mánudagur, desember 08, 2003
jæja gott fólk .. síðan ég byrjaði í prófum er ég búin að reykja óstjórnlega mikið ekki af því að ég sé stressuð heldur af því að reykingar eru svo góð tímaeyðsla sígópásur eru líka mjög réttlætanlegar... en nú er síðasta prófið á morgun og þá mun hamingjan skína af andlitinu á mér og ég býst við því að allir sem ég hitti óski mér til hamingju .. ef þið hittið mig á morgun og ég er með tárin í augunum vinsamlegast faðmið mig og bjóðið mér kaffi (helst með áfengi útí). Æji ég vona að þetta fari allt vel... þó það sé ekki nema vegna hennar elsku mömmu sem er svo dugleg að reyna að skipulegga boðlega veislu.. ég held að hún sé hoppandi af gleði vegna þess að skussinn er loksins að klára framhaldsskóla.. já það er gott að gera mömmu glaða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli