jæja já... ef einhver skildi vera að missa af þessu þá vil ég bara minna viðkomandi á að jólin eru á morgun :) gaman gaman.
Af mér er það helst að segja að það var stórkostlega gaman að verða stúdent... ég var glimrandi fín og allir voru skemmtilegir og öll veisluhöld fóru vel fram ... ég fór á frábært djamm og dansaði og talaði frá mér allt vit og vitleysu... var líka orðin frekar framlág þegar ég loksins fór að sofa... það var svo gaman .. það er svo gott að vera glaður, já já þetta er nú skemmtilegt... annars er ég ekki búin að standa mig í jólaundirbúningnum, er ekki búin að skrifa eitt einasta jólakort og á eftir að kaupa 3 jólagjafir .. en kæru vinir mínir þið verðið bara að bíða þolinmóð hver veit nema þið fáið bara áramótakort frá mér... ég sé ekki fram á að geta gert mikið af jólakortum úr þessu þar sem ég er að vinna... fæ rétt frí til að skjótast uppá Skaga í skötuveislu svo aftur að vinna... Ég er samt búin að komast að því að stundum er bara ágætt að vera að vinna því að maður verður bara að sætta sig við það að þá getur maður ekki verið stressaður yfir jólunum.. svolítið eins og að vera í strætó, það er ekki hægt að vera stressaður í strætó því hann fer bara á sínum hraða og það er ekkert sem maður getur gert til að vera fljótari... en talandi um strætó, það var svo mikið umferðaröngþveiti í gær vegna þess að allir ætluðu í kringluna á sama tíma að ég var í klukkutíma í strætó, hraðleið, að komast ú breiðholti á lækjartorg, það var nú ekki svo gaman en ég var samt glöð yfir því að vera ekki í bíl að stressa mig á akstrinum ...
jæja já á maður að fara að gera eitthvað af viti hér ... nei ég held ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli