þriðjudagur, desember 16, 2003
já þetta var nú aldeilis skemmtilegur dagur... ég fór í Smáralind að reyna að finna mér útskriftarföt.. það gekk nú ekkert allt of vel framan af, ég held samt að það hafi verið vegna þess að speglarnir í mörgum búðum eru skakkir og láta mann vera feitan... sem er ekki gott, ég var feit og ljót og allt ömurlegt þangað til ég kom inní retro.. þar voru speglarnir bara í réttum hlutföllum og ég varð aftur fín og sæt, og keypti mér frábært senjorítu - pils og fínustu skó, nú þarf ég bara að finna mér bol og jakka og þá verð ég fínust á föstudaginn, ekki má gleyma Óskinni, hún verður fínust með mér... Það er líka gott að eiga góða mömmu, hún er alveg á fullu að undirbúa veislu og ætlar bara að gera allt.. mér líður pínu eins og ég sé að fermast aftur nema núna hef ég meira vit í kollinum og má hafa áfengi í veislunni. Ohhh ég hlakka svo til... Með sól í hjarta og sól í sinni ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli