sunnudagur, febrúar 26, 2006Laugardagskvöld.
Mér finnst eins og það séu hundrað ár síðan laugardagskvöldin voru öðruvísi.
Þessu laugardagskvöldi hefur verið eytt í söng, knús, spjall, hugg, vagg, svæf og bollubakstur. Smá bolluát líka. Maður verður að smakka afraksturinn. Ég hlakka til næst þegar ljúfastur getur notið bollanna með mér.
Á morgun er hann 6 mánaða. Undarlegur tími. Eins og lífið hafi alltaf verið svona en samt er bara hálft ár síðan hann kom. 6 mánuðir eru samt svo stuttur tími og þessir 6 eru búnir að vera svo skemmtilegir að þeir hafa flogið áfram... Skrítið.
æji já... svo margt hægt að segja.

Engin ummæli: