Það er gaman að hitta fólk og tala og tala og tala og tala. Fór í einhvern ham á kaffihúsi í dag, talaði og hlustaði mikið. Var þá einhvern vegin komin í gírinn og hef ekkert stoppað síðan. Ég vona að samstarfsfólk mitt sé ekki með varanlegt suð í eyrunum eftir malið í kvöld ;)
Ég er bara að vinna með svo ótrúlega frábæru fólki að það bara er ekki annað hægt en að spjalla mikið þegar tími gefst.
Í dag gafst tími.
Mér finnst deildin sem ég vinn á alveg frábær. Þar er frábært fólk, frábærir stjórnendur og þar af leiðandi alveg frábær mórall. Vel mannað og skemmtilegt. Til dæmis er mjög algengt að fólk mæti aðeins fyrr á vakt til að spjalla. Það finnst mér gaman.
Jább ég er heppin að ég réð mig þarna, ég hefði alveg getað ráðið mig á stað þar sem mannekla er mikil og mikið álag á starfsfólki. Æji ég nenni því ekki aftur alveg strax.
Komst að því í gær að skólinn byrjar 23 ágúst. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það heldur snemmt. Það tók mig svona 3 tíma að sætta mig við það en núna veit ég að þetta verður gaman.
Samt er ekkert svo gaman að hafa barnið í útlegð á landsbyggðinni. Þó þetta sé ekki langt í burtu eða langur tími þá er dálítið mikið leiðinlegt að hafa hann ekki til að brasa með.
En koma tímar.
miðvikudagur, júlí 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli