sunnudagur, febrúar 26, 2006



Laugardagskvöld.
Mér finnst eins og það séu hundrað ár síðan laugardagskvöldin voru öðruvísi.
Þessu laugardagskvöldi hefur verið eytt í söng, knús, spjall, hugg, vagg, svæf og bollubakstur. Smá bolluát líka. Maður verður að smakka afraksturinn. Ég hlakka til næst þegar ljúfastur getur notið bollanna með mér.
Á morgun er hann 6 mánaða. Undarlegur tími. Eins og lífið hafi alltaf verið svona en samt er bara hálft ár síðan hann kom. 6 mánuðir eru samt svo stuttur tími og þessir 6 eru búnir að vera svo skemmtilegir að þeir hafa flogið áfram... Skrítið.
æji já... svo margt hægt að segja.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Í dag fór Hjörtur í skoðun. Ég hafði orð á því við hjúkkuna að mér fyndist hann heldur fámáll á stundum. Hún prufaði að tala við hann og hann svaraði samviskusamlega "da" og "ba" eins og hann væri á prófi en ég sjaldan heyrt hann gefa frá sér þessi hljóð.
Svo var mér sagt að það væri örugglega vegna þess að við værum oft bara tvö ein og þá væri ekkert mikið spjall í kringum hann. Mér finnst það dálítið merkilegt. Ég hef nú ekki verið þekkt fyirr að vera þögul.
Þarf varla að segja frá því að síðan við komum úr skoðuninni hefur Hjörtur varla þangað. Nema rétt á meðan hann svaf.
Þess má annars geta að hann dafnar einstaklega vel og er sérlega duglegur að hreifa sig :)
Að sjálfsögðu ber hann af öðrum börnum í öllu atgervi ;)

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Mér fannst dásamlegt að horfa Bree Van Dekamp borða melónubita með hníf og gaffli.
Annars kom ég sjálfri mér á óvart og labbaði heiman frá mér á Hrafnistu. Það var svo dásamlegt veður að það var bara ekki afsakanlegt að taka strætó, svona fyrst ég hafði tíma. Núna er ég þreytt í fótunum.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Jahérna hér!!!

Í dag setti ég í þvottavél áður en ég fór út. Svo sem ekki í frásögu færandi. Svo fór ég á húsfund, svæfði drenginn og horfði á Desperate Housewives. Alltí einu mundi ég eftir þvottinum og ákvað að sækja hann í þvottahúsið og hengja hann upp. Ég labba þangað, sting lyklinum í skrána og .... NEIBB!!! Ég gat ekki opnað !!! Alltí einu passaði lykillinn minn ekki í skrána!!!!!!!!! hmmm.. ég fór upp og sótti hinn lykilinn.. Neibb passar ekki heldur!!!
Hvernig getur það verið!!???!?!?!?!?

daginn eftir:
F
ór í þvottahúsið og lykillinn passaði eins og flís við rass! Jah, maður spyr sig!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Undrin gerast enn!
Í dag fór ég í kringluna. Ógisslega gaman. Kom þaðan út með tvennar buxur, tvo boli, belti og nærbuxur ! Vúhú!! Núna get ég skipt um föt!! Þarf ekki lengur að vera í svargráum thaibuxum daginn út og daginn in ! :)
Þetta er allt að gerast.
Ég er að græða á mjólkuróþoli sonar míns, eins gott að einhver græði á þessu. Það vill nefnilega svo til að næstum því allt sem er fitandi og gott inniheldur einhvers konar mjólkurafurðir.
Jamm og já svona er nú það.
Annað fréttnæmt er að ég skilaði ritgerði í skólanum í gær. Var reyndar búin að fá frest en ég skilaði samt ekki einu sinni viku of seint!!! Það hefur ekki gert í mörg ár.
Annars mallar lífið bara áfram. Drengurinn er ennþá fallegastur og bestur.
Held samt að ég verði að fara að sofa klukkan 9 í kvöld. Ég er orðin svo mikið gamalmenni að svona margir klukkutímar í kringlunni soga úr mér alla orku. Hefði samt ekki getað þetta án Svölu, ég vorkenndi henni svo mikið að vera svona ólétt að ég hafði engan tíma til að hugsa um mig og mitt væl.
Það er svo miklu auðveldara að ýta barninu á undan sér heldur en að bera það innan í sér.
eníveis.. Gleðinlegan valentínusardag.
Ég gæti orðið bitur ...

mánudagur, febrúar 06, 2006

Hvers vegna virðist vera eitthvað samhengi milli lærdóms og ofáts?
Best að fara að gera verkefni. Smá pása í kvöldmatmum - át kjúkling. Fæ mér kannski smá (bara pínu) eftirrétt - suðusúkkulaði. Fæ mér tvö. Og eitt í viðbót. ....
Hmm..hvernig á ég eiginlega að gera þetta verkefni? hmm.. finnst eins og ég þurfi eitthvað að borða. Fæ mér rúsínur og sólblómafræ. Nammi namm.
læri læri læri...
aha! mig langar í kex með skinkusalati. Fæ mér bara þetta brotna. Fyrst það er brotið verð ég eiginlega að fá mér tvö...
and so it goes...
Smjörið er svo sannarlega límið sem heldur öllu saman. Án þess gæti verið betra að borða kex með skeið.
Maður veit ekki.