Bjartsýni í stað svartsýni ... auðvitað á mér eftir að ganga vel í þessum prófum.. auðvitað á ég eftir að útskrifast.. auðvitað á ég eftir að finna pening til að kaupa föt skemmta mér þegar ég útskrifast... auðvitað á eftir að vera gaman í útskriftarpartýi... auðvitað er gaman að vera til... og auðvitað er gaman að vera ÉG... Með kveðju úr skítugu kjallaraholunni minni, það verður tekið til þegar prófin eru búin og þá koma jólin í veröld mína. Þá mun ég líka njóta þess að þurfa ekki að læra og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sumt......
annars vil ég kvarta yfir því að vinir mínir eru ekki nógu duglegir að blogga, þeir virðast vera að reyna að afsanna kenningun um að fólk bloggi meira í prófum... þetta leiðir af sér að ég hef lítið að skoða þegar ég tek mér fátíðar lærdómspásur. Soffía á þó hrós skilið fyrir að vera dugleg að skrifa skemmtilegar sögur ... pásurnar mínar væru ekkert án hennar.
Það gerast sögulegir atburðir á hverjum degi þá sérstaklega hjá mér, í dag fór ég á brennsluna og keypti mér eitthvað sem ég man ekki hvað heitir en það var mjög gott svo var kveikt á jólatrénu á Austurvelli, afskaplega hátíðlegt og fallegt og mikið eru nú blessaðir Norðmennirnir góðir af gefa okkur svona fínt tré... jæja ég held að það sé komin háttatími fyrir námsmenn...
p.s. ég vil nota tækifærið og þakka Íslandsbanka fyrir námsmannaskyggnið og ónæðisvarnirnar er jafnvel að spá í að fara með þetta í næsta próf svo ég þurfi hvorki að heyra né sjá hina nemendurnar... góður húmor þar á ferð
sunnudagur, desember 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli