föstudagur, febrúar 24, 2006

Í dag fór Hjörtur í skoðun. Ég hafði orð á því við hjúkkuna að mér fyndist hann heldur fámáll á stundum. Hún prufaði að tala við hann og hann svaraði samviskusamlega "da" og "ba" eins og hann væri á prófi en ég sjaldan heyrt hann gefa frá sér þessi hljóð.
Svo var mér sagt að það væri örugglega vegna þess að við værum oft bara tvö ein og þá væri ekkert mikið spjall í kringum hann. Mér finnst það dálítið merkilegt. Ég hef nú ekki verið þekkt fyirr að vera þögul.
Þarf varla að segja frá því að síðan við komum úr skoðuninni hefur Hjörtur varla þangað. Nema rétt á meðan hann svaf.
Þess má annars geta að hann dafnar einstaklega vel og er sérlega duglegur að hreifa sig :)
Að sjálfsögðu ber hann af öðrum börnum í öllu atgervi ;)

Engin ummæli: