.
Yndislegt að vera í sveitinni.
En jæja það er nú líka ágætt að vera hér í selinu að vinna sér inn peninga í staðinn fyrir að eyða þeim.
Planið er að stunda sundlaugar Reykjavíkur grimmt á meðan ég er hér. Planið er líka að þrífa heima hjá mér og kaupa klósettpappír og kattasand í Bónus. Kannski maður kíkji svo á Sirkus og fái sér einn bjór.....
En jæja best að fara að góna á sjónvarpið eða á veggina eða bara góna á Einar sem situr hér bakið aðra tölvu.
Áfram KR :)

föstudagur, júlí 09, 2004

ég á bara ekki til orð yfir góða veðrinu í sveitinni!!! Sól og 20 stiga hiti dag eftir dag... dásamlegt :) úff það er ekki hægt að sitja hér við tölvu, verð að fara út.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Gaman
Að sjálfsögðu er gaman í sveitinni. Nú er ég rétt að skríða á fætur. Það er sól úti og hitamælirinn sýnir tæpar 17 gráður. Yndislegt. Veit samt ekki hverstu gott húðin á mér hefur af frekari sólböðum, ég missti mig aðeins í gær og var úti allann daginn. Já ég er dálítið rauð. Má ekki vera alveg ber í sólbaði í dag :)
Ljúfa lífið í sveitinni er alveg fínt og nú sef ég í kofanum úti í garði ásamt Birtu og Ósk. Það er fínt.
Hausinn er ekki almennilega vaknaður. Farin að finna mér einhverjar spjarir.

mánudagur, júlí 05, 2004

jahá!
Ég er á Akureyri, sit á kaffihúsi að bíða eftir að tíminn líði. Hér er að sjálfsögðu stórkostlegt veður. Mig svíður samt dálítið í augun þar sem ég er alls ekki búin að sofa nóg. Byrjaði að pakka niður eftir miðnætti, fór að sofa um 3 og var mætt á flugvöllin klukkan 7, duglega stelpa segir maður bara. Ég var voða fegin að komast með þessari flugvél, ég var meira að segja síðasta manneskjan til að komast með hoppi, gaurinn sem stóð í röð á eftir mér komst ekki með. Pjúff segi ég nú bara. En jæja, næst á dagskrá er að bíða eftir að klukkan verði 12 svo ég geti farið út á völl að sækja Birtu Maríu sem er að koma fljúgandi frá Ísafirði. Næst er stefnan bara tekin á sveitina þar sem dagarnir munu líða í leti og dásamlegheitum næstu vikuna :)
Breytti aðeins til í gær og fór á Prikið og fékk mér kaffi og bjór. Merkilegt hvað það var fínt enda var ég í góðum félagsskap.
Helgin fór í að vinna og vinna og sofa þess á milli.
Blessuð kisan sem heitir ekki neitt er að missa vitið sökum pirrings. Hún virðist ekkert skilja í því hvers vegna eitt afkvæmi hennar virðist ekki ætla að fara að heiman, því notar hún hvert tækifæri til að sýna greyið litlu Bröndu að hún sé alls ekki velkomin í Frostaskjól 4. Aumingja Branda eltir mömmu sína útum allt og virðist ekkert skilja í óvinsemdinni.
Það var lítið barn í flugvélinni sem grét og grét þangað til flugfreyjan kom með tvö vatnsglös sem hvort um sig innihélt klósettpappír bleyttan upp í heitu vatni. Hún ráðlagði móðurinni að setja glösin yfir eyru barnsins, barnið hætti að gráta og það heyrðist ekki meir í henni. Magnað!
En jæja ætli bankinn sé ekki búin að opna...