sunnudagur, júlí 29, 2007


Þið sem áttuð afmæli í dag, til lukku.
Í kvöld borðaði ég grillmat og drakk rosalega mikið af alveg svaðalega góðu kaffi. Kaffi var svo drukkið í ennþá huggulegra eldhúsi í mjög skemmtilegum félagsskap.
Ég er ennþá barnlaus. Ég er ekki að fara að vinna í fyrramálið. Ég nenni ekki að fara út. Ég er svo fullorðins.
Fékk nýtt sjónvarp og er núna að njóta lífsins með fjarstýringu sem hægt er að nota til að hækka og lækka :) úúúú... tækni tækni. Nú eru komnar tvær fjarstýringar á heimilið.
Barnið er enn í útlegð og mamman farin að hlakka mikið til mánudagsins þegar barn verður sótt í sveitina. Frétti í dag að ný bókahilla ömmunnar væri farin að bera þess merki að lítill strákur hafi fengið útrás fyrir listræna hæfileika sína.
Ég hlakka til í fætinum.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Það er gaman að hitta fólk og tala og tala og tala og tala. Fór í einhvern ham á kaffihúsi í dag, talaði og hlustaði mikið. Var þá einhvern vegin komin í gírinn og hef ekkert stoppað síðan. Ég vona að samstarfsfólk mitt sé ekki með varanlegt suð í eyrunum eftir malið í kvöld ;)
Ég er bara að vinna með svo ótrúlega frábæru fólki að það bara er ekki annað hægt en að spjalla mikið þegar tími gefst.
Í dag gafst tími.
Mér finnst deildin sem ég vinn á alveg frábær. Þar er frábært fólk, frábærir stjórnendur og þar af leiðandi alveg frábær mórall. Vel mannað og skemmtilegt. Til dæmis er mjög algengt að fólk mæti aðeins fyrr á vakt til að spjalla. Það finnst mér gaman.
Jább ég er heppin að ég réð mig þarna, ég hefði alveg getað ráðið mig á stað þar sem mannekla er mikil og mikið álag á starfsfólki. Æji ég nenni því ekki aftur alveg strax.
Komst að því í gær að skólinn byrjar 23 ágúst. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það heldur snemmt. Það tók mig svona 3 tíma að sætta mig við það en núna veit ég að þetta verður gaman.
Samt er ekkert svo gaman að hafa barnið í útlegð á landsbyggðinni. Þó þetta sé ekki langt í burtu eða langur tími þá er dálítið mikið leiðinlegt að hafa hann ekki til að brasa með.
En koma tímar.

föstudagur, júlí 20, 2007
Við erum alveg agalega huggulegar.

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Barnið er að fara í útlegð á morgun. Af því tilefni voru allar skúffur opnaðar og fötum fleygt í tösku. Tvisvar sinnum hefur barnið fengið sokka pakka að gjöf, hvort pakki innihélt 7 pör af sokkum, merktum vikudögunum. Þegar ég var að pakka niður tókst mér að grafa upp 6 pör af samstæðum sokkum. Þar af tvö pör sem eru ekki hluti af umræddum sokkapökkum.
Hann æfir ekki íþróttir og fer ekki einn í sund.
Hvar eru allir hinir sokkarnir?

föstudagur, júlí 06, 2007

Langt síðan ég var síðast á næturvakt. Þetta er bara alltí lagi. Þrátt fyrir að ég hafi eytt deginum í að umturna íbúðinni minni í stað þess að sofa.
En í fyrramálið fer ég heim að sofa, það verður ljúft. Svo hlýt ég einn góðan veðurdag að fá greitt fyrir vaktina. Það verður ennþá betra.
Æji það er ekkert svakalegt að gera núna í bili og ég er að reyna að láta tímann líða. Er búin að skoða allt sem ég get skoðað í svona heiðarlegri tölvu.
Kollegi minn er horfin af kaffistofunni, kannski er hún að vinna... nei þarna kom hún svo ég get haldið áfram að hanga.
Skemmtilegt blogg? nei ég held ekki.
Heimskulegt blogg skrifast á asnalegan tíma. Get ég hjólað heim?
05:21 segir tölvan.