þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Undrin gerast enn!
Í dag fór ég í kringluna. Ógisslega gaman. Kom þaðan út með tvennar buxur, tvo boli, belti og nærbuxur ! Vúhú!! Núna get ég skipt um föt!! Þarf ekki lengur að vera í svargráum thaibuxum daginn út og daginn in ! :)
Þetta er allt að gerast.
Ég er að græða á mjólkuróþoli sonar míns, eins gott að einhver græði á þessu. Það vill nefnilega svo til að næstum því allt sem er fitandi og gott inniheldur einhvers konar mjólkurafurðir.
Jamm og já svona er nú það.
Annað fréttnæmt er að ég skilaði ritgerði í skólanum í gær. Var reyndar búin að fá frest en ég skilaði samt ekki einu sinni viku of seint!!! Það hefur ekki gert í mörg ár.
Annars mallar lífið bara áfram. Drengurinn er ennþá fallegastur og bestur.
Held samt að ég verði að fara að sofa klukkan 9 í kvöld. Ég er orðin svo mikið gamalmenni að svona margir klukkutímar í kringlunni soga úr mér alla orku. Hefði samt ekki getað þetta án Svölu, ég vorkenndi henni svo mikið að vera svona ólétt að ég hafði engan tíma til að hugsa um mig og mitt væl.
Það er svo miklu auðveldara að ýta barninu á undan sér heldur en að bera það innan í sér.
eníveis.. Gleðinlegan valentínusardag.
Ég gæti orðið bitur ...

Engin ummæli: