fimmtudagur, júlí 12, 2007

Barnið er að fara í útlegð á morgun. Af því tilefni voru allar skúffur opnaðar og fötum fleygt í tösku. Tvisvar sinnum hefur barnið fengið sokka pakka að gjöf, hvort pakki innihélt 7 pör af sokkum, merktum vikudögunum. Þegar ég var að pakka niður tókst mér að grafa upp 6 pör af samstæðum sokkum. Þar af tvö pör sem eru ekki hluti af umræddum sokkapökkum.
Hann æfir ekki íþróttir og fer ekki einn í sund.
Hvar eru allir hinir sokkarnir?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Held að mávarnir laumist á svalirnar á nóttunni og næli sér í nokkra sokka til hreiðurgerðar ;)

Nafnlaus sagði...

Sokkaskrímslið!!

hefuru ekki séð það?? það býr niðrí þvottahúsi.. það borðar líka mína sokka..;)

Hel sagði...

ég held að týndir sokkar minnar fjölskyldu gætu sokkaklætt smáþjóð