föstudagur, júlí 06, 2007

Langt síðan ég var síðast á næturvakt. Þetta er bara alltí lagi. Þrátt fyrir að ég hafi eytt deginum í að umturna íbúðinni minni í stað þess að sofa.
En í fyrramálið fer ég heim að sofa, það verður ljúft. Svo hlýt ég einn góðan veðurdag að fá greitt fyrir vaktina. Það verður ennþá betra.
Æji það er ekkert svakalegt að gera núna í bili og ég er að reyna að láta tímann líða. Er búin að skoða allt sem ég get skoðað í svona heiðarlegri tölvu.
Kollegi minn er horfin af kaffistofunni, kannski er hún að vinna... nei þarna kom hún svo ég get haldið áfram að hanga.
Skemmtilegt blogg? nei ég held ekki.
Heimskulegt blogg skrifast á asnalegan tíma. Get ég hjólað heim?
05:21 segir tölvan.

Engin ummæli: