já tölum um veðrið... ég verð bara að segja það að mér finnst ósköp notalegt þegar það kemur vetur með alvöru vondu veðri... mig langar að sitja inni með kertaljós og spila... helst að það sé rafmagnslaust líka, þá get ég drekkt mér í nostalgíu og liðið eins og ég sé lítil stelpa á Ísafirði.
Mér finnst samt vera dálítið fyndið að við erum íslendingar og tölum endalaust um veðrið og hvað það séu nú mikil veðrabrigði hér á þessu skeri okkar en svo loksins þegar það kemur vont veður með snjó og tilheyrandi þá fer bara veröldin í hnút... strætó gengur ekki á réttum tíma, götur verða ófærar og fólk kemst hvorki lönd né strönd. Ég var til dæmis uppi á Akranesi í dag og ætlaði til Reykjavíkur til að vinna en hvað sem ég reyndi komst ég ekki, það var ófært og allt í rugli og ég endaði með því að mæta tæpum 2 tímum of seint í vinnuna, æji það er nú svosem alltí lagi ... ég gat þá ímyndað mér ég væri í fríi 2 tímum lengur. Já þetta er nú skemmtilegt.
Annars er svo notalegt að vera til um jólin að allt verður svo rólegt og fallegt... blóðið rennur hægar held ég, maður hugsar hægar og allt gerist hægar... ég held samt að líkami minn sé um það bil að lenda í vandræðum með að vinna úr öllu þessu súkkulaði sem ég er búin að innbyrða, allavega er ég farin að þurfa að sofa grunsamlega mikið ... ég veit ekki kannski er það bara óhófleg bjórdrykkja sem er að koma aftan að mér... jahh... maður spyr sig.
já síminn er ennþá týndur og þeir sem vilja ná í mig verða bara að hringja í vinnuna sem er 5611180 eða heim í frostaskjólið .. leitið og þér munuð finna, yfir og út, jafnvel kannski smá suður
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli