fimmtudagur, desember 25, 2003
jæja þá er aðfangadagskvöld í vinnunni liðið... það var nú bara ágætt, mesta furða. ég gat alveg eldað matinn skammlaust en tókst þó að brenna kartöflurnar smá en það vara alltí lagi.... ég var búin að búa til fínan ís en þegar átti að taka hann úr forminu stóð allt fast, ég hamaðist og hamaðist en það vildi ekki betur til en svo að ég missti helminginn af ísnum ofan í skítugan vaskinn.. .smá klúður þar á ferð... he he en mikið var nú gott að koma heim í mömmuhús eftir vinnu og sitja og spila við fjölskylduna og njóta lífsins í nýju náttfötunum að lesa nýja bók... í dag er ég búin að gera ekkert nema borða súkkulaði og afganga og lesa..mmmmmm gott gott nú eru allir farnir í jólaboð hjá ská fjölskyldu minni en ég ákvað að sitja heima og halda áfram að borða og lesa... já svona eiga jólin að vera
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli