þriðjudagur, desember 30, 2003

hvrun andskotann á maður að gera þegar skjólstæðingur manns vill ekki tala við mann.... já hanga í tölvunni, það er það eina sem hægt er að gera. Annars afrekaði ég ekkert áður en ég fór í vinnuna í dag, lá í rúminu og hugsaði um að fara á fætur til 14:00 þá ákvað ég að taka af skarið en var svo lengi að öllu að ég þurfti að hlaupa við fót til að ná strætó en hvað gerist... ég kem á strætóstoppistöðina og bíð og bíð og 115 kemur en nei ekki minn strætó... 7 kemur en nei það er ekki heldur minn strætó... ég bíð enn þá og bíð svo dálítið meirae, svo kemur annað fólk gangandi og ég spyr hvað klukkan sé og viti menn þá er hún orðin 20 mín yfir en minn strætó átti að koma ca 5 yfir... hmmm eitthvað skrýtið á seiði.. ég orðin allt of sein í vinnuna, með engan síma og engin leið að láta vita... jæja ég tek þann pólinn í hæðina að bíða bara róleg og viti menn rúmlega 20 mín eftir áætlaðan komutíma kemur strætó merktur 111, sem er minn vagn, ég spyr vagnstjórann varlega hvar í fjáranum vagninn sem átti að vera á undan honum sé... og hann segir mér að sökum ófærðar hafi ein ferð dottið niður... en þetta var ekki allt saman búið, sökum mikillar umferðar var strætó 40 mín á leiðinni en venjulega tekur það mig um það bil 20 mín að komast í vinnunna jeijj gaman ... þetta er semsagt annar dagurinn í röð sem ég mæti of seint í vinnuna sökum ófærðar já það er nú gaman að vera til.....
Mér tókst hins vegar að redda pössun fyrir hann Tinna litla um áramótin þannig að mínar ástkæru vinkonur geta djammað áhyggjulausar með mér þegar nýtt ár gengur í garð ... húrra fyrir Rósu dýravin :)

mánudagur, desember 29, 2003

já tölum um veðrið... ég verð bara að segja það að mér finnst ósköp notalegt þegar það kemur vetur með alvöru vondu veðri... mig langar að sitja inni með kertaljós og spila... helst að það sé rafmagnslaust líka, þá get ég drekkt mér í nostalgíu og liðið eins og ég sé lítil stelpa á Ísafirði.
Mér finnst samt vera dálítið fyndið að við erum íslendingar og tölum endalaust um veðrið og hvað það séu nú mikil veðrabrigði hér á þessu skeri okkar en svo loksins þegar það kemur vont veður með snjó og tilheyrandi þá fer bara veröldin í hnút... strætó gengur ekki á réttum tíma, götur verða ófærar og fólk kemst hvorki lönd né strönd. Ég var til dæmis uppi á Akranesi í dag og ætlaði til Reykjavíkur til að vinna en hvað sem ég reyndi komst ég ekki, það var ófært og allt í rugli og ég endaði með því að mæta tæpum 2 tímum of seint í vinnuna, æji það er nú svosem alltí lagi ... ég gat þá ímyndað mér ég væri í fríi 2 tímum lengur. Já þetta er nú skemmtilegt.
Annars er svo notalegt að vera til um jólin að allt verður svo rólegt og fallegt... blóðið rennur hægar held ég, maður hugsar hægar og allt gerist hægar... ég held samt að líkami minn sé um það bil að lenda í vandræðum með að vinna úr öllu þessu súkkulaði sem ég er búin að innbyrða, allavega er ég farin að þurfa að sofa grunsamlega mikið ... ég veit ekki kannski er það bara óhófleg bjórdrykkja sem er að koma aftan að mér... jahh... maður spyr sig.
já síminn er ennþá týndur og þeir sem vilja ná í mig verða bara að hringja í vinnuna sem er 5611180 eða heim í frostaskjólið .. leitið og þér munuð finna, yfir og út, jafnvel kannski smá suður

laugardagur, desember 27, 2003

úff... hva hvu hva... úff tapaði því alveg í gær... týndi símanum æj æj hvað gerir maður þá??? er hægt að vera ekki með síma á þessum síðustu og verstu tímum... vá hvað þetta var mikið rugl... ég veit varla nokkurn skapaðan hlut... með hausverk og get ekki meira... ég man samt að ég hitti Gulla og hann var með sár á kinninni eftir eitthvað fífl sem ákvað að lemja hann... mér finnst það ASNALEGT hvers vegna fer fólk að lemja annað fólk bara til að sýnast vera eitthvað... ég skil þetta ekki.
ég er með marblett á hendinni af því að ég og Hjördís vorum að dunda okkur við að kýla hvor aðra... já það sem manni dettur í hug eftir nokkra bjóra... eftir marga var ég bara farin að gera vitleysu he he :)

fimmtudagur, desember 25, 2003

jæja þá er aðfangadagskvöld í vinnunni liðið... það var nú bara ágætt, mesta furða. ég gat alveg eldað matinn skammlaust en tókst þó að brenna kartöflurnar smá en það vara alltí lagi.... ég var búin að búa til fínan ís en þegar átti að taka hann úr forminu stóð allt fast, ég hamaðist og hamaðist en það vildi ekki betur til en svo að ég missti helminginn af ísnum ofan í skítugan vaskinn.. .smá klúður þar á ferð... he he en mikið var nú gott að koma heim í mömmuhús eftir vinnu og sitja og spila við fjölskylduna og njóta lífsins í nýju náttfötunum að lesa nýja bók... í dag er ég búin að gera ekkert nema borða súkkulaði og afganga og lesa..mmmmmm gott gott nú eru allir farnir í jólaboð hjá ská fjölskyldu minni en ég ákvað að sitja heima og halda áfram að borða og lesa... já svona eiga jólin að vera

þriðjudagur, desember 23, 2003

sum fegurð kemur innan úr fólki, ég á fullt af vinum sem eru fallegir að innan... að eiga góða vini lýsir upp tilveruna, sem annars á það til að verða heldur grá í rokinu og rigningunni. Ég ætla að nota fjarskiptatækni til að óska fólki gleðilegra jóla og vona að ég hitti sem flesta yfir hátíðirnar, jæja aftur öllsömul: Gleðileg jól :)

mér leiðist, ég er að vinna.. langar ekki að vera að vinna, langar heim að sofa og gleyma þessu æji ég skil þetta stundum ekki, skilur þú ??? nei ég held ekki. Mér finnst þú samt vera fínn og fallegur að innan en eins og svo margt þá skil ég þig ekki. Marta ertu ekki að grínast ... jú auðvitað, ég er bara að reyna að skemmta sjálfri mér hérna... hva finnst þér það ekki í lagi.. nú já þú meinar það ... fyrst svo er geturu bara étið það sem úti frýs, já ég meina bara það sem ég segi. he he já það er vont að tapa titli sem maður hefur átt án samkeppni lengi en er ekki öll samkeppni af hinu góða júhú ég held það... þá er líka meira fyrir mig.. þetta er komið út í vitleysu hérna ... yfir og út, Mömmukot bíður, ilmandi skata og annað fiskmeti namminammm....
jæja já... ef einhver skildi vera að missa af þessu þá vil ég bara minna viðkomandi á að jólin eru á morgun :) gaman gaman.
Af mér er það helst að segja að það var stórkostlega gaman að verða stúdent... ég var glimrandi fín og allir voru skemmtilegir og öll veisluhöld fóru vel fram ... ég fór á frábært djamm og dansaði og talaði frá mér allt vit og vitleysu... var líka orðin frekar framlág þegar ég loksins fór að sofa... það var svo gaman .. það er svo gott að vera glaður, já já þetta er nú skemmtilegt... annars er ég ekki búin að standa mig í jólaundirbúningnum, er ekki búin að skrifa eitt einasta jólakort og á eftir að kaupa 3 jólagjafir .. en kæru vinir mínir þið verðið bara að bíða þolinmóð hver veit nema þið fáið bara áramótakort frá mér... ég sé ekki fram á að geta gert mikið af jólakortum úr þessu þar sem ég er að vinna... fæ rétt frí til að skjótast uppá Skaga í skötuveislu svo aftur að vinna... Ég er samt búin að komast að því að stundum er bara ágætt að vera að vinna því að maður verður bara að sætta sig við það að þá getur maður ekki verið stressaður yfir jólunum.. svolítið eins og að vera í strætó, það er ekki hægt að vera stressaður í strætó því hann fer bara á sínum hraða og það er ekkert sem maður getur gert til að vera fljótari... en talandi um strætó, það var svo mikið umferðaröngþveiti í gær vegna þess að allir ætluðu í kringluna á sama tíma að ég var í klukkutíma í strætó, hraðleið, að komast ú breiðholti á lækjartorg, það var nú ekki svo gaman en ég var samt glöð yfir því að vera ekki í bíl að stressa mig á akstrinum ...

jæja já á maður að fara að gera eitthvað af viti hér ... nei ég held ekki.

þriðjudagur, desember 16, 2003

já þetta var nú aldeilis skemmtilegur dagur... ég fór í Smáralind að reyna að finna mér útskriftarföt.. það gekk nú ekkert allt of vel framan af, ég held samt að það hafi verið vegna þess að speglarnir í mörgum búðum eru skakkir og láta mann vera feitan... sem er ekki gott, ég var feit og ljót og allt ömurlegt þangað til ég kom inní retro.. þar voru speglarnir bara í réttum hlutföllum og ég varð aftur fín og sæt, og keypti mér frábært senjorítu - pils og fínustu skó, nú þarf ég bara að finna mér bol og jakka og þá verð ég fínust á föstudaginn, ekki má gleyma Óskinni, hún verður fínust með mér... Það er líka gott að eiga góða mömmu, hún er alveg á fullu að undirbúa veislu og ætlar bara að gera allt.. mér líður pínu eins og ég sé að fermast aftur nema núna hef ég meira vit í kollinum og má hafa áfengi í veislunni. Ohhh ég hlakka svo til... Með sól í hjarta og sól í sinni ;)
Jude Law í Jay Leno... þvílíkt augnakonfekt það er ekkert hægt að segja nema nammi namm grrr.....

mánudagur, desember 15, 2003

ég vil bara tilkynna... ég vil ekki tala um köflótt náttföt, ég vil ekki tala um kynskiptaaðgerðir, ég vil ekki tala um saumaskap og ég er orðin hundleið á því að láta reka framan í mig tusku sem er svartköflótt og viðkomandi heimtar náttföt í stíl ... þeir skilja sem eiga að skilja, hinir....

laugardagur, desember 13, 2003

úff... erfiður dagur loks á enda.. einhvern vegin virðist ég oft fá mjög vöndar hugmyndir ... núna fékk ég þá hugmynd að vinna of mikið og það sem ég hef uppskorið er baugar og fölt andlit.. og ég veit ekki hvort ég get vakað í gegnum heila strætóferð.. mætti í vinnuna eftir 2 tíma svefn klukkan 10 í morgun .. núna er klukkan að verða 11 um kvöld og ég er enn í vinnunni.. það er farið að óma í höfðinu á mér, ég sé varla í fókus og heilinn neitar að gera neitt af viti.. úf hvað ég ætla ekkert að gera í kvöld, ég get líka ekki látið sjá mig úti með bauga niður á kinnar og rauðsprungin augu. Jæja rúmið bíður mín bjart og fagurt og vonandi bíður Ósk mín með eitthvað gott í kroppinn... bla bla bla Mig langar samt í bjór .. hmmm vona að það sé til bjór heima hjá mér, bjór fyrir svefn er hið besta mál jæja 25 mín eftir af vaktinni.. best að leggjast og horfa á þær líða....

föstudagur, desember 12, 2003

já ég er enn að fagna prófalokum, virðist hafa lítinn tíma til annars. Mér tókst að taka til í svínastíunni sem ég bý í og núna er þetta ekki lengur svínastía.. þetta er heimilli, herbergið mitt bíður betri tíma og mér líður bara ágætlega að vera ekkert inni í því já svona er þetta....

Ég sit núna og bíð spennt eftir því að klukkan verði miðnætti því þá þarf ég að fara að vinna jeijj.. ahh þetta er nú hálf - slappt. Mér tóks að láta einhver fífl fylla mig í gær og núna sit ég og tek afleiðingunum.. veit ekki hvernig ég á að fara að því að vinna til 6 og fara svo aftur að vinna kl 10 úff .. kannski er best að borða bara fullt af kaffibaunum og vera titrandi og skjálfandi .. það er þó betra en að vera að sofna í tíma og ótíma.. ég þarf nú að standa mig í vinnunni

Takk dagsins fær Ómar fyrir að leyfa mér að fá far í bæinn .. ef hann væri ekki svona fínn hefði ég þurft að borga of mikið af peningum í rútu sem fer allt of seint og allt hefði verið ömurlegt. Takk Ommi minn :)

Nú færist yfir mig friður og ró Smartan kveður með sól í hjarta

þriðjudagur, desember 09, 2003

jess jess jess jess jess jess.... ég er búin í prófum og ég vona svo sannarlega að mér hafi gengið vel í þeim öllum, ég held að mér hafi gengið vel. Ég þarf ALDREI að fara aftur í framhaldsskóla.... (vona ég) ég er SVO GLÖÐ, sól í hjarta og sól í sinni :) jafnvel með söng á vörum maður veit aldrei... þegar ég er búin að vinna, sem er kl 23, þá ætla ég að bruna niður í miðbæ og fá mér eins og einn öl til að fagna þessum áfanga í lífinu ohhh það verður ljúft...
Það sem ég sagði: þetta kemur allt með kalda vatninu

mánudagur, desember 08, 2003

jæja gott fólk .. síðan ég byrjaði í prófum er ég búin að reykja óstjórnlega mikið ekki af því að ég sé stressuð heldur af því að reykingar eru svo góð tímaeyðsla sígópásur eru líka mjög réttlætanlegar... en nú er síðasta prófið á morgun og þá mun hamingjan skína af andlitinu á mér og ég býst við því að allir sem ég hitti óski mér til hamingju .. ef þið hittið mig á morgun og ég er með tárin í augunum vinsamlegast faðmið mig og bjóðið mér kaffi (helst með áfengi útí). Æji ég vona að þetta fari allt vel... þó það sé ekki nema vegna hennar elsku mömmu sem er svo dugleg að reyna að skipulegga boðlega veislu.. ég held að hún sé hoppandi af gleði vegna þess að skussinn er loksins að klára framhaldsskóla.. já það er gott að gera mömmu glaða.

sunnudagur, desember 07, 2003

nú getið þið strumast til að strumpa hvaða strumpur strumpast ykkur best....

Find your inner Smurf!

Bjartsýni í stað svartsýni ... auðvitað á mér eftir að ganga vel í þessum prófum.. auðvitað á ég eftir að útskrifast.. auðvitað á ég eftir að finna pening til að kaupa föt skemmta mér þegar ég útskrifast... auðvitað á eftir að vera gaman í útskriftarpartýi... auðvitað er gaman að vera til... og auðvitað er gaman að vera ÉG... Með kveðju úr skítugu kjallaraholunni minni, það verður tekið til þegar prófin eru búin og þá koma jólin í veröld mína. Þá mun ég líka njóta þess að þurfa ekki að læra og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sumt......

annars vil ég kvarta yfir því að vinir mínir eru ekki nógu duglegir að blogga, þeir virðast vera að reyna að afsanna kenningun um að fólk bloggi meira í prófum... þetta leiðir af sér að ég hef lítið að skoða þegar ég tek mér fátíðar lærdómspásur. Soffía á þó hrós skilið fyrir að vera dugleg að skrifa skemmtilegar sögur ... pásurnar mínar væru ekkert án hennar.
Það gerast sögulegir atburðir á hverjum degi þá sérstaklega hjá mér, í dag fór ég á brennsluna og keypti mér eitthvað sem ég man ekki hvað heitir en það var mjög gott svo var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, afskaplega hátíðlegt og fallegt og mikið eru nú blessaðir Norðmennirnir góðir af gefa okkur svona fínt tré... jæja ég held að það sé komin háttatími fyrir námsmenn...
p.s. ég vil nota tækifærið og þakka Íslandsbanka fyrir námsmannaskyggnið og ónæðisvarnirnar er jafnvel að spá í að fara með þetta í næsta próf svo ég þurfi hvorki að heyra né sjá hina nemendurnar... góður húmor þar á ferð

laugardagur, desember 06, 2003

jæja já ... mikið var nú skemmtilegt á sirkus í gær.. flestir hressir og í góðu skapi, en ég er á móti því að fólk sé mætt snemma á sirkus þegar ég er að vinna, mér finnst að fólk eigi að sitja heima hjá sér til eitt ... svo að ég geti chillað í smástund áður en ég þarf að fara að standa í hurðinni.. Annars getur fullt fólk verið alveg fáránlegt... ég fékk til dæmis yfir mig skvettur úr tveimur bjórglösum, yfir hárið, fötin og allt svo þegar ég ætlaði að fara að benda fólki á að þetta væri nú kannski ekkert sniðugt þá urðu allir alltí einu 5 ára og sögðu bara: ég gerði það ekki það var hann.... er einhver búin að kanna hversu mikið greindarvísitala fólks lækkar þegar það er drukkið???? Það þarf líka einhver að segja fólki að það er ekki gaman þegar blindfullt pakk kemur til manns og fer að afsaka sig hvað það er leiðinlegt ... það verður bara leiðnlegra fyrir vikið ... Ef maður er leiðinlegur þegar maður er fullur þá á maður annað hvort bara að halda sig heima eða tala bara við hitt fólkið sem er jafn leiðinlegt. Úff hvað þetta er mikið nöldur, það vill samt svo skemmtilega til að flestir eru bara skemmtilegir þegar þeir eru fullir, það eru bara nokkrir svartir sauðir sem .... Jæja það er víst best að fara og fá sér einn bjór fyrir svefninn ... svo vakna snemma í fyrramálið og þá fer ég að læra :)

fimmtudagur, desember 04, 2003

úff.. var að koma úr prófi dauðans... bévítans setningafræði. Ég komst sem sagt að því í prófinu að ég kann ekki setningafræði .. ARRRGGGG. Ég sit núna og góni á símann, vil að kennarinn fari að hringja til að láta mig vita hvort ég féll í þessu prófi... en jæja það þýðir víst lítið að fást um það, ég læt mér þetta að kenningu verða. Ætla að fá lærdóms-maníu kast fyrir næsta próf. hmmm er þá nokkuð vit í að hanga lengur á alnetinu??? :)
Frumlag, andlag og atviksliður. Áhrifssögn og áhrifslausar sagnir .... umsögn og einkunn... mér þykir þetta vera frekar erfitt .. ég hefði kannski átt að byrja að læra fyrr, það þýðir samt lítið að naga sig í handarbökin var ekki einhvern tíma sagt að nóttin væri ung... ég vona að það sé satt. hmmm eitthvað virðist nú vera erfitt að halda sig við efnið .. súkkulaði og kaffi fyrir heilann þá ætti þetta að lagast.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Ást á pöbbnum er algjör snilld ég hvet alla sem vilja skemmta sér til að hlusta á Leoncie. Hún er alveg stórskemmtileg þessi kona. Ást á pöbbnum - bætir, hressir, kætir og léttir lund. Það hafa allir þörf á smá skemmtilegheitum á þessum síðustu og verstu tímum
Svo er Soffía vinkona mín komin með blogg endilega kíkjið á hana, hún hefur án efa frá einhverju skemmtilegu að segja. Það virðist vera satt sem vitur stúlka sagði á dögunum, að bloggnotkun virðist aukast fram úr öllu valdi þegar fólk má síst við því, það er að segja þegar margir bloggnotendur eru að drukkna í prófum.
Já það er gott að stinga höfðinu í sandinn...........

þriðjudagur, desember 02, 2003

jæja þá er eitt próf búið og það var stjórnmálafræði og gekk það bara vonum framar að því er ég best veit. Þá eru bara 2 eftir og svo verð ég STÚDENT húllabalalabbalei.... Sem betur fer hef ég verið laus við öll meiriháttar áföll í undirbúningi þessara prófa 7,9,13 sem er mun meira en hún Drífa vinkona mín getur sagt. Jæja það er nú fínt að sjá loksins fyrir endann á þessu. Annars gerist lítið í heiminum mínum þessa daganna.

Ég er komin með stóran kvíðahnút í magann yfir að þurfa að eyða aðfangadagskvöldi í vinnunni og það virðist koma í veg fyrir að ég geti byrjað að hugsa um jólin, mér líður eins og ég muni bara missa af þeim..... mig langar að hætta í þessari vinnu, þó mér finnist svona ágætlega gaman í henni. En ég heiti því hér með að ég mun aldrei aftur vinna aðfangadagskvöld á þessu sambýli

mánudagur, desember 01, 2003

Á ég að fara á æfingu eða ekki.... þetta er mikil pæling og nauðsynlegt að taka ákvörðun um það sem fyrst þar sem æfingin byrjar eftir 45 mín. hmmmm.... rök með æfingu: hressandi og gott, fæ smá pásu frá prófalestri en er samt að gera eitthvað uppbygglegt, þjálfarinn minn hættir að vera fúll útí mig ( held að hann sé að gefast upp á metnaðarleysinu í mér), líkamsrækt hressir líka uppá heilann og eftir æfingu gæti verið að ég verði til í lærdóm fram á rauða nótt.... Rök á móti: ég tapa dýrmætum tíma í lærdómi, kannski verð ég bara þreytt eftir æfinguna og vill bara fara að sofa... fær harðsperrur á morgun og þá verður vont að sitja í prófinu. hmm finn ekki fleiri mótrök svo ég ætti kannski bara að skella mér a.m.k. í klukkutíma held að það gæti komið í veg fyrir að augun í mér verð ferköntuð af tölvuskjásglápi.... ohhh 3 mín í að ég missi af strætó verð að fara að taka ákvörðun um þetta málefni ... jæja fer allavega í strætó ...

auðvitað fór ég ekki á æfingu. Ég ákvað að fara bara heim að horfa á Survivor og borða smartís... ég átti ekki til orði yfir skepnuskapnum í Jon ... að láta sér detta í hug að ljúga því að amma hans væri dáin og bæta svo gráu ofan á svart með því að sverja við nafn ömmu sinnar ... skítapakk í skítaþætti humpf.